Golf

Vaknaði út­ataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyrrell Hatton hefur þrisvar sinnum áður tekið þátt í Ryder-bikarnum fyrir hönd Evrópu.
Tyrrell Hatton hefur þrisvar sinnum áður tekið þátt í Ryder-bikarnum fyrir hönd Evrópu. epa/STRINGER

Enski kylfingurinn Tyrrell Hatton gekk ansi hratt um gleðinnar dyr eftir að hann komst í lið Evrópu fyrir Ryder-bikarinn.

Evrópa og Bandaríkin mætast í Ryder-bikarnum í New York 26.-28. september. Hatton verður í evrópska liðinu sem freistar þess að vinna Ryder-bikarinn á bandarískri grundu í fyrsta sinn síðan 2012.

Eftir að Hatton tryggði sér sæti í Ryder-liði Evrópu tók hann vel á því ásamt Spánverjanum Jon Rahm.

„Þegar ég kom upp á herbergi féll ég í rúmið og á magann og þegar ég vaknaði hafði ég ælt í þeirri stellingu. Ég var allur út í ælu, hendurnar, skyrtan og þegar ég leit í spegilinn var ég með ælu á andlitinu. Hún var líka í rúminu,“ sagði Hatton.

„Það var hræðilegt að vakna og þurfa að þrífa þetta upp. Ég endaði á því að rífa allt af rúminu, skilja eftir pening og athugasemd þar sem ég baðst afsökunar og sagði að best væri að henda rúmfötunum.“

Þótt dagurinn eftir djammið með Rahm hafi verið erfiður útilokar Hatton ekki svipuð fagnaðarlæti ef Evrópa vinnur Ryder-bikarinn í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×