„Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2025 11:01 Benjamin Sesko hefur ekki enn skorað fyrir Manchester United. epa/ADAM VAUGHAN Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á ný um helgina eftir fyrsta landsleikjahlé tímabilsins. Margir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum þegar kemur að liðinu sínu í Fantasy og strákarnir í hlaðvarpinu Fantasýn fóru yfir stöðuna í síðasta þætti, meðal annars hvað gera ætti við Benjamin Sesko, framherja Manchester United. Þrátt fyrir að Sesko hafi ekki enn verið í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er Sindri Kamban með Slóvenann í Fantasy-liðinu sínu. Pálmi Freyr Hauksson, sem hljóp í skarðið fyrir Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn, sagði álit sitt á valinu á Sesko. „Leikmaðurinn sem ég myndi segja þú ættir að selja en skil mjög vel að hafa er Sesko út af því að það eru leikir gegn Manchester City og Chelsea. En ég held að við séum báðir með svona Manchester United æxli í heilanum á okkur sem ýtir á heilastöðvarnar og lætur okkur halda að þetta sé góð hugmynd, þegar maður er inni í brennandi húsinu,“ sagði Pálmi. „Mig langar að segja þér að selja Sesko en þú getur varla selt hann núna. Það eru tveir hræðilega erfiðir leikir framundan en manni finnst eins og hann sé að fara að byrja núna. Hann var með einhverja krampa, nýkominn og nýbúinn að fara í læknisskoðun.“ Sesko spilaði níutíu mínútur í báðum leikjum Slóveníu í landsleikjahléinu. „Kannski er hann kominn í leikform og er að fara að vera læstur uppi á topp hjá United því miðað við hæðina á manninum og hvað hann er rosalega góður að lyfta fætinum hátt finnst manni hann vera svolítið góður,“ sagði Pálmi. Sindri er sannfærður um að Sesko muni reima á sig markaskóna og hefur mikla trú á slóvenska framherjanum sem United keypti frá RB Leipzig í sumar. „Ég hugsa svo mikið um að Sesko sé að fara að skora mark. Það hlýtur að fara að gerast,“ sagði Sindri. United mætir grönnum sínum í City klukkan 15:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Fantasýn í spilaranum hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Sjá meira
Þrátt fyrir að Sesko hafi ekki enn verið í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er Sindri Kamban með Slóvenann í Fantasy-liðinu sínu. Pálmi Freyr Hauksson, sem hljóp í skarðið fyrir Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn, sagði álit sitt á valinu á Sesko. „Leikmaðurinn sem ég myndi segja þú ættir að selja en skil mjög vel að hafa er Sesko út af því að það eru leikir gegn Manchester City og Chelsea. En ég held að við séum báðir með svona Manchester United æxli í heilanum á okkur sem ýtir á heilastöðvarnar og lætur okkur halda að þetta sé góð hugmynd, þegar maður er inni í brennandi húsinu,“ sagði Pálmi. „Mig langar að segja þér að selja Sesko en þú getur varla selt hann núna. Það eru tveir hræðilega erfiðir leikir framundan en manni finnst eins og hann sé að fara að byrja núna. Hann var með einhverja krampa, nýkominn og nýbúinn að fara í læknisskoðun.“ Sesko spilaði níutíu mínútur í báðum leikjum Slóveníu í landsleikjahléinu. „Kannski er hann kominn í leikform og er að fara að vera læstur uppi á topp hjá United því miðað við hæðina á manninum og hvað hann er rosalega góður að lyfta fætinum hátt finnst manni hann vera svolítið góður,“ sagði Pálmi. Sindri er sannfærður um að Sesko muni reima á sig markaskóna og hefur mikla trú á slóvenska framherjanum sem United keypti frá RB Leipzig í sumar. „Ég hugsa svo mikið um að Sesko sé að fara að skora mark. Það hlýtur að fara að gerast,“ sagði Sindri. United mætir grönnum sínum í City klukkan 15:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Fantasýn í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Sjá meira