Lífið

„Án djóks besta kvöld lífs míns“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Gugga í gúmmíbát skemmti sér vel á Drake tónleikum í Berlín en Drake greip brjóstahaldara frá henni.
Gugga í gúmmíbát skemmti sér vel á Drake tónleikum í Berlín en Drake greip brjóstahaldara frá henni. SAMSETT

Það vakti gríðarlega athygli þegar samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, skellti sér á Drake tónleika í Berlín um helgina með góðum vinum. Kanadíski rapparinn heimsfrægi greip brjóstahaldara frá henni og endurbirti myndband frá henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Blaðamaður ræddi við Guggu um tónleikana.

Gugga átti epíska gelluhelgi í Berlín og var full tilhlökkunar að skella sér á tónleikana.

„Ég er mjög mikill aðdáandi Drake og hef verið það mjög lengi. Ég var þarna úti með Lönu vinkonu minni sem er eigandi Kenzen, kærastanum hennar og nokkrum fleiri vinum.“

Kvöldið stóðst allar væntingar Guggu og meira til.

„Þetta var án djóks besta kvöld lífs míns og það var ógeðslega gaman. Við vorum í VIP sætum sem voru mjög nálægt sviðinu,“ segir Gugga og því var auðvelt að kasta brjóstahaldara á sviðið.

„Við fórum í Primark daginn áður og keyptum stærsta brjóstahaldara sem við sáum, því við vorum búnar að sjá myndbönd af tónleikagestum gera svipað á tónleikunum hjá Drake. Okkur fannst það bara fyndið,“ segir Gugga kímin og bætir við að gestir í kring hafi haft mjög gaman að þessu. Þetta var sannarlega ógleymanlegt kvöld hjá þessari ofurskvísu.

Gugga var viðmælandi í Einkalífinu í fyrra hér á Vísi en viðtalið við hana má sjá hér:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.