Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2025 23:04 Logi Einarsson, menningarráðherra. Vísir/Vilhelm Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu. Í byrjun mánaðar kynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform sín um að gera Hljóðbókasafnið og Kvikmyndasafn Íslands að sérstökum einingum innan Landsbókasafnsins. Með því væri verið að leysa yfirvofandi húsnæðisvanda Hljóðbókasafnsins. Í yfirlýsingu frá Blindrafélaginu hafna þau þeim áformum þar sem þau grafi undan sérhæðri þjónustu fyrir blinda, sjónskerta og prentleturshömluðum einstaklingum. Hljóðbókarsafnið byði upp á þjónustu sem veitir þessum hópi jafnrétti til náms, upplýsingaaðgengi og aukna menningarþátttöku. Blindrafélagið sakar ráðuneytið um svokallað sýndarsamráð og brjóti það í bága við skuldbindingar stjórnvalda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með sameiningunni gera yfirvöld meðlimum Blindrafélagsins erfiðara fyrir að stunda vinnu og nám. „Þó að Blindrafélagið hafi vissulega verið boðað til funda hjá ráðuneytinu var ljóst að ákvörðun hafi þegar verið tekin og ekkert tillit yrði tekið til okkar afstöðu,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Sigurþóri U. Hallfreðssyni, formanni Blindrafélagsins. Hljóðbókasafnið sé þá ekki safn í hefðbundnum skilningi heldur breytir það bókum í aðgengilegt form. Það sé því óraunhæft að ætlast til að gervigreind taki við framleiðslunni þegar ekki hefur verið fjárfest í tækniinnviðum sem til þess þarf eða samið við rétthafa. „Þróun á Norðurlöndum er ekki samanburðarhæf við Ísland vegna smæðar málsvæðisins og notendahóps. Hér er ekki heldur til staðar aðgengislöggjöf eða styrkjaumhverfi sem tryggir almennt aðgengi að menningu.“ Með yfirlýsingunni vill Blindrafélagið leggja áherslu á að undirbúningur sameiningar safnanna verði stöðvaður og Hljóðbókasafnið starfi áfram sem sérhæfð eining. Þá kalla þau einnig eftir raunverulegu samráði með fulltrúum notenda um hver framtíð Hljóðbókarsafnsins sé. Bókasöfn Málefni fatlaðs fólks Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Í byrjun mánaðar kynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform sín um að gera Hljóðbókasafnið og Kvikmyndasafn Íslands að sérstökum einingum innan Landsbókasafnsins. Með því væri verið að leysa yfirvofandi húsnæðisvanda Hljóðbókasafnsins. Í yfirlýsingu frá Blindrafélaginu hafna þau þeim áformum þar sem þau grafi undan sérhæðri þjónustu fyrir blinda, sjónskerta og prentleturshömluðum einstaklingum. Hljóðbókarsafnið byði upp á þjónustu sem veitir þessum hópi jafnrétti til náms, upplýsingaaðgengi og aukna menningarþátttöku. Blindrafélagið sakar ráðuneytið um svokallað sýndarsamráð og brjóti það í bága við skuldbindingar stjórnvalda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með sameiningunni gera yfirvöld meðlimum Blindrafélagsins erfiðara fyrir að stunda vinnu og nám. „Þó að Blindrafélagið hafi vissulega verið boðað til funda hjá ráðuneytinu var ljóst að ákvörðun hafi þegar verið tekin og ekkert tillit yrði tekið til okkar afstöðu,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Sigurþóri U. Hallfreðssyni, formanni Blindrafélagsins. Hljóðbókasafnið sé þá ekki safn í hefðbundnum skilningi heldur breytir það bókum í aðgengilegt form. Það sé því óraunhæft að ætlast til að gervigreind taki við framleiðslunni þegar ekki hefur verið fjárfest í tækniinnviðum sem til þess þarf eða samið við rétthafa. „Þróun á Norðurlöndum er ekki samanburðarhæf við Ísland vegna smæðar málsvæðisins og notendahóps. Hér er ekki heldur til staðar aðgengislöggjöf eða styrkjaumhverfi sem tryggir almennt aðgengi að menningu.“ Með yfirlýsingunni vill Blindrafélagið leggja áherslu á að undirbúningur sameiningar safnanna verði stöðvaður og Hljóðbókasafnið starfi áfram sem sérhæfð eining. Þá kalla þau einnig eftir raunverulegu samráði með fulltrúum notenda um hver framtíð Hljóðbókarsafnsins sé.
Bókasöfn Málefni fatlaðs fólks Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira