Með Banksy í stofunni heima Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. september 2025 11:31 Snæfríður Tindsdóttir fékk Banksy verk að gjöf frá móður sinni. SAMSETT „Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt,“ segir klínískri barnasálfræðineminn og listsafnarinn Snæfríður Blær Tindsdóttir sem fékk lítið og mjög svo einstakt verk í gjöf frá móður sinni eftir alræmda listamanninn Banksy. Banksy er breskur listamaður, aktivisti og kvikmyndagerðarmaður sem enginn veit í raun hver er eða hvernig lítur út. Hann er þekktur fyrir nýstárlega nálgun á listina og er hvað þekktastur hér á Íslandi fyrir að hafa gefið Jóni Gnarr verk þegar hann var borgarstjóri. Byrjaði sem gjörningur „Þetta er semsagt upplagsverk, verk sem kom í afmörkuðu upplagi, en byrjaði í raun sem gjörningur hjá Banksy sem sérhæfir sig í götulist og gjörningi. Hann umbreytti breskum tíu punda seðli og prentaði nokkur hundruð þúsund falsaða slíka, setti Díönu prinsessu inn á í stað drottningarinnar og breytti Bank of England í Banksy Bank sem dæmi,“ segir Snæfríður um verkið og bætir við að Banksy sjálfur og fleira fólk hafi svo mætt á stóra viðburði í Bretlandi og byrjað að dreifa þeim á fullu til fólks. Banksy umbreytti 10 punda seðli og verkið fer nú á um 600 þúsund krónur.Aðsend „Þetta var slatti af seðlum og þau fóru meðal annars á Notting Hill Carnival þar sem tug þúsundir koma saman. Fólk áttaði sig auðvitað ekki á því fyrst að þetta væri Banksy verk. Svo voru einhverjir sem pikkuðu upp á því og það er svo skemmtilegt, þetta byrjar sem gjörningur en breytist svo í upplagsverk sem verður ótrúlega verðmætt. Fólk er að framsetja þetta á ýmsa vegu, þar á meðal að ramma þetta inn eins og við. Sumir fengu þetta verk fyrir algjöra tilviljun og eru nú að ná að selja það á 3000 pund eða um sex hundruð þúsund íslenskar krónur.“ Draumur að opna gallerí Snæfríður er mikill listunnandi og kemur úr mjög skapandi fjölskyldu. Föðuramma hennar er Ragnheiður Jónsdóttir listakona og kvenskörungur og móðir Snæfríðar hefur einstaklega gott auga fyrir listinni. „Ég fékk verkið að gjöf frá mömmu. Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt en hún fann þetta á viðurkenndri sölusíðu.“ Snæfríður er mikill listunnandi og fagurkeri. Aðsend Hún segir áhuga sinn á Banksy hafa aukist til muna eftir að hún eignaðist verk eftir hann en hún hafi þó þekkt vel til hans fyrir. „Mér finnst líka svo ótrúlega gaman að safna list og ég hef án efa smitast svolítið af mömmu sem hefur verið dugleg að draga mig á ýmsar sýningar og verið dugleg að gefa mér listaverk í afmælis- og jólagjafir. Minn draumur er að geta sjálf opnað gallerí einhvern tíma,“ segir Snæfríður brosandi að lokum. Myndlist Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Banksy er breskur listamaður, aktivisti og kvikmyndagerðarmaður sem enginn veit í raun hver er eða hvernig lítur út. Hann er þekktur fyrir nýstárlega nálgun á listina og er hvað þekktastur hér á Íslandi fyrir að hafa gefið Jóni Gnarr verk þegar hann var borgarstjóri. Byrjaði sem gjörningur „Þetta er semsagt upplagsverk, verk sem kom í afmörkuðu upplagi, en byrjaði í raun sem gjörningur hjá Banksy sem sérhæfir sig í götulist og gjörningi. Hann umbreytti breskum tíu punda seðli og prentaði nokkur hundruð þúsund falsaða slíka, setti Díönu prinsessu inn á í stað drottningarinnar og breytti Bank of England í Banksy Bank sem dæmi,“ segir Snæfríður um verkið og bætir við að Banksy sjálfur og fleira fólk hafi svo mætt á stóra viðburði í Bretlandi og byrjað að dreifa þeim á fullu til fólks. Banksy umbreytti 10 punda seðli og verkið fer nú á um 600 þúsund krónur.Aðsend „Þetta var slatti af seðlum og þau fóru meðal annars á Notting Hill Carnival þar sem tug þúsundir koma saman. Fólk áttaði sig auðvitað ekki á því fyrst að þetta væri Banksy verk. Svo voru einhverjir sem pikkuðu upp á því og það er svo skemmtilegt, þetta byrjar sem gjörningur en breytist svo í upplagsverk sem verður ótrúlega verðmætt. Fólk er að framsetja þetta á ýmsa vegu, þar á meðal að ramma þetta inn eins og við. Sumir fengu þetta verk fyrir algjöra tilviljun og eru nú að ná að selja það á 3000 pund eða um sex hundruð þúsund íslenskar krónur.“ Draumur að opna gallerí Snæfríður er mikill listunnandi og kemur úr mjög skapandi fjölskyldu. Föðuramma hennar er Ragnheiður Jónsdóttir listakona og kvenskörungur og móðir Snæfríðar hefur einstaklega gott auga fyrir listinni. „Ég fékk verkið að gjöf frá mömmu. Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt en hún fann þetta á viðurkenndri sölusíðu.“ Snæfríður er mikill listunnandi og fagurkeri. Aðsend Hún segir áhuga sinn á Banksy hafa aukist til muna eftir að hún eignaðist verk eftir hann en hún hafi þó þekkt vel til hans fyrir. „Mér finnst líka svo ótrúlega gaman að safna list og ég hef án efa smitast svolítið af mömmu sem hefur verið dugleg að draga mig á ýmsar sýningar og verið dugleg að gefa mér listaverk í afmælis- og jólagjafir. Minn draumur er að geta sjálf opnað gallerí einhvern tíma,“ segir Snæfríður brosandi að lokum.
Myndlist Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira