Lífið

FM Belfast bætir við auka­tón­leikum

Atli Ísleifsson skrifar
FM Belfast er þekkt fyrir fyrir fjöruga og skemmtilega tónleika sína.
FM Belfast er þekkt fyrir fyrir fjöruga og skemmtilega tónleika sína. Brynjar Gunnarsson

FM Belfast mun bæta við aukatónleikum í Austurbæjarbíói þann 17. október eftir að tónleikar þeirra 18. október seldust upp á örskammri stundu og færri komust að en vildu.

Liðsmenn sveitarinnar segjast ótrúlega þakklát og upp með sér yfir viðtökunum.

„Það er alltaf svo gaman að halda ball og við viljum að sem flestir fái að dansa með okkur. Austurbæjarbíó er svo í banastuði með okkur þannig að við bættum við öðru kvöldi og hlökkum mikið til,“ er haft eftir sveitinni í tilkynningu.

Fram kemur að miðasala á aukakvöldið muni hefjast á hádegi á morgun á Stubb, en að þeir sem vilji koma sér fram fyrir röðina geti skráð sig á póstlista hljómsveitarinnar á heimasíðu hennar og fá sendan sérstakan forsöluhlekk.

Íris Dögg Einarsdóttir

„FM Belfast er þekkt fyrir ólýsanlega fjöruga tónleika þar sem trylltur dans, gleði og sveitt samvera eru í fyrirrúmi. Hljómsveitin hefur verið ein af ástsælustu rafpoppsveitum landsins síðan sautjánhundruðogsúrkál og haldið uppi stuðinu út um allar trissur. Misstu ekki af tækifærinu að ærast í ofsakæti og koma þér á óvart með ósjálfráðum danshreyfingum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.