Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2025 13:52 Málmstangirnar hafa verið einhvern vegin svona nema svartar. Getty 35 ára pólskur karlmaður, Wojciech Pawelczyk, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á 5,2 lítrum af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var falið í barnakoju, þó að maðurinn væri barnlaus. Tollverðir skoðuðu sendinguna föstudaginn 30. maí eftir að röntgenmynd sýndi óeðlilegt innihald í tveimur pökkum sem skráðir voru sem svört málmkoja. Í hvorum pakka fundust tuttugu málmstangir með slöngum fullum af vökva sem reyndist amfetamínbasi. Lögregla fjarlægði efnin, setti gerviefni í staðinn og útbjó pakkann með eftirfararbúnaði. Viðtakandi sendingarinnar í Reykjavík mætti á póstafgreiðslu í Hafnarfirði ásamt Pawelczyk, en ekki tókst að afhenda pakkann. Þremur dögum síðar var hann þó borinn út, og viðtakandinn, sem lögregla hleraði, hringdi strax í Pawelczyk. Hann spurði hvers vegna Pawelczyk hefði pantað barnakoju án þess að eiga barn, en Pawelczyk svaraði ekki því heldur sagðist sækja pakkann eftir vinnu, sem hann gerði. Hann var handtekinn sama kvöld á heimili sínu. Í yfirheyrslum var Pawelczyk margsaga og dómari taldi hann ótrúverðugan. Hann hafði sótt pakkann tafarlaust, rifið farmseðlana og hent þeim í ruslið. Dómurinn taldi sannað að hann hefði sjálfur staðið að innflutningnum, skráð nafn kunningja sem viðtakanda og vitað af efnunum. Gögn frá Póllandi sýndu að tveir menn á BMW hefðu komið sendingunni á pósthús þar í landi, og að bíllinn væri skráður á mann með tengsl við fíkniefnamál. Samkvæmt dómi hefði mátt framleiða 24,2 kíló af amfetamíni með tíu prósenta styrkleika úr efnunum. Pawelczyk gagnrýndi að lögregla hefði ekki reynt að rekja málið lengra upp keðjuna, en dómurinn sagði ljóst að hann ætti samverkamenn í Póllandi. Engar vísbendingar hefðu þó komið fram um að hann ætlaði að afhenda efnin áfram hér á landi. Pawelczyk var dæmdur í fimm ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá júní. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Pólland Smygl Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Tollverðir skoðuðu sendinguna föstudaginn 30. maí eftir að röntgenmynd sýndi óeðlilegt innihald í tveimur pökkum sem skráðir voru sem svört málmkoja. Í hvorum pakka fundust tuttugu málmstangir með slöngum fullum af vökva sem reyndist amfetamínbasi. Lögregla fjarlægði efnin, setti gerviefni í staðinn og útbjó pakkann með eftirfararbúnaði. Viðtakandi sendingarinnar í Reykjavík mætti á póstafgreiðslu í Hafnarfirði ásamt Pawelczyk, en ekki tókst að afhenda pakkann. Þremur dögum síðar var hann þó borinn út, og viðtakandinn, sem lögregla hleraði, hringdi strax í Pawelczyk. Hann spurði hvers vegna Pawelczyk hefði pantað barnakoju án þess að eiga barn, en Pawelczyk svaraði ekki því heldur sagðist sækja pakkann eftir vinnu, sem hann gerði. Hann var handtekinn sama kvöld á heimili sínu. Í yfirheyrslum var Pawelczyk margsaga og dómari taldi hann ótrúverðugan. Hann hafði sótt pakkann tafarlaust, rifið farmseðlana og hent þeim í ruslið. Dómurinn taldi sannað að hann hefði sjálfur staðið að innflutningnum, skráð nafn kunningja sem viðtakanda og vitað af efnunum. Gögn frá Póllandi sýndu að tveir menn á BMW hefðu komið sendingunni á pósthús þar í landi, og að bíllinn væri skráður á mann með tengsl við fíkniefnamál. Samkvæmt dómi hefði mátt framleiða 24,2 kíló af amfetamíni með tíu prósenta styrkleika úr efnunum. Pawelczyk gagnrýndi að lögregla hefði ekki reynt að rekja málið lengra upp keðjuna, en dómurinn sagði ljóst að hann ætti samverkamenn í Póllandi. Engar vísbendingar hefðu þó komið fram um að hann ætlaði að afhenda efnin áfram hér á landi. Pawelczyk var dæmdur í fimm ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá júní.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Pólland Smygl Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent