Örlög hjartanna enn óráðin Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2025 14:01 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í júlí að málið væri komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. Vísir Málefni hjartanna á umferðarljósunum á Akureyri eru enn til skoðunar í innviðaráðuneytinu. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í júní síðastliðinn þegar Vegagerðin óskaði eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun í umferðarljósum, sem einkennt hafi bæinn um árabil, yrðu fjarlægð. Taldi Vegagerðin að hjörtun ógnuðu umferðaröryggi. Ljóst er að mörgum er annt um hjörtun og var málið tekið upp á þingi í júlí þar sem Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra út í hjörtun í tegslum við umræðu um umferðaröryggismál. „Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í sautján ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist skilja að Vegagerðin beri að huga að umferðaröryggi og sagðist hún hafa fullan skilning á því. „En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og til dæmis beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri,“ sagði Ingibjörg og spurði svo hvort ráðherrann myndi leggjast á árarnar með fólki sem vilji halda hjartaumferðarljósunum óbreyttum. Málið til skoðunar Eyjólfur sagðist þá fagna fyrirspurninni og sagði málið vera komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. „Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn sem nokkrum erfiðleikum. Þá hló þingheimur, líkt og sjá má í spilaranum að neðan. Akureyri Umferðaröryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22 Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í júní síðastliðinn þegar Vegagerðin óskaði eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun í umferðarljósum, sem einkennt hafi bæinn um árabil, yrðu fjarlægð. Taldi Vegagerðin að hjörtun ógnuðu umferðaröryggi. Ljóst er að mörgum er annt um hjörtun og var málið tekið upp á þingi í júlí þar sem Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra út í hjörtun í tegslum við umræðu um umferðaröryggismál. „Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í sautján ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist skilja að Vegagerðin beri að huga að umferðaröryggi og sagðist hún hafa fullan skilning á því. „En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og til dæmis beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri,“ sagði Ingibjörg og spurði svo hvort ráðherrann myndi leggjast á árarnar með fólki sem vilji halda hjartaumferðarljósunum óbreyttum. Málið til skoðunar Eyjólfur sagðist þá fagna fyrirspurninni og sagði málið vera komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. „Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn sem nokkrum erfiðleikum. Þá hló þingheimur, líkt og sjá má í spilaranum að neðan.
Akureyri Umferðaröryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22 Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22
Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59