Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Vésteinn Örn Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. september 2025 11:02 Þeir Matthías Björn Erlingsson, Lúkas Geir Ingvarsson og Stefán Blackburn eru allir ákærðir fyrir manndráp í málinu. Vísir/Anton Brink Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. Blaðamaður Vísis er viðstaddur dómsuppsöguna og greinir frá því sem fram fer í vaktinni neðst í fréttinni. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Undir rekstri málsins snerist málflutningur saksóknara og verjenda þremenninganna að miklu leyti um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Sakborningarnir sögðu ítrekað í skýrslutökum að það hafi aldrei staðið til, og verjendur þeirra lögðu áherslu á þau orð umbjóðenda sinna. Saksóknari í málinu sagði hins vegar að sakborningarnir hefðu fegrað sinn hlut í málinu, og þeim hafi mátt vera fullljóst hvernig færi þegar Hjörleifur var skilinn eftir á gangstíg í Gufunesi um miðja nótt, eftir að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands kvað upp dóm upp úr klukkan 11:30. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp og Matthías Björn fjórtán ára. Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fylgst verður með gangi mála í dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni.
Blaðamaður Vísis er viðstaddur dómsuppsöguna og greinir frá því sem fram fer í vaktinni neðst í fréttinni. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Undir rekstri málsins snerist málflutningur saksóknara og verjenda þremenninganna að miklu leyti um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Sakborningarnir sögðu ítrekað í skýrslutökum að það hafi aldrei staðið til, og verjendur þeirra lögðu áherslu á þau orð umbjóðenda sinna. Saksóknari í málinu sagði hins vegar að sakborningarnir hefðu fegrað sinn hlut í málinu, og þeim hafi mátt vera fullljóst hvernig færi þegar Hjörleifur var skilinn eftir á gangstíg í Gufunesi um miðja nótt, eftir að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands kvað upp dóm upp úr klukkan 11:30. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp og Matthías Björn fjórtán ára. Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fylgst verður með gangi mála í dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Sjá meira