Hefur enga trú lengur á Amorim Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 09:31 Það gengur hvorki né rekur hjá Ruben Amorim og kallað er eftir brottrekstri hans, innan við ári eftir að hann tók við Manchester United. Getty/Justin Setterfield Wayne Rooney talaði hreint út um það hvað honum þætti allt vera í miklum apaskít hjá Manchester United, eftir 3-1 tapið gegn Brentford á laugardag, og kvaðst vonast til þess að það hefði ekki áhrif á syni hans tvo sem eru í akademíu enska knattspyrnufélagsins. Rooney lét móðan mása um stöðuna hjá United í hlaðvarpsþætti sínum hjá BBC og sagði allt vera að molna niður hjá sínu gamla félagi. Hann væri nú farinn að búast við tapi þegar hann mætti á leiki. Hann sagði suma leikmenn liðsins ekki verðskulda að klæðast United-treyjunni og að liðið þyrfti nýja vél. „Ég sé ekki neitt sem gefur mér einhverja trú. Það þurfa að verða stórar breytingar að mínu mati,“ sagði Rooney sem varð fimm sinnum Englandsmeistari á 13 árum með United. „Stjórar, leikmenn, hvað sem er. Breytingar til þess að við fáum aftur Manchester United,“ sagði Rooney. United hefur aðeins fengið 34 stig úr 33 deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim og hann hefur aldrei náð tveimur sigurleikjum í röð. Liðið er nú í 14. sæti úrvalsdeildarinnar og því á sömu slóðum og á síðasta tímabili en samt virðast eigendurnir ekki ætla að skipta Portúgalanum út. Hann tók við liðinu í nóvember í fyrra. „Það þurfa að koma skýr skilaboð frá eigendunum. Hvort sem það er Glazer-fjölskyldan eða Sir Jim Ratcliffe, þá þarf skilaboð um hvert félagið stefnir. Núna sitjum við öll og bíðum bara eftir að allt hrynji. Kúltúrinn í félaginu er farinn. Ég sé það dags daglega. Ég sé starfsfólk missa vinnuna og fólk hætta í starfi. Ég er með tvo stráka í félaginu og ég vona að þetta hafi ekki áhrif á það sem þeir eru að gera. Það sem ég er að sjá hérna er ekki Manchester United,“ sagði Rooney. „Ég veit bara ekki hvað gengur á. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þjálfun og það gekk ekkert of vel. Ég skil þetta. Ruben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann á bjarta framtíð, en það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki Man Utd. Ég vona auðvitað að hann geti snúið þessu við. En ef ég ætti að svara því hvort ég hafi trú á að honum takist það, eftir allt sem ég hef sé, þá hef ég ekki trú á því,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira
Rooney lét móðan mása um stöðuna hjá United í hlaðvarpsþætti sínum hjá BBC og sagði allt vera að molna niður hjá sínu gamla félagi. Hann væri nú farinn að búast við tapi þegar hann mætti á leiki. Hann sagði suma leikmenn liðsins ekki verðskulda að klæðast United-treyjunni og að liðið þyrfti nýja vél. „Ég sé ekki neitt sem gefur mér einhverja trú. Það þurfa að verða stórar breytingar að mínu mati,“ sagði Rooney sem varð fimm sinnum Englandsmeistari á 13 árum með United. „Stjórar, leikmenn, hvað sem er. Breytingar til þess að við fáum aftur Manchester United,“ sagði Rooney. United hefur aðeins fengið 34 stig úr 33 deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim og hann hefur aldrei náð tveimur sigurleikjum í röð. Liðið er nú í 14. sæti úrvalsdeildarinnar og því á sömu slóðum og á síðasta tímabili en samt virðast eigendurnir ekki ætla að skipta Portúgalanum út. Hann tók við liðinu í nóvember í fyrra. „Það þurfa að koma skýr skilaboð frá eigendunum. Hvort sem það er Glazer-fjölskyldan eða Sir Jim Ratcliffe, þá þarf skilaboð um hvert félagið stefnir. Núna sitjum við öll og bíðum bara eftir að allt hrynji. Kúltúrinn í félaginu er farinn. Ég sé það dags daglega. Ég sé starfsfólk missa vinnuna og fólk hætta í starfi. Ég er með tvo stráka í félaginu og ég vona að þetta hafi ekki áhrif á það sem þeir eru að gera. Það sem ég er að sjá hérna er ekki Manchester United,“ sagði Rooney. „Ég veit bara ekki hvað gengur á. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þjálfun og það gekk ekkert of vel. Ég skil þetta. Ruben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann á bjarta framtíð, en það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki Man Utd. Ég vona auðvitað að hann geti snúið þessu við. En ef ég ætti að svara því hvort ég hafi trú á að honum takist það, eftir allt sem ég hef sé, þá hef ég ekki trú á því,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira