Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2025 09:31 Ásta Hind Ómarsdóttir , Sigríður Dröfn Auðunsdóttir og Þórdís Helga Ásgeirsdóttir eru fyrrverandi leikmenn ÍR en vonast til að félagið taki málefni kvennaliðs þess til endurskoðunar. Vísir/Ívar Allir leikmenn kvennaliðs ÍR í fótbolta eru hættir hjá liðinu. Þær hafi fengið nóg af sinnuleysi og virðingarleysi stjórnenda þess í sinn garð og kornið sem fyllti mælinn var þegar metnaðarfullir þjálfarar liðsins voru reknir. Leikmenn ÍR, sem lék í 2. deild kvenna í sumar, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að þeir myndu, allir sem einn, yfirgefa félagið. Knattspyrnudeild ÍR sendi frá sér yfirlýsingu á móti þar sem sagði að fullt kapp væri lagt í að styrkja kvennastarf félagsins. Leikmenn liðsins segja gremju hafa byggst upp um hríð eftir að bæði karla- og kvennalið ÍR komust upp í Lengjudeild 2023. Þá hafi mikið púður verið sett í karlaliðið við endurkomuna í B-deild á meðan hafi kvennaliðið staðið eftir afskiptalaust, þjálfari ekki ráðinn fyrr en í janúar 2024 og þá stóðu örfáir leikmenn eftir. Liðið féll í kjölfarið úr Lengjudeildinni og lék því í 2. deild í ár. Leikmenn hafi verið ánægðir með þjálfara liðsins í sumar, þá Kjartan Stefánsson og Egil Sigfússon, sem hafi haft töluverðan metnað fyrir framhaldinu. Leikmenn hafi skynjað minni metnað hjá stjórninni og uppsögn þjálfaranna tveggja nú í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn eftir langvarandi sinnu- og virðingarleysi stjórnenda. „Þetta er ekki bara að þeir hafi rekið þjálfarana. Það var spark í andlitið en þetta hefur verið svo margt annað. Grundvallaratriði sem karlaliðið fær sem við þurfum að hlaupa á eftir til að fá. Einfaldir hlutir eins og að vökva grasið fyrir leiki,“ segir Ásta Hind Ómarsdóttir, einn fyrrum leikmanna ÍR, í Sportpakkanum á Sýn í gær. „Við vorum ekki einu sinni með sjúkraþjálfara. Við þurftum að sækja hann sjálfar og segja stjórninni: Hérna er sjúkraþjálfari fyrir ykkur til þess að ráða, þannig að við getum verið með sjúkraþjálfara,“ bætir hún við. Sáu ekki annan kost í stöðunni Leikmenn hefðu viljað fara aðra leið en sáu sér ekki annan kost í stöðunni. „Vonin okkar var náttúrulega að félagið myndi bregðast við. En mér finnst það hafa gert allt annað en að bregðast við okkar upplifunum og hlustað á okkur,“ segir Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, annar fyrrum leikmaður ÍR. „Við höfum átt mikil samskipti við stjórnina í gegnum tíðina. Við sem höfum verið þarna lengi förum á fundi með þeim reglulega fyrir hvert tímabil. Okkur er alltaf lofað öllu góðu, þeir segjast ætla að bæta sig. En það dugar ekki að segja það, við verðum að fá að sjá það,“ segir Þórdír Helga Ásgeirsdóttir. Vonast til breytinga Það hafi því verið afarkostur að yfirgefa félagið, sem margar hverjar hafa leikið með um árabil. Þær vonast til að þetta leiði til þess að félagið taki málin föstum tökum og breyti sinni stefnu. „ÍR-ingar verða að vita af þessu. Það er ekki sanngjarnt að þeir viti ekki hvað á sér stað þarna. Af því að þetta er ekki í lagi. Stelpur í fótbolta og samfélagið á skilið að vita hvað viðgengst hérna svo að þetta breytist,“ segir Sigríður og bætir við: „Það er ekki ætlunin okkar að segja að ÍR sé glatað. En við höfum upplifað virðingarleysi og metnaðarleysi. Ég vona að þetta geri það að verkum að loksins rífi félagið sig í gang. Vegna þess að þetta er búið að vera svona alltof lengi.“ ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira
Leikmenn ÍR, sem lék í 2. deild kvenna í sumar, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að þeir myndu, allir sem einn, yfirgefa félagið. Knattspyrnudeild ÍR sendi frá sér yfirlýsingu á móti þar sem sagði að fullt kapp væri lagt í að styrkja kvennastarf félagsins. Leikmenn liðsins segja gremju hafa byggst upp um hríð eftir að bæði karla- og kvennalið ÍR komust upp í Lengjudeild 2023. Þá hafi mikið púður verið sett í karlaliðið við endurkomuna í B-deild á meðan hafi kvennaliðið staðið eftir afskiptalaust, þjálfari ekki ráðinn fyrr en í janúar 2024 og þá stóðu örfáir leikmenn eftir. Liðið féll í kjölfarið úr Lengjudeildinni og lék því í 2. deild í ár. Leikmenn hafi verið ánægðir með þjálfara liðsins í sumar, þá Kjartan Stefánsson og Egil Sigfússon, sem hafi haft töluverðan metnað fyrir framhaldinu. Leikmenn hafi skynjað minni metnað hjá stjórninni og uppsögn þjálfaranna tveggja nú í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn eftir langvarandi sinnu- og virðingarleysi stjórnenda. „Þetta er ekki bara að þeir hafi rekið þjálfarana. Það var spark í andlitið en þetta hefur verið svo margt annað. Grundvallaratriði sem karlaliðið fær sem við þurfum að hlaupa á eftir til að fá. Einfaldir hlutir eins og að vökva grasið fyrir leiki,“ segir Ásta Hind Ómarsdóttir, einn fyrrum leikmanna ÍR, í Sportpakkanum á Sýn í gær. „Við vorum ekki einu sinni með sjúkraþjálfara. Við þurftum að sækja hann sjálfar og segja stjórninni: Hérna er sjúkraþjálfari fyrir ykkur til þess að ráða, þannig að við getum verið með sjúkraþjálfara,“ bætir hún við. Sáu ekki annan kost í stöðunni Leikmenn hefðu viljað fara aðra leið en sáu sér ekki annan kost í stöðunni. „Vonin okkar var náttúrulega að félagið myndi bregðast við. En mér finnst það hafa gert allt annað en að bregðast við okkar upplifunum og hlustað á okkur,“ segir Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, annar fyrrum leikmaður ÍR. „Við höfum átt mikil samskipti við stjórnina í gegnum tíðina. Við sem höfum verið þarna lengi förum á fundi með þeim reglulega fyrir hvert tímabil. Okkur er alltaf lofað öllu góðu, þeir segjast ætla að bæta sig. En það dugar ekki að segja það, við verðum að fá að sjá það,“ segir Þórdír Helga Ásgeirsdóttir. Vonast til breytinga Það hafi því verið afarkostur að yfirgefa félagið, sem margar hverjar hafa leikið með um árabil. Þær vonast til að þetta leiði til þess að félagið taki málin föstum tökum og breyti sinni stefnu. „ÍR-ingar verða að vita af þessu. Það er ekki sanngjarnt að þeir viti ekki hvað á sér stað þarna. Af því að þetta er ekki í lagi. Stelpur í fótbolta og samfélagið á skilið að vita hvað viðgengst hérna svo að þetta breytist,“ segir Sigríður og bætir við: „Það er ekki ætlunin okkar að segja að ÍR sé glatað. En við höfum upplifað virðingarleysi og metnaðarleysi. Ég vona að þetta geri það að verkum að loksins rífi félagið sig í gang. Vegna þess að þetta er búið að vera svona alltof lengi.“
ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira