Enski boltinn

Opin­berað að Beard tók eigið líf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haldin var mínútu þögn á leikjum á Englandi eftir andlát Beard.
Haldin var mínútu þögn á leikjum á Englandi eftir andlát Beard. Jess Hornby/Getty Images

Matt Beard, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Liverpool, tók eigið líf. Frá þessu greina miðlar á borð við Sky Sports og BBC, breska ríkisútvarpið, í kvöld.

Fyrir ekki svo löngu greindi Vísir frá því að Beard hefði fundist látinn á heimili sínu. Þá hafði dánarorsök ekki verið gefin út. Nú hefur verið staðfest að hann hafi tekið eigið líf. Hann var 47 ára gamall og skilur eftir sig eiginkonu, Debbie, og tvö börn.

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. 

Beard stýrði kvennaliði Liverpool fyrst frá 2012 til 2015 og svo aftur frá 2021 til 2025. Var hann því þjálfari liðsins þegar Katrín Ómarsdóttir lék með því frá 2013 til 2015. Hann þjálfaði einnig hjá kvennaliðum Chelsea, Millwall, West Ham United og nú síðast Burnley.

Síðan andlát Beard bar að hefur hann verið hylltur af fyrrum samstarfsfólki og leikmönnum sem léku undir hans stjórn. Ljóst er að hann snerti líf margra.

„Hann umbylti kvennaknattspyrnu þegar flestum var alveg sama. Hann lagði margt á sig og færði fórnir til að lyfta kvennaknattspyrnu á hærri stall. Ég vona að hans verði minnst á réttan hátt því hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Nikita Parris, margreynd ensk landsliðskona, meðal annars um þennan fyrrum þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×