Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 07:00 Gengur ekkert upp. EPA/PETER POWELL Mark Ogden, blaðamaður ESPN, segir Ruben Amorim vera orðinn uppiskroppa með afsakanir fyrir slöku gengi Manchester United. Það hefur heldur betur gengið illa hjá Man United síðan Amorim tók við í nóvember á síðasta ári. Raunar má segja að það hafi gengið skelfilega enda var liðið nær því að falla á síðustu leiktíð en að blanda sér í toppbaráttuna. Sömu sögu er að segja af núverandi tímabili. Ogden ritar langa pistil á vef ESPN þar sem hann ræðir hið eilífa þrætuepli sem 3-4-2-1 leikkerfi Amorim er. Eins ótrúlegt og það hljómar virðist sem stjórn Rauðu djöflanna standi enn við Amorim en eins og Ogden bendir á eru þjálfarar dæmdir af úrslitum. Tapið gegn Brentford um liðna helgi var 17 tap Man Utd í 33 leikjum undir stjórn Amorim. Í þessum 33 leikjum hefur liðið aðeins fengið 34 stig. Portúgalinn hefur aðeins unnið 27,3 prósent leikja sinna í ensku úrvalsdeildinni til þessa sem gerir hann að slakasta þjálfara liðsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ef eingöngu er horft í úrslit leikja. David Moyes var á sínum tíma rekinn eftir tíu mánuði í starfi með 50 prósent sigurhlutfall. Ralf Rangnick, sem átti ekki sjö dagana sæla á Old Trafford, var með 41,6 prósent sigurhlutfall. Þegar gengi Man United undir stjórn Amorim í öllum keppnum er sagan enn sú sama. Liðið hefur tapað (21) fleiri leikjum en það hefur unnið (19) og þá hefur liðið skorað jafn mörg og það hefur fengið á sig (95). Í úrvalsdeildinni hefur liðið hins vegar aðeins skorað 39 í 33 leikjum en fengið 53 á sig. Þá hefur liðið aldrei unnið tvo leiki í röð og jafnframt ekki unnið útileik síðan það vann Leicester City, sem féll, 3-0 í mars síðastliðnum. Svo má ekki gleyma að Grimsbo Town sló Man Utd út úr deildarbikarnum fyrr á þessari leiktíð. Ogden endar grein sína á að nefna fjölda mögulegra eftirmanna. Ásamt Xavi, fyrrverandi þjálfara Barcelona eru Gareth Southgate, Oliver Glasner (Crystal Palace), Fabian Hürzeler (Brighton & Hove Albion) og Andoni Iraola (Bournemouth) allir á lista. Næsti leikur Man United verður sá 50. með Amorim við stjórnvölinn. Mögulega verður það einnig sá síðasta. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira
Það hefur heldur betur gengið illa hjá Man United síðan Amorim tók við í nóvember á síðasta ári. Raunar má segja að það hafi gengið skelfilega enda var liðið nær því að falla á síðustu leiktíð en að blanda sér í toppbaráttuna. Sömu sögu er að segja af núverandi tímabili. Ogden ritar langa pistil á vef ESPN þar sem hann ræðir hið eilífa þrætuepli sem 3-4-2-1 leikkerfi Amorim er. Eins ótrúlegt og það hljómar virðist sem stjórn Rauðu djöflanna standi enn við Amorim en eins og Ogden bendir á eru þjálfarar dæmdir af úrslitum. Tapið gegn Brentford um liðna helgi var 17 tap Man Utd í 33 leikjum undir stjórn Amorim. Í þessum 33 leikjum hefur liðið aðeins fengið 34 stig. Portúgalinn hefur aðeins unnið 27,3 prósent leikja sinna í ensku úrvalsdeildinni til þessa sem gerir hann að slakasta þjálfara liðsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ef eingöngu er horft í úrslit leikja. David Moyes var á sínum tíma rekinn eftir tíu mánuði í starfi með 50 prósent sigurhlutfall. Ralf Rangnick, sem átti ekki sjö dagana sæla á Old Trafford, var með 41,6 prósent sigurhlutfall. Þegar gengi Man United undir stjórn Amorim í öllum keppnum er sagan enn sú sama. Liðið hefur tapað (21) fleiri leikjum en það hefur unnið (19) og þá hefur liðið skorað jafn mörg og það hefur fengið á sig (95). Í úrvalsdeildinni hefur liðið hins vegar aðeins skorað 39 í 33 leikjum en fengið 53 á sig. Þá hefur liðið aldrei unnið tvo leiki í röð og jafnframt ekki unnið útileik síðan það vann Leicester City, sem féll, 3-0 í mars síðastliðnum. Svo má ekki gleyma að Grimsbo Town sló Man Utd út úr deildarbikarnum fyrr á þessari leiktíð. Ogden endar grein sína á að nefna fjölda mögulegra eftirmanna. Ásamt Xavi, fyrrverandi þjálfara Barcelona eru Gareth Southgate, Oliver Glasner (Crystal Palace), Fabian Hürzeler (Brighton & Hove Albion) og Andoni Iraola (Bournemouth) allir á lista. Næsti leikur Man United verður sá 50. með Amorim við stjórnvölinn. Mögulega verður það einnig sá síðasta.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira