Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2025 07:00 Úr leik Newcastle United og Arsenal. Lee Parker/Getty Images Eins og flest vita þá fer tískan í hringi, það á bæði við um þegar kemur að fatnaði og útliti en einnig þegar kemur að því hvað er heitt hverju sinni í heimi íþrótta. Innan fótboltaheimsins eru föst leikatriði heldur betur komin í tísku á nýjan leik. Á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hafa 28,4 prósent markanna komið eftir föst leikatriði. Þá hafa 3,2 prósent marka komið eftir löng innköst. Vissulega er leiktíðin nýfarin af stað en það gefur augaleið að föst leikatriði eru það heitasta í bransanum um þessar mundir. Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, má finna langa grein sem þylur upp hina ýmsu tölfræði varðandi föst leikatriði. Kveikjan að greininni er sú staðreynd að öll þrjú mörkin í viðureign Newcastle United og Arsenal komu eftir föst leikatriði. Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams í NFL-deildinni, er góðvinur Mikel Arteta, þjálfara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður hvað íþróttirnar ættu sameiginlegt sagði McVay að NFL væri „eins og heill leikur af föstum leikatriðum.“ Hefur stýrt Rams frá 2017.Harry How/Getty Images Segja má að Arteta, og Arsenal, séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum í föstum leikatriðum. Allt í einu var Arsenal - liðið sem þoldi ekki föst leikatriði Stoke City og vildi allt til að boltinn fengi að flæða um völlinn – orðið helsti talsmaður fastra leikatriða. Hvað eru liðin að gera? Það er ljóst að NFL hefur haft áhrif á hvernig þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar hugsa föst leikatriði í dag. Taka skal fram að sjaldnast eru það aðalþjálfararnir sem stilla upp í föst leikatriði heldur er sérstakur þjálfari fenginn í það verkefni. Hjá stærstu liðunum geta þeir verið tveir, einn sér um vörnina og hinn sóknina. Pope í leiknum gegn Arsenal.EPA/GARY OAKLEY Í þá gömlu góðu þegar föst leikatriði voru í hávegum höfð snerist það aðallega um að senda boltann hnitmiðað inn í ákveðið svæði þar sem besti skallamaður þess liðs átti að sjá um rest. Nú eru leikmenn hins vegar að hlaupa fyrir fram ákveðnar leiðir eins og þekkist í NFL. Þá eru settar upp hindranir svo réttur maður komist óáreittur að boltanum. Sem dæmi má benda á sigurmark Arsenal gegn Newcastle þar sem markvörðurinn Nick Pope komst hvorki lönd né strönd vegna hindrunar sem sett var á veg hans. Reikna má með að fleiri slík mörk líti dagsins ljós á komandi mánuðum. Fótbolti Enski boltinn NFL Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hafa 28,4 prósent markanna komið eftir föst leikatriði. Þá hafa 3,2 prósent marka komið eftir löng innköst. Vissulega er leiktíðin nýfarin af stað en það gefur augaleið að föst leikatriði eru það heitasta í bransanum um þessar mundir. Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, má finna langa grein sem þylur upp hina ýmsu tölfræði varðandi föst leikatriði. Kveikjan að greininni er sú staðreynd að öll þrjú mörkin í viðureign Newcastle United og Arsenal komu eftir föst leikatriði. Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams í NFL-deildinni, er góðvinur Mikel Arteta, þjálfara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður hvað íþróttirnar ættu sameiginlegt sagði McVay að NFL væri „eins og heill leikur af föstum leikatriðum.“ Hefur stýrt Rams frá 2017.Harry How/Getty Images Segja má að Arteta, og Arsenal, séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum í föstum leikatriðum. Allt í einu var Arsenal - liðið sem þoldi ekki föst leikatriði Stoke City og vildi allt til að boltinn fengi að flæða um völlinn – orðið helsti talsmaður fastra leikatriða. Hvað eru liðin að gera? Það er ljóst að NFL hefur haft áhrif á hvernig þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar hugsa föst leikatriði í dag. Taka skal fram að sjaldnast eru það aðalþjálfararnir sem stilla upp í föst leikatriði heldur er sérstakur þjálfari fenginn í það verkefni. Hjá stærstu liðunum geta þeir verið tveir, einn sér um vörnina og hinn sóknina. Pope í leiknum gegn Arsenal.EPA/GARY OAKLEY Í þá gömlu góðu þegar föst leikatriði voru í hávegum höfð snerist það aðallega um að senda boltann hnitmiðað inn í ákveðið svæði þar sem besti skallamaður þess liðs átti að sjá um rest. Nú eru leikmenn hins vegar að hlaupa fyrir fram ákveðnar leiðir eins og þekkist í NFL. Þá eru settar upp hindranir svo réttur maður komist óáreittur að boltanum. Sem dæmi má benda á sigurmark Arsenal gegn Newcastle þar sem markvörðurinn Nick Pope komst hvorki lönd né strönd vegna hindrunar sem sett var á veg hans. Reikna má með að fleiri slík mörk líti dagsins ljós á komandi mánuðum.
Fótbolti Enski boltinn NFL Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira