Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 12:00 Robin Olsen ætlar ekki að spila fleiri landsleiki fyrir Jon Dahl Tomasson. Getty/Armando Babani Eftir að Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, tilkynnti Robin Olsen að hann yrði ekki aðalmarkvörður í komandi landsleikjum tilkynnti þessi 35 ára markvörður að hann væri hættur í landsliðinu. Að minnsta kosti á meðan Daninn væri enn þjálfari. Þetta tilkynnti Olsen í viðtali við Aftonbladet í gær en hinn íslenskættaði Tomasson segir ákvörðun markvarðarins einfaldlega svik við liðsfélagana. Svíar eru í harðri baráttu um sæti á HM næsta sumar og nú er allt útlit fyrir að Viktor Johansson standi í markinu gegn Sviss og Kósovó í þessum mánuði, eftir að Olsen fékk á sig tvö mörk bæði gegn Slóveníu (2-2) og Kósovó (2-0 tap) í síðasta mánuði. Móðgaður yfir að vera skipt út „Ég tók ákvörðunina fyrst og fremst vegna þess að við Jon Dahl Tomasson settumst niður í síðasta verkefni fyrir mánuði síðan og þar sagði hann að ég yrði aðalmarkvörður liðsins. Eins og allir vita gerði ég svo mistök gegn Slóveníu og það er aldrei gott. En síðan sagði hann mér í gær að hann ætlaði að skipta mér út og þá fann ég að hann væri þjálfari sem ég vildi ekki starfa fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að segja þetta gott, að minnsta kosti meðan Jon Dahl Tomasson er landsliðsþjálfari,“ sagði Olsen við Aftonbladet. Jon Dahl Tomasson átti íslenskan langafa. Hann hlaut mikla gagnrýni eftir byrjunina á undankeppni HM í þessum mánuði.Getty/Timothy Rogers Tomasson er skiljanlega vonsvikinn yfir viðbrögðum þessa reynslumikla markvarðar Malmö, sem á að baki 79 A-landsleiki og hefur varið mark liða á borð við Aston Villa, Everton og Roma. Kolröng skilaboð til liðsfélaga „Ég er vonsvikinn yfir vonbrigðum Robin. Hann hefur svikið liðsfélaga sína. Hann er að segja við liðsfélaga sinn að hann sé ekki nógu góður, hann er jafnmikið að keppast um stöðuna. Hann er að segja við liðsfélaga sem leggja hart að sér að þeir verðskuldi þetta ekki. Ég er búinn að vera mjög opinn, hreinskilinn og skýr, ég er það alltaf,“ sagði Tomasson og bætti við: „Ég segi alltaf hvað mér finnst. Ég hef stutt Robin allan tímann, hann hefur staðið sig vel fyrir landsliðið í mörg ár. Þess vegna hringdi ég í hann og útskýrði fyrir honum að hann yrði ekki í markinu gegn Sviss. Það er enginn frípassi í þessu. Mér finnst ekki got að hann bregðist svona við,“ sagði Tomasson. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
Þetta tilkynnti Olsen í viðtali við Aftonbladet í gær en hinn íslenskættaði Tomasson segir ákvörðun markvarðarins einfaldlega svik við liðsfélagana. Svíar eru í harðri baráttu um sæti á HM næsta sumar og nú er allt útlit fyrir að Viktor Johansson standi í markinu gegn Sviss og Kósovó í þessum mánuði, eftir að Olsen fékk á sig tvö mörk bæði gegn Slóveníu (2-2) og Kósovó (2-0 tap) í síðasta mánuði. Móðgaður yfir að vera skipt út „Ég tók ákvörðunina fyrst og fremst vegna þess að við Jon Dahl Tomasson settumst niður í síðasta verkefni fyrir mánuði síðan og þar sagði hann að ég yrði aðalmarkvörður liðsins. Eins og allir vita gerði ég svo mistök gegn Slóveníu og það er aldrei gott. En síðan sagði hann mér í gær að hann ætlaði að skipta mér út og þá fann ég að hann væri þjálfari sem ég vildi ekki starfa fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að segja þetta gott, að minnsta kosti meðan Jon Dahl Tomasson er landsliðsþjálfari,“ sagði Olsen við Aftonbladet. Jon Dahl Tomasson átti íslenskan langafa. Hann hlaut mikla gagnrýni eftir byrjunina á undankeppni HM í þessum mánuði.Getty/Timothy Rogers Tomasson er skiljanlega vonsvikinn yfir viðbrögðum þessa reynslumikla markvarðar Malmö, sem á að baki 79 A-landsleiki og hefur varið mark liða á borð við Aston Villa, Everton og Roma. Kolröng skilaboð til liðsfélaga „Ég er vonsvikinn yfir vonbrigðum Robin. Hann hefur svikið liðsfélaga sína. Hann er að segja við liðsfélaga sinn að hann sé ekki nógu góður, hann er jafnmikið að keppast um stöðuna. Hann er að segja við liðsfélaga sem leggja hart að sér að þeir verðskuldi þetta ekki. Ég er búinn að vera mjög opinn, hreinskilinn og skýr, ég er það alltaf,“ sagði Tomasson og bætti við: „Ég segi alltaf hvað mér finnst. Ég hef stutt Robin allan tímann, hann hefur staðið sig vel fyrir landsliðið í mörg ár. Þess vegna hringdi ég í hann og útskýrði fyrir honum að hann yrði ekki í markinu gegn Sviss. Það er enginn frípassi í þessu. Mér finnst ekki got að hann bregðist svona við,“ sagði Tomasson.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira