Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 22:30 Sigurður Kári Kristjánsson og Bogi Nils Bogason eru eins og svo margir Íslendingar með lið í Fantasy-deild enska boltans. Samsett/Vísir Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Þeir Albert Guðmundsson og Sindri Rafn Þrastarson stýra Fantasýn þar sem þeir velta vöngum í hverri viku yfir því hvað best sé að gera í hinum gríðarlega vinsæla Fantasy-leik enska boltans. Í tilefni þess að fréttatímar hafa verið fullir af fréttum tengdum falli flugfélagsins Play leituðu Albert og Sindri að stjórnendum úr íslenska flugbransanum, til að sjá hvernig þeim gengi í Fantasy. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er stuðningsmaður Tottenham og heitir lið hans Kudos, mögulega með vísan í Mohammed Kudus sem er að sjálfsögðu í liði Boga. „Hann var aktívur í þessari viku. Losaði sig við Sunderland-varnarmann sem var ekki að spila og tók inn Ruben Dias, og losaði sig við Palmer og tók inn Szoboszlai. Þessar breytingar skiluðu honum +7 stigum,“ sagði Albert. „Leiðin liggur bara upp á við hjá honum“ „En hann þarf að fara að vara sig, því hann er með Alisson Becker í markinu,“ skaut Sindri inn í en Alisson meiddist í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Bogi virðist hins vegar nota bæði belti og axlabönd því hann er með Nick Pope kláran á bekknum. Á bekknum er einnig Danny Welbeck og stigin hans 11 töldu því ekki inn í 62 stig Boga úr síðustu umferð. „Hann er sirka númer 4,3 milljónir í heiminum… Það er ekki alslæmt. Leiðin liggur bara upp á við hjá honum næstu daga,“ sögðu strákarnir. Fantasy-liðin hjá Boga Nils Bogasyni (vinstra megin) og Sigurði Kára Kristjánssyni (hægra megin) eru mjög ólík. Eins og sjá má er Sigurður Kári stuðningsmaður Manchester United.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com Þeir fundu ekki forstjóra Play í Fantasy en fundu hins vegar stjórnarformanninn Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Sigurður Kári er því miður ekki með Erling Haaland í sínu liði og virðist reyndar ekki mjög upptekinn af leiknum: „Hann er aðeins á eftir Boga í töflunni. Hann gerði ekki neinar breytingar fyrir síðustu umferð, og hefur ekki gert neinar breytingar. Það er kannski merki um að það sé búið að vera nóg að gera hjá honum,“ sagði Albert. Sigurður Kári, sem er stuðningsmaður Manchester United, var með Viktor Gyökeres sem fyrirliða en hefði betur valið Benjamin Sesko í síðustu umferð. „Þetta er ekki alslæmt lið. Hann var nokkuð óheppinn í þessari viku með stigasöfnun,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á Fantasýn hér að ofan eða með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Þeir Albert Guðmundsson og Sindri Rafn Þrastarson stýra Fantasýn þar sem þeir velta vöngum í hverri viku yfir því hvað best sé að gera í hinum gríðarlega vinsæla Fantasy-leik enska boltans. Í tilefni þess að fréttatímar hafa verið fullir af fréttum tengdum falli flugfélagsins Play leituðu Albert og Sindri að stjórnendum úr íslenska flugbransanum, til að sjá hvernig þeim gengi í Fantasy. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er stuðningsmaður Tottenham og heitir lið hans Kudos, mögulega með vísan í Mohammed Kudus sem er að sjálfsögðu í liði Boga. „Hann var aktívur í þessari viku. Losaði sig við Sunderland-varnarmann sem var ekki að spila og tók inn Ruben Dias, og losaði sig við Palmer og tók inn Szoboszlai. Þessar breytingar skiluðu honum +7 stigum,“ sagði Albert. „Leiðin liggur bara upp á við hjá honum“ „En hann þarf að fara að vara sig, því hann er með Alisson Becker í markinu,“ skaut Sindri inn í en Alisson meiddist í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Bogi virðist hins vegar nota bæði belti og axlabönd því hann er með Nick Pope kláran á bekknum. Á bekknum er einnig Danny Welbeck og stigin hans 11 töldu því ekki inn í 62 stig Boga úr síðustu umferð. „Hann er sirka númer 4,3 milljónir í heiminum… Það er ekki alslæmt. Leiðin liggur bara upp á við hjá honum næstu daga,“ sögðu strákarnir. Fantasy-liðin hjá Boga Nils Bogasyni (vinstra megin) og Sigurði Kára Kristjánssyni (hægra megin) eru mjög ólík. Eins og sjá má er Sigurður Kári stuðningsmaður Manchester United.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com Þeir fundu ekki forstjóra Play í Fantasy en fundu hins vegar stjórnarformanninn Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Sigurður Kári er því miður ekki með Erling Haaland í sínu liði og virðist reyndar ekki mjög upptekinn af leiknum: „Hann er aðeins á eftir Boga í töflunni. Hann gerði ekki neinar breytingar fyrir síðustu umferð, og hefur ekki gert neinar breytingar. Það er kannski merki um að það sé búið að vera nóg að gera hjá honum,“ sagði Albert. Sigurður Kári, sem er stuðningsmaður Manchester United, var með Viktor Gyökeres sem fyrirliða en hefði betur valið Benjamin Sesko í síðustu umferð. „Þetta er ekki alslæmt lið. Hann var nokkuð óheppinn í þessari viku með stigasöfnun,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á Fantasýn hér að ofan eða með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira