Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2025 12:20 Friðarsúlan í Viðey eftir Yoko Ono var reist árið 2007. Þetta er því í nítjánda sinn sem kveikt verður á henni. Róbert Reynisson Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í nítjánda sinn, fimmtudaginn 9. október klukkan 20. Í eyjunni verður friðsæl athöfn með tónlistarflutningi Unu Torfadóttur og ávarpi borgarstjóra auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að ferðir út í Viðey séu í boði höfundar listaverksins, Yoko Ono og hefjast frá Skarfabakka klukkan 17:30. „Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007. Verkið er sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning til okkar allra um að halda á lofti hugsjónum friðar, sérstaklega nú þegar stríð geisa víða um veröldina. Yoko Ono skapaði Friðarsúluna til að halda á lofti þeim friðarboðskap sem hún og eiginmaður hennar John Lennon töluðu fyrir og tileinkaði honum verkið sem logar frá fæðingardegi hans 9. október til dánardægurs þann 8. desember. Ljóskeila Friðarsúlunnar sem lýsir upp kvöldhiminn á upptök sín í óskabrunni en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum, sem er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon. Eins og á við um mörg listaverk Yoko Ono er verkið ekki aðeins hlutur tengdur einum stað og stund heldur á það sér tengingar við annað verk eftir listakonuna; það er „Óskatré“ sem finna má víða um heim, þátttökuverk þar sem fólk skrifar niður óskir sínar um um frið og farsæld og hengir á trén. Óskunum er safnað saman og eru þær varðveittar í Friðarsúlunni. Undir Friðarsúlunni liggja hátt í milljón óskir sem safnast hafa frá fólki alls staðar að úr heiminum. Yoko Ono (fædd 1933) er leiðandi myndlistarmaður á sviði tilrauna og framúrstefnu. Hún er iðulega tengd við listhreyfingar sem mótuðust á sjöunda áratugnum á borð við konseptlist, gjörninga, flúxus og viðburðalist og er ein fárra kvenna sem tóku virkan þátt í þeim. Mörg af frægustu verkum Yoko Ono eru svokölluð þátttökuverk þar sem hún býður almenningi að taka þátt í sköpun listarinnar og eru Óskatrén gott dæmi þar um. Siglingar og Strætó Þann 9. október býður Yoko Ono upp á fríar siglingar yfir í Viðey þar sem tendrun súlunnar hefst klukkan 20.00. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 17:30, 18:00, 18:30, 19:00 og 19:30, og svo aftur til baka eftir þörfum. Miðaúthlutun verður takmörkuð við fimm manns á hverja bókun og samtals eru 1200 miðar í boði. Nánari upplýsingar á heimasíðu Eldingar. Fríar strætóferðir verða frá Ráðhúsi Reykjavíkur að Skarfabakka. Fyrsti vagn fer frá Ráðhúsinu klukkan17.30 og ekið verður til klukkan 19.00. Fyrsta ferja eftir tendrun Friðarsúlunnar siglir frá Viðey klukkan 20.30. Hægt verður að taka strætó frá Skarfabakka að Ráðhúsinu frá klukkan 20.40 og þar til allir gestir hafa verið fluttir frá Viðey. Dagskrá fyrir athöfn: 17:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono.18:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur.18:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono.19:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur. Tendrun Friðarsúlunnar 19.45 Una Torfadóttir flytur tónlist við Friðarsúluna.19.58 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri flytur ávarp.20.00 Friðarsúlan tendruð undir laginu Imagine eftir John Lennon og Yoko Ono,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Viðey Friðarsúlan í Viðey Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að ferðir út í Viðey séu í boði höfundar listaverksins, Yoko Ono og hefjast frá Skarfabakka klukkan 17:30. „Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007. Verkið er sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning til okkar allra um að halda á lofti hugsjónum friðar, sérstaklega nú þegar stríð geisa víða um veröldina. Yoko Ono skapaði Friðarsúluna til að halda á lofti þeim friðarboðskap sem hún og eiginmaður hennar John Lennon töluðu fyrir og tileinkaði honum verkið sem logar frá fæðingardegi hans 9. október til dánardægurs þann 8. desember. Ljóskeila Friðarsúlunnar sem lýsir upp kvöldhiminn á upptök sín í óskabrunni en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum, sem er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon. Eins og á við um mörg listaverk Yoko Ono er verkið ekki aðeins hlutur tengdur einum stað og stund heldur á það sér tengingar við annað verk eftir listakonuna; það er „Óskatré“ sem finna má víða um heim, þátttökuverk þar sem fólk skrifar niður óskir sínar um um frið og farsæld og hengir á trén. Óskunum er safnað saman og eru þær varðveittar í Friðarsúlunni. Undir Friðarsúlunni liggja hátt í milljón óskir sem safnast hafa frá fólki alls staðar að úr heiminum. Yoko Ono (fædd 1933) er leiðandi myndlistarmaður á sviði tilrauna og framúrstefnu. Hún er iðulega tengd við listhreyfingar sem mótuðust á sjöunda áratugnum á borð við konseptlist, gjörninga, flúxus og viðburðalist og er ein fárra kvenna sem tóku virkan þátt í þeim. Mörg af frægustu verkum Yoko Ono eru svokölluð þátttökuverk þar sem hún býður almenningi að taka þátt í sköpun listarinnar og eru Óskatrén gott dæmi þar um. Siglingar og Strætó Þann 9. október býður Yoko Ono upp á fríar siglingar yfir í Viðey þar sem tendrun súlunnar hefst klukkan 20.00. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 17:30, 18:00, 18:30, 19:00 og 19:30, og svo aftur til baka eftir þörfum. Miðaúthlutun verður takmörkuð við fimm manns á hverja bókun og samtals eru 1200 miðar í boði. Nánari upplýsingar á heimasíðu Eldingar. Fríar strætóferðir verða frá Ráðhúsi Reykjavíkur að Skarfabakka. Fyrsti vagn fer frá Ráðhúsinu klukkan17.30 og ekið verður til klukkan 19.00. Fyrsta ferja eftir tendrun Friðarsúlunnar siglir frá Viðey klukkan 20.30. Hægt verður að taka strætó frá Skarfabakka að Ráðhúsinu frá klukkan 20.40 og þar til allir gestir hafa verið fluttir frá Viðey. Dagskrá fyrir athöfn: 17:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono.18:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur.18:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono.19:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur. Tendrun Friðarsúlunnar 19.45 Una Torfadóttir flytur tónlist við Friðarsúluna.19.58 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri flytur ávarp.20.00 Friðarsúlan tendruð undir laginu Imagine eftir John Lennon og Yoko Ono,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Viðey Friðarsúlan í Viðey Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Sjá meira