Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 13:24 Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað 99 A-landsleiki og var fyrirliði liðsins. Getty/Filip Filipovic Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. Þetta sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þegar hann kynnti landsliðshópinn sem mætir Úkraínu og Frakklandi á troðfullum Laugardalsvelli 10. og 13. október, í undankeppni HM. Fundinn má sjá hér að neðan. Jóhann missti af síðustu landsleikjum, 5-0 sigrinum gegn Aserbaísjan og 2-1 tapinu gegn Frakklandi, en hefur verið að spila með sínu liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að undanförnu. Meiðsli eru því ekki ástæðan fyrir því að hann var ekki valinn að þessu sinni: „Síðasti gluggi fór mjög vel og hópurinn stóð sína vakt með gríðarlega góðum hætti. Við reyndum að hreyfa sem minnst við hópnum. Tvær breytingar en leikmenn sem eru að spila í hans stöðu eru framar að þessu sinni,“ sagði Arnar. Aðspurður hvernig Jóhann hefði tekið því svaraði Arnar: „Ég tilkynnti honum þetta ekki.“ Arnar valdi hins vegar Aron Einar Gunnarsson í liðið en Aron missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Hjörtur Hermannsson, sem var kallaður inn vegna meiðsla í síðustu leikjum, fær hins vegar ekki sæti í hópnum: „Ég vil hrósa honum [Hirti] gríðarlega mikið. Hann kom inn af mikilli fagmennsku og það var súrt að skilja hann eftir núna. Heill Aron er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann er búinn að spila mikið núna og er í góðu standi,“ sagði Arnar. Willum Þór Willumsson er ekki með núna en hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni. Andri Fannar Baldursson fær hins vegar sæti á ný í hópnum eftir nokkra bið: „Willum höfum við séð fyrir okkur sem pivot í okkar verkefnum og það er staða sem ég tel hann geta leyst vel með landsliðinu. Við völdum annan pivot í Andra Fannari og það er lógískt. Hann var að spila á San Siro 18 ára og það biðu hans bjartar vonir og væntingar. Svo koma meiðsli og annað en nú er hann kominn á gott ról. Ég fagna því að hann sé kominn aftur til móts við hópinn, aðeins 23 ára,“ sagði Arnar. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Þetta sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þegar hann kynnti landsliðshópinn sem mætir Úkraínu og Frakklandi á troðfullum Laugardalsvelli 10. og 13. október, í undankeppni HM. Fundinn má sjá hér að neðan. Jóhann missti af síðustu landsleikjum, 5-0 sigrinum gegn Aserbaísjan og 2-1 tapinu gegn Frakklandi, en hefur verið að spila með sínu liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að undanförnu. Meiðsli eru því ekki ástæðan fyrir því að hann var ekki valinn að þessu sinni: „Síðasti gluggi fór mjög vel og hópurinn stóð sína vakt með gríðarlega góðum hætti. Við reyndum að hreyfa sem minnst við hópnum. Tvær breytingar en leikmenn sem eru að spila í hans stöðu eru framar að þessu sinni,“ sagði Arnar. Aðspurður hvernig Jóhann hefði tekið því svaraði Arnar: „Ég tilkynnti honum þetta ekki.“ Arnar valdi hins vegar Aron Einar Gunnarsson í liðið en Aron missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Hjörtur Hermannsson, sem var kallaður inn vegna meiðsla í síðustu leikjum, fær hins vegar ekki sæti í hópnum: „Ég vil hrósa honum [Hirti] gríðarlega mikið. Hann kom inn af mikilli fagmennsku og það var súrt að skilja hann eftir núna. Heill Aron er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann er búinn að spila mikið núna og er í góðu standi,“ sagði Arnar. Willum Þór Willumsson er ekki með núna en hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni. Andri Fannar Baldursson fær hins vegar sæti á ný í hópnum eftir nokkra bið: „Willum höfum við séð fyrir okkur sem pivot í okkar verkefnum og það er staða sem ég tel hann geta leyst vel með landsliðinu. Við völdum annan pivot í Andra Fannari og það er lógískt. Hann var að spila á San Siro 18 ára og það biðu hans bjartar vonir og væntingar. Svo koma meiðsli og annað en nú er hann kominn á gott ról. Ég fagna því að hann sé kominn aftur til móts við hópinn, aðeins 23 ára,“ sagði Arnar.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira