Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Árni Sæberg skrifar 1. október 2025 14:45 Unga konan var sýknuð af öllum kröfum ákæruvaldsins. Vísir/Anton Brink Unga konan sem ákærð var fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni í Gufunessmálinu var sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum er tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi. Dómur yfir fimm sem ákærð voru í Gufunessmálinu svokallaða var birtur í gærkvöldi. Með honum voru þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson dæmdir til sautján ára fangelsisvistar fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, auk tilraunar til fjárkúgunar. Matthías Björn Erlingsson var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir sömu brot og átján ára karlmaður var sakfelldur fyrir peningaþvætti. Ákvörðun refsingar hans var frestað. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu með því að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Hún var sýknuð í málinu. Ofbeldi ekki beitt í fyrri aðgerðum Í kafla dómsins vegna ákæru á hendur konunni segir að hún hafi lýst því fyrir dómi að Lúkas hafi beðið hana að hringja í Hjörleif Hauk Guðmundsson, brotaþola í málinu. Henni hafi verið ljóst að til stæði að hafa fjármuni af Hjörleifi með því að hóta honum því að hann yrði afhjúpaður sem barnaníðingur. Henni hafi ekki verið ljóst og hún hafi ekki vitað að til þess kæmi að hann yrði frelsissviptur eða að hann yrði beittur ofbeldi. Þá hafi hún lýst því að hafa áður tekið þátt í slíkri aðgerð, það er að lokka mann út af heimili sínu í því skyni að kúga út úr honum fjármuni með hótun um að verða ella afhjúpaður sem barnaníðingur. Í þeim tilvikum hafi aldrei komið til þess að neinu ofbeldi væri beitt. Taldi að hún hefði fattað hvað stæði til Þá segir að í framburði Stefáns fyrir dómi hafi komið fram að hann hafi á umræddum tíma ekki vitað neitt um vitneskju konunnar. Hann hafi jafnframt lýst að þarna hafi þurft rödd stúlku til að fullkomna gildruna sem Hjörleifur var leiddur í, en sagst aldrei hafa talað sjálfur við hana í öllu ferlinu. Í framburði Lúkasar hafi komið fram að hann hafi fengið konuna til að hringja í Hjörleif. „Ákærði Lúkas lýsti því að ákærða hafi vitað hvað stóð til, nánar tiltekið að kúga fé út úr brotaþola. Kvaðst hann hafa sagt ákærðu hvað stæði til. Nánar tiltekið að ákærði [Lúkas] væri að fara að hitta mann sem væri að fara að hitta stelpu undir lögaldri. Aðspurður nánar kvaðst ákærði telja að meðákærða hafi „fattað“ hvað stóð til. Hún hljóti að hafa áttað sig á því, en hann hafi þó ekki útlistað þetta með berum orðum.“ Óhjákvæmilega verði hins vegar að túlka þennan framburð Lúkasar með hliðsjón af öðrum framburði hans, og raunar Stefáns líka, það er að einungis hafi staðið til að kúga fé út úr Hjörleifi með hótun um afhjúpun sem barnaníðingur. Þjófurinn í Hamraborg og Mosfellsbæ kannaðist við eldri aðgerðir Þá er í dóminum fjallað um vitnisburð vitnisins „Z“ en miðað við framburð vitnisins er ljóst að um Hrannar Markússon er að ræða. Hann hefur játað að hafa framið tvo af umtöluðustu þjófnuðum síðari ára, þjófnað í Hamraborg og þjófnað á heilum hraðbanka í Mosfellsbæ. Fram hefur komið að honum hafi verið boðið að taka þátt í því að kúga fé út úr Hjörleifi. Í dóminum er haft eftir honum að hann hafi ekki vitað um aðkomu konunnar að málinu fyrr en daginn eftir. Hún hafi þá sagt honum frá því daginn eftir en hann hafi einskis spurt. Þá hafi hann lýst því að konan hafi sagt frá þátttöku í ámóta verkefnum. „Hún hafi lýst því að hringt hafi verið í menn og farið í einhverja „mission“ gagnvart gaurum sem hafi verið að tala við börn. Hins vegar hafi aldrei komið til þess að ofbeldi væri beitt í þeim tilvikum, en fórnarlambinu aðeins verið hótað því að verða afhjúpað sem barnaníðingur. Vitnið kvaðst ekki hafa vitneskju um fjölda þeirra tilvika, en þau hafi ábyggilega verið fá, jafnvel aðeins eitt eða tvö, en enginn muni hafa meiðst.“ Nær ekki lægsta stigi ásetnings Þá segir í dóminum að af hálfu ákæruvaldsins hafi verið byggt á því að konunni hafi verið ljóst að Hjörleifur yrði frelsissviptur og rændur, eða í það minnsta hafi hún mátt gera ráð fyrir því að svo yrði. Þá hafi ákæruvaldið vísað til þess að þegar hún veitti liðsinni sitt þá hafi hún ekki gert áskilnað um að Hjörleifur yrði hvorki frelsissviptur né rændur. Hún hafi sjálfviljug tekið þátt í atburðarás sem hún hafi ekki haft neina stjórn á en mátt vita að atvik yrðu með þeim hætti að Hjörleifur yrði rændur og frelsissviptur. Hún hafi hins vegar látið sér það í léttu rúmi liggja. Hvað þetta varðar segir í dóminum að ekkert liggi fyrir, sem hönd er á festandi, um að konan hafi vitað, eða mátt vita, að til þess kæmi, eða gæti komið, að Hjörleifur yrði rændur og eða sviptur frelsi sínu. Hún hafi lýst því að hafa áður komið að málum þar sem hún hafi leikið hlutverk tálbeitu, en í öllu þessu máli hafi hvergi komið fram neitt um að í þeim tilfellum hafi komið til ofbeldis eða frelsissviptingar. Þessi framburður hennar njóti stuðnings í framburði Stefáns og Lúkasar auk framburðar Markúsar. Með hliðsjón af þessu, sem og því sem áður er fjallað um í dóminum um mörk lægsta stigs ásetnings gagnvart stórfelldu gáleysi, sé varhugavert að telja hafið yfir skynsamlegan vafa að konunni hafi mátt vera ljóst að til frelsissviptingar eða ráns gæti komið. Má ekki dæma fyrir annað en það sem ákært er fyrir Loks segir hvað hlut konunnar varðar að sú háttsemi sem hún gekkst við, og sé í samburði við framburð Stefáns og sérstaklega Lúkasar, sé í rauninni hlutdeild í fjárkúgun í skilningi almennra hegningarlaga. Í ákvæði þeirra um fjárkúgun segi eftirfarandi: Hver, sem hefur fé af öðrum með því að hóta manni að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi, svipta hann eða þá frelsi, eða að hafa upp rangan sakburð um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hans eða náinna vandamanna hans, eða annan slíkan sakburð, þótt sannur sé, ef nauðungin á ekki nægilegan rétt á sér vegna málefnis þess, er hótunin beinist að, eða loks með því að hóta honum að valda verulegum skemmdum eða eyðileggingu á eignum hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Þá segir í dóminum að samkvæmt lögum um meðferð sakamála megi hvorki dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Hlutdeild í fjárkúgun sé ekki lýst í þeim kafla ákærunnar sem snýr að konunni og því sé ekki fært að sakfella hana fyrir brotið. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Reykjavík Ölfus Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Dómur yfir fimm sem ákærð voru í Gufunessmálinu svokallaða var birtur í gærkvöldi. Með honum voru þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson dæmdir til sautján ára fangelsisvistar fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, auk tilraunar til fjárkúgunar. Matthías Björn Erlingsson var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir sömu brot og átján ára karlmaður var sakfelldur fyrir peningaþvætti. Ákvörðun refsingar hans var frestað. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu með því að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Hún var sýknuð í málinu. Ofbeldi ekki beitt í fyrri aðgerðum Í kafla dómsins vegna ákæru á hendur konunni segir að hún hafi lýst því fyrir dómi að Lúkas hafi beðið hana að hringja í Hjörleif Hauk Guðmundsson, brotaþola í málinu. Henni hafi verið ljóst að til stæði að hafa fjármuni af Hjörleifi með því að hóta honum því að hann yrði afhjúpaður sem barnaníðingur. Henni hafi ekki verið ljóst og hún hafi ekki vitað að til þess kæmi að hann yrði frelsissviptur eða að hann yrði beittur ofbeldi. Þá hafi hún lýst því að hafa áður tekið þátt í slíkri aðgerð, það er að lokka mann út af heimili sínu í því skyni að kúga út úr honum fjármuni með hótun um að verða ella afhjúpaður sem barnaníðingur. Í þeim tilvikum hafi aldrei komið til þess að neinu ofbeldi væri beitt. Taldi að hún hefði fattað hvað stæði til Þá segir að í framburði Stefáns fyrir dómi hafi komið fram að hann hafi á umræddum tíma ekki vitað neitt um vitneskju konunnar. Hann hafi jafnframt lýst að þarna hafi þurft rödd stúlku til að fullkomna gildruna sem Hjörleifur var leiddur í, en sagst aldrei hafa talað sjálfur við hana í öllu ferlinu. Í framburði Lúkasar hafi komið fram að hann hafi fengið konuna til að hringja í Hjörleif. „Ákærði Lúkas lýsti því að ákærða hafi vitað hvað stóð til, nánar tiltekið að kúga fé út úr brotaþola. Kvaðst hann hafa sagt ákærðu hvað stæði til. Nánar tiltekið að ákærði [Lúkas] væri að fara að hitta mann sem væri að fara að hitta stelpu undir lögaldri. Aðspurður nánar kvaðst ákærði telja að meðákærða hafi „fattað“ hvað stóð til. Hún hljóti að hafa áttað sig á því, en hann hafi þó ekki útlistað þetta með berum orðum.“ Óhjákvæmilega verði hins vegar að túlka þennan framburð Lúkasar með hliðsjón af öðrum framburði hans, og raunar Stefáns líka, það er að einungis hafi staðið til að kúga fé út úr Hjörleifi með hótun um afhjúpun sem barnaníðingur. Þjófurinn í Hamraborg og Mosfellsbæ kannaðist við eldri aðgerðir Þá er í dóminum fjallað um vitnisburð vitnisins „Z“ en miðað við framburð vitnisins er ljóst að um Hrannar Markússon er að ræða. Hann hefur játað að hafa framið tvo af umtöluðustu þjófnuðum síðari ára, þjófnað í Hamraborg og þjófnað á heilum hraðbanka í Mosfellsbæ. Fram hefur komið að honum hafi verið boðið að taka þátt í því að kúga fé út úr Hjörleifi. Í dóminum er haft eftir honum að hann hafi ekki vitað um aðkomu konunnar að málinu fyrr en daginn eftir. Hún hafi þá sagt honum frá því daginn eftir en hann hafi einskis spurt. Þá hafi hann lýst því að konan hafi sagt frá þátttöku í ámóta verkefnum. „Hún hafi lýst því að hringt hafi verið í menn og farið í einhverja „mission“ gagnvart gaurum sem hafi verið að tala við börn. Hins vegar hafi aldrei komið til þess að ofbeldi væri beitt í þeim tilvikum, en fórnarlambinu aðeins verið hótað því að verða afhjúpað sem barnaníðingur. Vitnið kvaðst ekki hafa vitneskju um fjölda þeirra tilvika, en þau hafi ábyggilega verið fá, jafnvel aðeins eitt eða tvö, en enginn muni hafa meiðst.“ Nær ekki lægsta stigi ásetnings Þá segir í dóminum að af hálfu ákæruvaldsins hafi verið byggt á því að konunni hafi verið ljóst að Hjörleifur yrði frelsissviptur og rændur, eða í það minnsta hafi hún mátt gera ráð fyrir því að svo yrði. Þá hafi ákæruvaldið vísað til þess að þegar hún veitti liðsinni sitt þá hafi hún ekki gert áskilnað um að Hjörleifur yrði hvorki frelsissviptur né rændur. Hún hafi sjálfviljug tekið þátt í atburðarás sem hún hafi ekki haft neina stjórn á en mátt vita að atvik yrðu með þeim hætti að Hjörleifur yrði rændur og frelsissviptur. Hún hafi hins vegar látið sér það í léttu rúmi liggja. Hvað þetta varðar segir í dóminum að ekkert liggi fyrir, sem hönd er á festandi, um að konan hafi vitað, eða mátt vita, að til þess kæmi, eða gæti komið, að Hjörleifur yrði rændur og eða sviptur frelsi sínu. Hún hafi lýst því að hafa áður komið að málum þar sem hún hafi leikið hlutverk tálbeitu, en í öllu þessu máli hafi hvergi komið fram neitt um að í þeim tilfellum hafi komið til ofbeldis eða frelsissviptingar. Þessi framburður hennar njóti stuðnings í framburði Stefáns og Lúkasar auk framburðar Markúsar. Með hliðsjón af þessu, sem og því sem áður er fjallað um í dóminum um mörk lægsta stigs ásetnings gagnvart stórfelldu gáleysi, sé varhugavert að telja hafið yfir skynsamlegan vafa að konunni hafi mátt vera ljóst að til frelsissviptingar eða ráns gæti komið. Má ekki dæma fyrir annað en það sem ákært er fyrir Loks segir hvað hlut konunnar varðar að sú háttsemi sem hún gekkst við, og sé í samburði við framburð Stefáns og sérstaklega Lúkasar, sé í rauninni hlutdeild í fjárkúgun í skilningi almennra hegningarlaga. Í ákvæði þeirra um fjárkúgun segi eftirfarandi: Hver, sem hefur fé af öðrum með því að hóta manni að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi, svipta hann eða þá frelsi, eða að hafa upp rangan sakburð um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hans eða náinna vandamanna hans, eða annan slíkan sakburð, þótt sannur sé, ef nauðungin á ekki nægilegan rétt á sér vegna málefnis þess, er hótunin beinist að, eða loks með því að hóta honum að valda verulegum skemmdum eða eyðileggingu á eignum hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Þá segir í dóminum að samkvæmt lögum um meðferð sakamála megi hvorki dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Hlutdeild í fjárkúgun sé ekki lýst í þeim kafla ákærunnar sem snýr að konunni og því sé ekki fært að sakfella hana fyrir brotið.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Reykjavík Ölfus Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira