Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. október 2025 14:42 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði. Sýn Prófessor í íslensku hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöld að hækka fjárframlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann segir að læri innflytjendur ekki tungumálið bitni það á samfélaginu í heild. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á ríkisstjórn og Alþingi að stórhækka framlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann auglýsir listann á Facebook-síðunni sinni en lætur ítarlegan rökstuðning fylgja með listanum. „Fyrir áratug voru erlendir ríkisborgarar um 10% en eru nú um 20%, og um fjórðungur fólks á vinnumarkaði er af erlendum uppruna. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að hlutfall innflytjenda í ríkjum OECD sem telja sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi,“ segir Eiríkur í rökstuðningi sínum. Innan við tuttugu prósent innflytjenda telja sig hafa sæmilega færni í íslensku en meðaltalið í OECD-ríkjunum séu tæp sextíu prósent. Annars staðar á Norðurlöndunum telja 45 til sextíu prósent innflytjenda sig hafa sæmilega færni. „Þetta endurspeglar það að fjárveitingar á hvern innflytjanda til kennslu íslensku sem annars máls eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í sínum þjóðtungum.“ Bitni á öllu samfélaginu „Innflytjendur hafa átt stóran þátt í hagvextinum undanfarin ár og halda í raun uppi heilum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu og byggingariðnaði, og þeim fer einnig ört fjölgandi í heilbrigðiskerfinu. En margir þeirra búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu sem nýtist ekki sem skyldi, ekki síst vegna takmarkaðrar íslenskukunnáttu þeirra,“ segir Eiríkur. Í könnun á vegum ASÍ og BSRB kemur fram að af félagsfólki þeirra eru mun fleiri innflytjendur sem eru með háskólagráður. Á móti kemur er mun hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en innfæddir. Eiríkur segir takmarkaða íslenskukunnáttu innflytjenda ekki bitna einungis á þeim sjálfum heldur á samfélaginu í heild. Fjöldi þeirra starfi í ýmiss konar þjónustustörfum sem geri öðrum erfiðara fyrir að fá þjónustu á Íslandi. „Fæstir innflytjendur eiga ensku að móðurmáli en reynslan sýnir að þeir læra (ófullkomna) ensku eftir að þeir koma til landsins og nota hana sem samskiptamál við innfædda, og einnig í samskiptum við aðra innflytjendur af ólíku þjóðerni. Ef bjöguð enska dugir til daglegra nota er lítil hvatning til að læra íslensku. Hlutverk hennar sem samskiptamáls verður því sífellt minna og ef ekkert er að gert er hætta á að hún verði undir í atvinnulífinu,“ segir Eiríkur. Þegar þessi orð eru rituð hafa 454 skrifað undir undirskriftarlistann. Íslensk tunga Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á ríkisstjórn og Alþingi að stórhækka framlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann auglýsir listann á Facebook-síðunni sinni en lætur ítarlegan rökstuðning fylgja með listanum. „Fyrir áratug voru erlendir ríkisborgarar um 10% en eru nú um 20%, og um fjórðungur fólks á vinnumarkaði er af erlendum uppruna. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að hlutfall innflytjenda í ríkjum OECD sem telja sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi,“ segir Eiríkur í rökstuðningi sínum. Innan við tuttugu prósent innflytjenda telja sig hafa sæmilega færni í íslensku en meðaltalið í OECD-ríkjunum séu tæp sextíu prósent. Annars staðar á Norðurlöndunum telja 45 til sextíu prósent innflytjenda sig hafa sæmilega færni. „Þetta endurspeglar það að fjárveitingar á hvern innflytjanda til kennslu íslensku sem annars máls eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í sínum þjóðtungum.“ Bitni á öllu samfélaginu „Innflytjendur hafa átt stóran þátt í hagvextinum undanfarin ár og halda í raun uppi heilum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu og byggingariðnaði, og þeim fer einnig ört fjölgandi í heilbrigðiskerfinu. En margir þeirra búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu sem nýtist ekki sem skyldi, ekki síst vegna takmarkaðrar íslenskukunnáttu þeirra,“ segir Eiríkur. Í könnun á vegum ASÍ og BSRB kemur fram að af félagsfólki þeirra eru mun fleiri innflytjendur sem eru með háskólagráður. Á móti kemur er mun hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en innfæddir. Eiríkur segir takmarkaða íslenskukunnáttu innflytjenda ekki bitna einungis á þeim sjálfum heldur á samfélaginu í heild. Fjöldi þeirra starfi í ýmiss konar þjónustustörfum sem geri öðrum erfiðara fyrir að fá þjónustu á Íslandi. „Fæstir innflytjendur eiga ensku að móðurmáli en reynslan sýnir að þeir læra (ófullkomna) ensku eftir að þeir koma til landsins og nota hana sem samskiptamál við innfædda, og einnig í samskiptum við aðra innflytjendur af ólíku þjóðerni. Ef bjöguð enska dugir til daglegra nota er lítil hvatning til að læra íslensku. Hlutverk hennar sem samskiptamáls verður því sífellt minna og ef ekkert er að gert er hætta á að hún verði undir í atvinnulífinu,“ segir Eiríkur. Þegar þessi orð eru rituð hafa 454 skrifað undir undirskriftarlistann.
Íslensk tunga Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira