Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 19:38 Þorsteinn Hermannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna. Bylgjan Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. Viðbrögðin koma í kjölfar ummæla Baldvins Björgvinssonar, skútuskipstjóra sem benti á að engar vindmælingar hefðu verið gerðar í miðjum Fossvoginum til að undirbúa brúarsmíðina. Hann hafði áhyggjur af því að í hvössum vindi gæti fólk sem ætti leið um brúna einfaldlega fokið af henni. Vindmælirinn sem miðað væri við væri á Reykjavíkurflugvelli þar sem allt aðrar aðstæður væru. „Það er rétt að það hafa ekki verið gerðar vindmælingar úti á miðjum Fossvoginum. En brúin hefur verið hönnuð miðað við alla staðla miðað við að brúin stendur fyrir opnu hafi og uppfyllir bæði íslenska og evrópska staðla hvað það varðar,“ segir Þorsteinn Hermannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, í Reykjavík síðdegis. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir vindi við hönnun brúarinnar. „Það hefur sérstaklega verið hugað að austanáttinni sem getur verið hvöss þarna og vestanáttinni. Hönnun brúarinnar hefur verið hugsuð út frá því að það séu mjúkar línur og hún brjóti vindinn vel. Það eru handrið upp í 140 sentímetra sem eiga líka að brjóta vind og veita ákveðið skjól á brúnni. Skarpur vindur í 285 klukkustundir Þorsteinn segir að það liggi fyrir að það geti verið vont veður á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að árin 2021 og 2022 hafi Veðurstofa Íslands sett á veðurviðvaranir alls þrjátíu sinnum. Það hafi því verið til umræðu að setja upp lokunarpósta þegar veðrið er slæmt. „Það hefur verið rætt hvort við ættum að setja upp einhvers konar lokunarhlið eða annað ef það verður of hvasst. Það er alveg miðað við í þessum fræðum að ef kviður eru yfir tuttugu metrar á sekúndu sé ófært eða óþægilegt að vera á ferðinni á þessari brú,“ segir Þorsteinn. Miðað við mælingar sem eru fyrir hendi séu slíkar vindhviður 3,3 prósent tímans. Á síðustu tuttugu árum hafi verið vindhviður yfir tuttugu metrum á sekúndu í 285 klukkustundir á ári. „Við vitum að þetta getur gerst en þetta er kannski ekki viðvarandi ástand.“ Þorsteinn segir að enn séu tækifæri til að betrumbæta hönnunina enda eigi hún ekki að vera tilbúin fyrr en árið 2028. Nýlega bárust tilboð frá tveimur fyrirtækjum sem vilja smíða brúna og eru þau nú til skoðunar. Í stað þess að gera mælingar er nú notast við hermilíkön og þrvíddarlíkön til að mæla nákvæmlega hvort að handriðið sé nógu hátt til að skýla vegfarendum. „Við tökum áhyggjum alvarlega og viljum skoða hvort það sé mikið verri vindur þarna með hermilíkönunum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í stað 0,3 prósent var talan leiðrétt í 3,3 prósent. Einnig var bætt við að hvassar vindhviður eru að meðaltali í 285 klukkustundir á ári. Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Reykjavík síðdegis Bylgjan Umferðaröryggi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Viðbrögðin koma í kjölfar ummæla Baldvins Björgvinssonar, skútuskipstjóra sem benti á að engar vindmælingar hefðu verið gerðar í miðjum Fossvoginum til að undirbúa brúarsmíðina. Hann hafði áhyggjur af því að í hvössum vindi gæti fólk sem ætti leið um brúna einfaldlega fokið af henni. Vindmælirinn sem miðað væri við væri á Reykjavíkurflugvelli þar sem allt aðrar aðstæður væru. „Það er rétt að það hafa ekki verið gerðar vindmælingar úti á miðjum Fossvoginum. En brúin hefur verið hönnuð miðað við alla staðla miðað við að brúin stendur fyrir opnu hafi og uppfyllir bæði íslenska og evrópska staðla hvað það varðar,“ segir Þorsteinn Hermannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, í Reykjavík síðdegis. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir vindi við hönnun brúarinnar. „Það hefur sérstaklega verið hugað að austanáttinni sem getur verið hvöss þarna og vestanáttinni. Hönnun brúarinnar hefur verið hugsuð út frá því að það séu mjúkar línur og hún brjóti vindinn vel. Það eru handrið upp í 140 sentímetra sem eiga líka að brjóta vind og veita ákveðið skjól á brúnni. Skarpur vindur í 285 klukkustundir Þorsteinn segir að það liggi fyrir að það geti verið vont veður á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að árin 2021 og 2022 hafi Veðurstofa Íslands sett á veðurviðvaranir alls þrjátíu sinnum. Það hafi því verið til umræðu að setja upp lokunarpósta þegar veðrið er slæmt. „Það hefur verið rætt hvort við ættum að setja upp einhvers konar lokunarhlið eða annað ef það verður of hvasst. Það er alveg miðað við í þessum fræðum að ef kviður eru yfir tuttugu metrar á sekúndu sé ófært eða óþægilegt að vera á ferðinni á þessari brú,“ segir Þorsteinn. Miðað við mælingar sem eru fyrir hendi séu slíkar vindhviður 3,3 prósent tímans. Á síðustu tuttugu árum hafi verið vindhviður yfir tuttugu metrum á sekúndu í 285 klukkustundir á ári. „Við vitum að þetta getur gerst en þetta er kannski ekki viðvarandi ástand.“ Þorsteinn segir að enn séu tækifæri til að betrumbæta hönnunina enda eigi hún ekki að vera tilbúin fyrr en árið 2028. Nýlega bárust tilboð frá tveimur fyrirtækjum sem vilja smíða brúna og eru þau nú til skoðunar. Í stað þess að gera mælingar er nú notast við hermilíkön og þrvíddarlíkön til að mæla nákvæmlega hvort að handriðið sé nógu hátt til að skýla vegfarendum. „Við tökum áhyggjum alvarlega og viljum skoða hvort það sé mikið verri vindur þarna með hermilíkönunum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í stað 0,3 prósent var talan leiðrétt í 3,3 prósent. Einnig var bætt við að hvassar vindhviður eru að meðaltali í 285 klukkustundir á ári.
Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Reykjavík síðdegis Bylgjan Umferðaröryggi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira