„Við viljum bara grípa þau fyrr“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. október 2025 19:25 Eva Rós er framkvæmdastjóri Bergsins. Vísir/Sigurjón Hundrað og tuttugu ungmenni leita í hverri viku til Bergsins sem veitir geðheilbrigðisþjónustu og hefur aðsóknin aukist töluvert. Framkvæmdastjórinn segir mikilvægt að grípa ungt fólk sem þarf aðstoð snemma. Bergið tók til starfa árið 2019 en þangað getur ungt fólk á aldrinum 12-25 leitað til að fá stuðning og ráðgjöf. Áætlað er að á þessu ári fari fram í kringum fimm þúsund viðtöl en í fyrra voru þau fjögur þúsund. „Það er mikil aðsókn. Við finnum að þetta er það sem unga fólkið okkar vill. Það vill hafa aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu án takmarkana. Það kostar ekkert að koma,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. Fagfólk starfi hjá Berginu sem taki á móti öllum sem þangað leita en málin sem komi á þeirra borð snúi að allt frá skólaforðun og vinamissi yfir kynferðisbrota- og ofbeldismál. „Þetta er aldurinn sem þú ert að færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla yfir í háskóla. Þú ert að fara út á vinnumarkaðinn. Þú ert að byrja í fyrsta ástarsambandinu. Fyrsta ástarsorgin. Þetta eru svona mikil breytingaár og heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en tuttugu og fimm ára þannig það eru svona margir hlutir í gangi.“ Um hundrað og tuttugu ungmenni leiti til Bergsins í hverri viku. „Hugmyndafræðin okkar er að það eru engar tilvísanir. Þú þarft bara að skrá þig á bergid.is og þá máttu koma ef þú vilt koma. Ég held að með öllum þessum skilyrðum sem við erum að setja á þjónustu fyrir börn og ungmenni þá erum við að flækja hlutina meira og þar af leiðandi er fólk að detta á milli kerfa í staðin fyrir að hafa hana aðgengilegri og horfa út frá svona meira lágþröskuldasjónarhorni,“ segir Eva Rós. Mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á að grípa þau ungmenni sem líður illa snemma. „Við sjáum það að við erum að missa allt of mikið af ungu fólki. Bæði í sjálfsvígum og í fíknivanda og við erum ekki að bregðast nógu mikið við og við erum í rauninni bara hinn endinn á sömu tímalínunni. Við viljum bara grípa þau fyrr,“ segir hún. „Við sjáum það bara á reynslunni á starfsfólkinu hérna innanhúss hvað það er mikilvægt að grípa þau áður en hlutirnir verða flóknir og það að grípa ungt fólk snemma dregur úr fjöldanum sem þarf þjónustu seinna meir og það gerir það að verkum að þeir sem að eru þá á hinum endanum eru þá að fá betri þjónustu af því þeir eru færri og það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að fá færri í dýrari úrræði.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Bergið tók til starfa árið 2019 en þangað getur ungt fólk á aldrinum 12-25 leitað til að fá stuðning og ráðgjöf. Áætlað er að á þessu ári fari fram í kringum fimm þúsund viðtöl en í fyrra voru þau fjögur þúsund. „Það er mikil aðsókn. Við finnum að þetta er það sem unga fólkið okkar vill. Það vill hafa aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu án takmarkana. Það kostar ekkert að koma,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. Fagfólk starfi hjá Berginu sem taki á móti öllum sem þangað leita en málin sem komi á þeirra borð snúi að allt frá skólaforðun og vinamissi yfir kynferðisbrota- og ofbeldismál. „Þetta er aldurinn sem þú ert að færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla yfir í háskóla. Þú ert að fara út á vinnumarkaðinn. Þú ert að byrja í fyrsta ástarsambandinu. Fyrsta ástarsorgin. Þetta eru svona mikil breytingaár og heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en tuttugu og fimm ára þannig það eru svona margir hlutir í gangi.“ Um hundrað og tuttugu ungmenni leiti til Bergsins í hverri viku. „Hugmyndafræðin okkar er að það eru engar tilvísanir. Þú þarft bara að skrá þig á bergid.is og þá máttu koma ef þú vilt koma. Ég held að með öllum þessum skilyrðum sem við erum að setja á þjónustu fyrir börn og ungmenni þá erum við að flækja hlutina meira og þar af leiðandi er fólk að detta á milli kerfa í staðin fyrir að hafa hana aðgengilegri og horfa út frá svona meira lágþröskuldasjónarhorni,“ segir Eva Rós. Mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á að grípa þau ungmenni sem líður illa snemma. „Við sjáum það að við erum að missa allt of mikið af ungu fólki. Bæði í sjálfsvígum og í fíknivanda og við erum ekki að bregðast nógu mikið við og við erum í rauninni bara hinn endinn á sömu tímalínunni. Við viljum bara grípa þau fyrr,“ segir hún. „Við sjáum það bara á reynslunni á starfsfólkinu hérna innanhúss hvað það er mikilvægt að grípa þau áður en hlutirnir verða flóknir og það að grípa ungt fólk snemma dregur úr fjöldanum sem þarf þjónustu seinna meir og það gerir það að verkum að þeir sem að eru þá á hinum endanum eru þá að fá betri þjónustu af því þeir eru færri og það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að fá færri í dýrari úrræði.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira