Metár hjá David Beckham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 08:17 David Beckham hefur bæði fjárfest í íþróttum sem og utan þeirra. EPA/ANDY RAIN Enska knattspyrnugoðsögnin David Beckham blómstraði ekki aðeins inni á fótboltavellinum heldur hefur hann einnig sýnt snilli sína utan hans eftir að fótboltaferlinum lauk. Beckham hefur nefnilega sýnt það og sannað að hann er einnig mjög góður kaupsýslumaður. Tekjur hans og eignir halda því áfram að vaxa. Beckham hefur nú gert upp reikningsárið 2024 og það er ekki yfir miklu að kvarta enda um metár að ræða. Breska blaðið The Independent segir frá því að Beckham hafi borgað sér 26 milljóna punda arð úr fjölmiðla-, tísku- og íþróttaveldi sínu. Það gerir meira en fjóra milljarða íslenskra króna. DRJB Holdings, móðurfélagið sem öll vörumerki Beckhams tilheyra, skilaði 33 milljón punda hagnaði fyrir skatt á þessu rekstrarári, sem er 24 prósenta aukning miðað við reikningsárið 2023. Árið 2024 réðst Beckham í nokkur ný verkefni. Hann fjárfesti meðal annars í heilsufæði og hóf samstarf við tískufyrirtækið Boss og bjórmerkið Stella Artois. Talið er að David og eiginkona hans, Victoria Beckham, eigi samanlagt um 77 milljarða króna. Beckham ræddi um feril sinn sem kaupsýslumaður á alþjóðlegri ráðstefnu hugveitunnar Milken Institute á síðasta ári. „Satt best að segja er viðskiptalífið mjög líkt íþróttum. Maður verður að vera ákveðinn. Maður verður að hafa hugrekki til að veðja á mismunandi fjárfestingar og mismunandi viðskipti og taka stórar ákvarðanir. Og svo verður maður að vinna hörðum höndum,“ sagði Beckham þá. Árið var líka mjög gott á öðru sviði því Sir David Beckham var aðlaður af Karli III. Bretakonungi síðasta sumar. Fótbolti Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Beckham hefur nefnilega sýnt það og sannað að hann er einnig mjög góður kaupsýslumaður. Tekjur hans og eignir halda því áfram að vaxa. Beckham hefur nú gert upp reikningsárið 2024 og það er ekki yfir miklu að kvarta enda um metár að ræða. Breska blaðið The Independent segir frá því að Beckham hafi borgað sér 26 milljóna punda arð úr fjölmiðla-, tísku- og íþróttaveldi sínu. Það gerir meira en fjóra milljarða íslenskra króna. DRJB Holdings, móðurfélagið sem öll vörumerki Beckhams tilheyra, skilaði 33 milljón punda hagnaði fyrir skatt á þessu rekstrarári, sem er 24 prósenta aukning miðað við reikningsárið 2023. Árið 2024 réðst Beckham í nokkur ný verkefni. Hann fjárfesti meðal annars í heilsufæði og hóf samstarf við tískufyrirtækið Boss og bjórmerkið Stella Artois. Talið er að David og eiginkona hans, Victoria Beckham, eigi samanlagt um 77 milljarða króna. Beckham ræddi um feril sinn sem kaupsýslumaður á alþjóðlegri ráðstefnu hugveitunnar Milken Institute á síðasta ári. „Satt best að segja er viðskiptalífið mjög líkt íþróttum. Maður verður að vera ákveðinn. Maður verður að hafa hugrekki til að veðja á mismunandi fjárfestingar og mismunandi viðskipti og taka stórar ákvarðanir. Og svo verður maður að vinna hörðum höndum,“ sagði Beckham þá. Árið var líka mjög gott á öðru sviði því Sir David Beckham var aðlaður af Karli III. Bretakonungi síðasta sumar.
Fótbolti Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira