„Finn ekki fyrir pressu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2025 16:03 Lína er komin á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu. Birta Sólveig Söring er komin í hóp íslenskra leikkvenna sem fer með hlutverk Línu. Hver einasta kynslóð á sér sína Línu Langsokk enda birtist þessi ástsæla persóna fyrst í bók Astrid Lingren í nóvember árið 1945 og á því 80 ára afmæli von bráðar. Óhætt er að segja að ævintýrin um sterkustu stelpu í heimi séu fjölmörgum Íslendingum minnisstæð enda hefur verkið verið sett upp fjórum sinnum í stóru leikhúsunum þar sem kanónur hafa sett sinn svip á persónuna. Það eru þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Nú prýðir Lína leikhúsfjalirnar í fimmta sinn og er það engin önnur en Birta Sólveig Söring sem glæðir Línu lífi. Við hittum á hana örfáum dögum eftir frumsýningu í hálfgerðu spennufalli enda ákveðinn draumur að rætast. En hvernig er að feta í þessi stóru fótspor? „Þetta er svo góð tilfinning. Þær eru allar svo miklar fyrirmyndir að þetta er svo mikill heiður að tilheyra þessari elítu,“ segir Birta Sólveig létt í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég lít svo ótrúlega mikið upp til þeirra og það er frábært að vera partur af þessum hóp. Ég finn ekki fyrir pressu vegna þess að Lína er bara og það eiga allir Línu innra með sér. Þú finnur bara þína leið og við eigum öll okkar innra barn.“ Ekki nóg með það þá mun Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk frú Prússólín forvígismanns í barnaverndarnefnd en Birta segir það kærkomið að vera með gamla Línu með sér á sviðinu. „Ilmur hefur reglulega heyrt í mér og spurt hvernig gangi og svona. Þannig að það er mjög gott að spegla við hana. Hún var mín Lína og ég sá hennar verk.“ Birta segir boðskap Línu eiga erindi við alla. „Við öll höfum þetta í okkur að okkur langar ákveðna hluti sem eru kannski ekki réttir eða okkur finnst þeir kannski hættulegir en muna að fara út fyrir þægindarammann sinn.“ En Birta er ekki ein síns liðs heldur deilir hún sviðinu með fjöldanum öllum af leikurum og dönsurum. Til að mynda er Kristinn Óli Haraldsson að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi en einnig eru þar fjölmargir reynsluboltar. Þá er gaman að segja frá því að leikararnir sem fara með hlutverk tvíburanna Önnu og Tomma koma úr sama bekk og Birta. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Menning Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Óhætt er að segja að ævintýrin um sterkustu stelpu í heimi séu fjölmörgum Íslendingum minnisstæð enda hefur verkið verið sett upp fjórum sinnum í stóru leikhúsunum þar sem kanónur hafa sett sinn svip á persónuna. Það eru þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Nú prýðir Lína leikhúsfjalirnar í fimmta sinn og er það engin önnur en Birta Sólveig Söring sem glæðir Línu lífi. Við hittum á hana örfáum dögum eftir frumsýningu í hálfgerðu spennufalli enda ákveðinn draumur að rætast. En hvernig er að feta í þessi stóru fótspor? „Þetta er svo góð tilfinning. Þær eru allar svo miklar fyrirmyndir að þetta er svo mikill heiður að tilheyra þessari elítu,“ segir Birta Sólveig létt í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég lít svo ótrúlega mikið upp til þeirra og það er frábært að vera partur af þessum hóp. Ég finn ekki fyrir pressu vegna þess að Lína er bara og það eiga allir Línu innra með sér. Þú finnur bara þína leið og við eigum öll okkar innra barn.“ Ekki nóg með það þá mun Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk frú Prússólín forvígismanns í barnaverndarnefnd en Birta segir það kærkomið að vera með gamla Línu með sér á sviðinu. „Ilmur hefur reglulega heyrt í mér og spurt hvernig gangi og svona. Þannig að það er mjög gott að spegla við hana. Hún var mín Lína og ég sá hennar verk.“ Birta segir boðskap Línu eiga erindi við alla. „Við öll höfum þetta í okkur að okkur langar ákveðna hluti sem eru kannski ekki réttir eða okkur finnst þeir kannski hættulegir en muna að fara út fyrir þægindarammann sinn.“ En Birta er ekki ein síns liðs heldur deilir hún sviðinu með fjöldanum öllum af leikurum og dönsurum. Til að mynda er Kristinn Óli Haraldsson að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi en einnig eru þar fjölmargir reynsluboltar. Þá er gaman að segja frá því að leikararnir sem fara með hlutverk tvíburanna Önnu og Tomma koma úr sama bekk og Birta. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Menning Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira