Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. október 2025 13:02 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fagnar því að fullur völlur taki við strákunum í kvöld sem er eitthvað sem margir hverjir í landsliðinu hafi ekki fengið að venjast. Vísir/Getty Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir sína menn vel undirbúna fyrir verkefni kvöldsins er Ísland mætir Úkraínu í mikilvægum leik í undankeppni HM. Uppselt er á völlinn og vera má að meðbyrinn með liðinu skipti sköpum. Ísland og Úkraína mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá og hefst útsending klukkan 18:00. Ísland hóf undankeppnina vel, með 5-0 sigri á Aserum hér heima og fylgdi því eftir með naumu 2-1 tapi fyrir Frökkum þar sem strákarnir hefðu að líkindum náð í stig ef ekki hefði verið fyrir inngrip myndbandsdómara á ögurstundu. Úkraína missteig sig gegn Aserbaídsjan á meðan strákarnir voru í París og er Ísland því í lykilstöðu, með þrjú stig í öðru sæti, á meðan Úkraína og Aserar eru með eitt hvort þar fyrir neðan. Arnar segir að strákarnir mæti ferskir til leiks. „Allur undirbúningur hefur gengið rosa vel. Núna er að halda spennustiginu réttu og allt þetta. En samkvæmt minni reynslu gerist það sjálfkrafa ef undirbúningur gengur vel og menn eru ánægðir með leikplanið. Þá fer stressið þó það sé mikilvægt að hafa visst stress til að ná góðum árangri. Við finnum fyrir miklum meðbyr og stemningu. Vonandi náum við að sýna okkar rétta andlit á morgun,“ sagði Arnar í samtali við íþróttadeild í gær. Menn hafi verið skarpir á æfingum í vikunni og komi á tánum inn í leikinn. „Menn eru ferskir og ég held það spili inn í hversu mikil stemning er fyrir þessum leikjum. Við erum komnir núna í bullandi séns að gera góða hluti sem eykur á væntingarnar hjá leikmönnum. Þar af leiðandi verður þetta bara meira gaman,“ segir Arnar. Uppselt á báða leiki Uppselt er á leikinn, sem og á landsleik Íslands og Frakklands á mánudag. Langt er síðan að það seldist upp á leik hjá liðinu, og hvað þá tvo í röð. Einhverjir landsliðsmenn fái því að upplifa það í fyrsta skipti að spila fyrir fullum Laugardalsvelli. „Það hefur líklega legið smá þungt á þeim, hafandi alist upp með gullaldarliðinu þar sem er oft uppselt á leiki, að þegar þeir mæta í landsliðið nennir enginn að horfa á þá. Það fer bara eftir því hversu mikið skemmtanagildi er inni á velli – sem fær fólk til að raunverulega mæta,“ „Við höfum ekki skilað góðum árangri undanfarin ár. Núna eru komnar væntingar um að betri tíð sé í vænd. Þá flykkist fólk á völlinn og þannig hefur það alltaf verið hjá Íslandi,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að neðan. Klippa: Arnar ræðir leikinn við Úkraínu Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Úkraínski framherjinn Artem Dovbyk átti eftirminnilega slakan leik gegn Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum í síðustu viku, en gæti reynst Íslandi erfiður á morgun. 9. október 2025 13:37 „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Arnar Gunnlaugsson segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komi sér í vænlega stöðu í D-riðli undankeppni HM 2026 með sigri á Úkraínu annað kvöld. 9. október 2025 13:23 „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. 9. október 2025 09:32 „Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. 9. október 2025 07:03 Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. 8. október 2025 22:02 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Ísland og Úkraína mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá og hefst útsending klukkan 18:00. Ísland hóf undankeppnina vel, með 5-0 sigri á Aserum hér heima og fylgdi því eftir með naumu 2-1 tapi fyrir Frökkum þar sem strákarnir hefðu að líkindum náð í stig ef ekki hefði verið fyrir inngrip myndbandsdómara á ögurstundu. Úkraína missteig sig gegn Aserbaídsjan á meðan strákarnir voru í París og er Ísland því í lykilstöðu, með þrjú stig í öðru sæti, á meðan Úkraína og Aserar eru með eitt hvort þar fyrir neðan. Arnar segir að strákarnir mæti ferskir til leiks. „Allur undirbúningur hefur gengið rosa vel. Núna er að halda spennustiginu réttu og allt þetta. En samkvæmt minni reynslu gerist það sjálfkrafa ef undirbúningur gengur vel og menn eru ánægðir með leikplanið. Þá fer stressið þó það sé mikilvægt að hafa visst stress til að ná góðum árangri. Við finnum fyrir miklum meðbyr og stemningu. Vonandi náum við að sýna okkar rétta andlit á morgun,“ sagði Arnar í samtali við íþróttadeild í gær. Menn hafi verið skarpir á æfingum í vikunni og komi á tánum inn í leikinn. „Menn eru ferskir og ég held það spili inn í hversu mikil stemning er fyrir þessum leikjum. Við erum komnir núna í bullandi séns að gera góða hluti sem eykur á væntingarnar hjá leikmönnum. Þar af leiðandi verður þetta bara meira gaman,“ segir Arnar. Uppselt á báða leiki Uppselt er á leikinn, sem og á landsleik Íslands og Frakklands á mánudag. Langt er síðan að það seldist upp á leik hjá liðinu, og hvað þá tvo í röð. Einhverjir landsliðsmenn fái því að upplifa það í fyrsta skipti að spila fyrir fullum Laugardalsvelli. „Það hefur líklega legið smá þungt á þeim, hafandi alist upp með gullaldarliðinu þar sem er oft uppselt á leiki, að þegar þeir mæta í landsliðið nennir enginn að horfa á þá. Það fer bara eftir því hversu mikið skemmtanagildi er inni á velli – sem fær fólk til að raunverulega mæta,“ „Við höfum ekki skilað góðum árangri undanfarin ár. Núna eru komnar væntingar um að betri tíð sé í vænd. Þá flykkist fólk á völlinn og þannig hefur það alltaf verið hjá Íslandi,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að neðan. Klippa: Arnar ræðir leikinn við Úkraínu
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Úkraínski framherjinn Artem Dovbyk átti eftirminnilega slakan leik gegn Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum í síðustu viku, en gæti reynst Íslandi erfiður á morgun. 9. október 2025 13:37 „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Arnar Gunnlaugsson segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komi sér í vænlega stöðu í D-riðli undankeppni HM 2026 með sigri á Úkraínu annað kvöld. 9. október 2025 13:23 „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. 9. október 2025 09:32 „Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. 9. október 2025 07:03 Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. 8. október 2025 22:02 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
„Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Úkraínski framherjinn Artem Dovbyk átti eftirminnilega slakan leik gegn Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum í síðustu viku, en gæti reynst Íslandi erfiður á morgun. 9. október 2025 13:37
„Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Arnar Gunnlaugsson segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komi sér í vænlega stöðu í D-riðli undankeppni HM 2026 með sigri á Úkraínu annað kvöld. 9. október 2025 13:23
„Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. 9. október 2025 09:32
„Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. 9. október 2025 07:03
Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. 8. október 2025 22:02