Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 07:03 Jörðin séð frá gervihnetti NASA. NASA Ef þau ljúga um þetta, hvað annað er þá uppspuni? Árið 2015 gengu tveggja þúsund ára gamlar hugmyndir um að jörðin sé flöt í endurnýjun lífdaga. Að allt sem okkur hafi verið sagt um hnattlaga lögun jarðar sé lygasamsæri vísindamanna og yfirvalda í því skyni að kúga almenning. En hvernig fór þessi afdankaða hugmynd aftur á flug og hvað segir það okkur um samsæriskenningar? Nýjasti þáttur Skuggavaldsins í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns fer yfir málið. Frá því að forn-Grikkir fylgdust með samspili sólar og skugga hefur það verið viðtekin þekking að jörðin sé hnöttur. Aristóteles benti á bogadreginn skugga jarðar á tunglinu og breytingar á stjörnum eftir breiddargráðu, og Eratosþenes nálgaðist ummál jarðar með skuggamælingum. Þegar Kopernikus og síðar Galíleó færðu jörðina úr miðju alheimsins var deilt um staðsetningu og hlutverk, en ekki um lögun jarðar. Um miðja 19. öld hófu þó nokkrir sérvitringar í Bretlandi að halda því fram að jörðin væri flöt. Þekktastur var Samuel Rowbotham sem sagðist fyrst og fremst treysta eigin augum. Hann vakti nokkra athygli en oftast sem aðhlátursefni. Á 20. öld hélt veikburða félagsskapur, Flat Earth Society, hugmyndinni í lífi, en hún var nærri útdauð um aldamótin 2000. Síðan dró til tíðinda. Á árunum eftir 2015 sprakk hugmyndin um flata jörð út á netinu. Árið 2018 mættu hundruðir á flatjarðarráðstefnu og bandarískar kannanir sýndu að 2 til 5 prósent ýmist trúa eða efast um hnattlögun jarðar. Skýringin á endurvakningu þessarar fornu hugmyndar liggur í samspili samfélagsmiðla og samfélagsþróunar. Örfáir en afkastamiklir einstaklingar byrjuðu árið 2015 að setja á YouTube myndbönd sem „afhjúpuðu“ meintar lygar yfirvalda og „sannanir“ fyrir flatri jörð. Algrímið ýtti á þeim tíma ögrandi efni að notendum enn frekar en það gerir í dag og því hækkuðu áhorfstölur hratt, sem varð til þess að fleiri settu inn samskonar myndbönd, sem aftur jók framboðið og breiddi út boðskapinn. Flestir horfðu á þetta sem grín en ákveðinn hópur var móttækilegur. Jarðvegur samsæriskenninga hafði orðið frjósamari í kjölfar mikillar útbreiðslu samsæriskenninga um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 og allt var þetta keyrt áfram af sístækkandi netsamfélagi. Að trúa að jörðin sé flöt og að til sé alþjóðlegt samsæri vísindamanna og yfirvalda um að halda hinu sanna leyndu er ein ýktasta birtingarmynd samsæriskenninga. Hún sýnir hvernig einföld, tilfinningaleg frásögn getur unnið á móti áþreifanlegum sönnunum og hvernig vantraust á sérfræðivísindi getur orðið límið í nýjum samfélögum á netinu. Nýjasti þáttur Skuggavaldsins rekur sögu hugmyndarinnar um flata jörð, setur hana í samhengi við samtímann og spyr hvaða áhrif svona hugmyndir geta haft. Hlustaðu í þinni hlaðvarpsveitu. Skuggavaldið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
En hvernig fór þessi afdankaða hugmynd aftur á flug og hvað segir það okkur um samsæriskenningar? Nýjasti þáttur Skuggavaldsins í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns fer yfir málið. Frá því að forn-Grikkir fylgdust með samspili sólar og skugga hefur það verið viðtekin þekking að jörðin sé hnöttur. Aristóteles benti á bogadreginn skugga jarðar á tunglinu og breytingar á stjörnum eftir breiddargráðu, og Eratosþenes nálgaðist ummál jarðar með skuggamælingum. Þegar Kopernikus og síðar Galíleó færðu jörðina úr miðju alheimsins var deilt um staðsetningu og hlutverk, en ekki um lögun jarðar. Um miðja 19. öld hófu þó nokkrir sérvitringar í Bretlandi að halda því fram að jörðin væri flöt. Þekktastur var Samuel Rowbotham sem sagðist fyrst og fremst treysta eigin augum. Hann vakti nokkra athygli en oftast sem aðhlátursefni. Á 20. öld hélt veikburða félagsskapur, Flat Earth Society, hugmyndinni í lífi, en hún var nærri útdauð um aldamótin 2000. Síðan dró til tíðinda. Á árunum eftir 2015 sprakk hugmyndin um flata jörð út á netinu. Árið 2018 mættu hundruðir á flatjarðarráðstefnu og bandarískar kannanir sýndu að 2 til 5 prósent ýmist trúa eða efast um hnattlögun jarðar. Skýringin á endurvakningu þessarar fornu hugmyndar liggur í samspili samfélagsmiðla og samfélagsþróunar. Örfáir en afkastamiklir einstaklingar byrjuðu árið 2015 að setja á YouTube myndbönd sem „afhjúpuðu“ meintar lygar yfirvalda og „sannanir“ fyrir flatri jörð. Algrímið ýtti á þeim tíma ögrandi efni að notendum enn frekar en það gerir í dag og því hækkuðu áhorfstölur hratt, sem varð til þess að fleiri settu inn samskonar myndbönd, sem aftur jók framboðið og breiddi út boðskapinn. Flestir horfðu á þetta sem grín en ákveðinn hópur var móttækilegur. Jarðvegur samsæriskenninga hafði orðið frjósamari í kjölfar mikillar útbreiðslu samsæriskenninga um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 og allt var þetta keyrt áfram af sístækkandi netsamfélagi. Að trúa að jörðin sé flöt og að til sé alþjóðlegt samsæri vísindamanna og yfirvalda um að halda hinu sanna leyndu er ein ýktasta birtingarmynd samsæriskenninga. Hún sýnir hvernig einföld, tilfinningaleg frásögn getur unnið á móti áþreifanlegum sönnunum og hvernig vantraust á sérfræðivísindi getur orðið límið í nýjum samfélögum á netinu. Nýjasti þáttur Skuggavaldsins rekur sögu hugmyndarinnar um flata jörð, setur hana í samhengi við samtímann og spyr hvaða áhrif svona hugmyndir geta haft. Hlustaðu í þinni hlaðvarpsveitu.
Skuggavaldið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira