Rooney er ósammála Gerrard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 09:00 Wayne Rooney og Steven Gerrard léku 71 landsleik saman á sínum tíma með enska landsliðinu. Getty/Stuart Franklin Wayne Rooney er alls ekki á því að núverandi enska landsliðið í fótbolta hafi betra hugarfar en „gullkynslóðin“ hans eins og fyrrum landsliðsfélagi hans Steven Gerrard hélt fram í vikunni. Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, olli miklu fjaðrafoki í vikunni þegar hann sagði að skort þeirra á titlum mætti rekja til þess að lykilleikmenn hafi verið „sjálfhverfir lúserar.“ Gerrard, sem sjálfur spilaði 114 landsleiki fyrir England á árunum 2000 til 2014, sagði: „Við vorum ekki lið.“ Rooney taldi ástæðu til að svara þessum ummælum í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show. Roy Keane and Wayne Rooney respond to Steven Gerrard's "egotistical losers" comment 🗣️ pic.twitter.com/9JdBI5INam— ESPN UK (@ESPNUK) October 10, 2025 Manchester United-goðsögnin er ekki sammála Gerrard, en þeir spiluðu saman í hæfileikaríkri kynslóð sem innihélt leikmenn á borð við Paul Scholes, David Beckham og Michael Owen. Rooney spilaði 120 landsleiki fyrir England á fimmtán árum og skoraði 53 mörk en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk fyrir enska landsliðið. Hvorugur komst í undanúrslit Hvorki Gerrard né Rooney komust lengra en í undanúrslit á stórmóti með Englandi, á meðan þessi kynslóð sem er í liðinu í dag komst í úrslitaleiki EM 2020 og 2024 og undanúrslit HM 2022. „Við unnum auðvitað ekkert. Ég myndi ekki orða þetta alveg svona en ég skil hvað hann er að meina. Það voru margir stórir karakterar í búningsklefanum,“ sagði Rooney. „Ég myndi ekki segja að núverandi enska landsliðið hafi betra hugarfar. Það er vanvirðing við okkur sem leikmenn því við lögðum hart að okkur, við reyndum. Okkur tókst bara ekki að ná því,“ sagði Rooney. Við hefðum getað það „Jafnvel þegar maður lítur til baka með þá leikmenn sem við höfðum, hefðum við getað gert betur? Við hefðum getað það en það átti ekki að verða,“ sagði Rooney. Fyrrverandi framherji Manchester United útskýrði enn fremur að samband leikmanna frá keppinautaliðum í deildinni hafi batnað. „Það sem við sjáum núna eru [keppinautar] sem æfa saman áður en þeir fara saman aftur á undirbúningstímabilið, til dæmis Phil Foden og Marcus Rashford. Þetta er önnur kynslóð. Stóra málið er að fjölmiðlaumfjöllunin er miklu betri. Leikmennirnir ná betur til fjölmiðla. Utan frá gefur það betri tilfinningu,“ sagði Rooney. Erfitt samband við leikmenn Liverpool Gerrard sagði að sumir leikmenn Manchester United og Liverpool hefðu betra samband sem sparkspekingar en þeir höfðu þegar þeir spiluðu fyrir England. „Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum, með Englandi,“ sagði Gerrard í hlaðvarpinu Rio Ferdinand Presents. Rooney tók undir með Liverpool-goðsögninni og bætti við: „Það var erfitt að hafa þetta samband við leikmenn Liverpool og Man Utd. Það er auðveldara núna,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, olli miklu fjaðrafoki í vikunni þegar hann sagði að skort þeirra á titlum mætti rekja til þess að lykilleikmenn hafi verið „sjálfhverfir lúserar.“ Gerrard, sem sjálfur spilaði 114 landsleiki fyrir England á árunum 2000 til 2014, sagði: „Við vorum ekki lið.“ Rooney taldi ástæðu til að svara þessum ummælum í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show. Roy Keane and Wayne Rooney respond to Steven Gerrard's "egotistical losers" comment 🗣️ pic.twitter.com/9JdBI5INam— ESPN UK (@ESPNUK) October 10, 2025 Manchester United-goðsögnin er ekki sammála Gerrard, en þeir spiluðu saman í hæfileikaríkri kynslóð sem innihélt leikmenn á borð við Paul Scholes, David Beckham og Michael Owen. Rooney spilaði 120 landsleiki fyrir England á fimmtán árum og skoraði 53 mörk en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk fyrir enska landsliðið. Hvorugur komst í undanúrslit Hvorki Gerrard né Rooney komust lengra en í undanúrslit á stórmóti með Englandi, á meðan þessi kynslóð sem er í liðinu í dag komst í úrslitaleiki EM 2020 og 2024 og undanúrslit HM 2022. „Við unnum auðvitað ekkert. Ég myndi ekki orða þetta alveg svona en ég skil hvað hann er að meina. Það voru margir stórir karakterar í búningsklefanum,“ sagði Rooney. „Ég myndi ekki segja að núverandi enska landsliðið hafi betra hugarfar. Það er vanvirðing við okkur sem leikmenn því við lögðum hart að okkur, við reyndum. Okkur tókst bara ekki að ná því,“ sagði Rooney. Við hefðum getað það „Jafnvel þegar maður lítur til baka með þá leikmenn sem við höfðum, hefðum við getað gert betur? Við hefðum getað það en það átti ekki að verða,“ sagði Rooney. Fyrrverandi framherji Manchester United útskýrði enn fremur að samband leikmanna frá keppinautaliðum í deildinni hafi batnað. „Það sem við sjáum núna eru [keppinautar] sem æfa saman áður en þeir fara saman aftur á undirbúningstímabilið, til dæmis Phil Foden og Marcus Rashford. Þetta er önnur kynslóð. Stóra málið er að fjölmiðlaumfjöllunin er miklu betri. Leikmennirnir ná betur til fjölmiðla. Utan frá gefur það betri tilfinningu,“ sagði Rooney. Erfitt samband við leikmenn Liverpool Gerrard sagði að sumir leikmenn Manchester United og Liverpool hefðu betra samband sem sparkspekingar en þeir höfðu þegar þeir spiluðu fyrir England. „Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum, með Englandi,“ sagði Gerrard í hlaðvarpinu Rio Ferdinand Presents. Rooney tók undir með Liverpool-goðsögninni og bætti við: „Það var erfitt að hafa þetta samband við leikmenn Liverpool og Man Utd. Það er auðveldara núna,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira