Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 10:22 Kylian Mbappe meiddist á ökkla í gærkvöldi og bað um skiptingu. EPA/YOAN VALAT Ökklameiðsli franska framherjans Kylian Mbappé eru ekki alvarleg en þó nógu slæm til að hann missi af leiknum á móti Íslandi á Laugardalsvellinum á mánudaginn. Mbappé þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiksins gegn Aserbaídsjan í gærkvöldi. Hann skoraði og lagði upp mark í leiknum sem Frakkland vann 3-0. Þetta var tíundi leikurinn í röð sem Mbappé skorar með annaðhvort Real Madrid eða franska landsliðinu. Mbappé bað um skiptingu undir lok leiksins og ákveðið var að franska stjarnan myndi fara aftur heim til Madrídar þar sem hann fór í nánari skoðun. Didier Deschamps, þjálfari franska liðsins, var spurður út í meiðsli Mbappé eftir leikinn. „Hann fékk aftur högg á sama ökkla. Verkurinn minnkar þegar hann hvílir sig. Í leik verða auðvitað snertingar. Við skoðum þetta síðar. Hann finnur fyrir óþægindum sem eru ekki heppileg fyrir hann,“ sagði Deschamps um ökklameiðsli Mbappé.Fótboltablaðamaðurinn Fabrizio Romano skrifar á X í morgun að ökklameiðsli Mbappé séu ekki alvarleg. Frakkinn fór í skoðun í morgun og er búist við að hann verði klár í slaginn í næstu viku, skrifar Romano. Mbappé er nú bara fjórum mörkum frá markameti Olivier Giroud með franska landsliðinu en Giroud skoraði 57 mörk fyrir landsliðið. Mbappé er nú kominn með 53 mörk í aðeins 93 leikjum. Þrjú af þessum mörkum hafa komið í þremur landsleikjum á móti Íslandi þar af í 2-1 sigrinum í leik þjóðanna í september. Mbappé hefur einnig lagt upp fjögur mörk í leikjunum þremur og því komið að sjö frönskum mörkum í þremur leikjum á móti Íslandi. Mbappé hefur einnig skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu nema einum sem var í 2-1 sigri Real Madrid á móti Mallorca í spænsku deildinni 30. ágúst síðastliðinn. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé completed tests this morning and his ankle injury’s not seen as serious/worrying.Real Madrid staff expect Mbappé to be available for the upcoming week. 🔙🤍 pic.twitter.com/WQLIfv76P1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2025 HM 2026 í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Mbappé þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiksins gegn Aserbaídsjan í gærkvöldi. Hann skoraði og lagði upp mark í leiknum sem Frakkland vann 3-0. Þetta var tíundi leikurinn í röð sem Mbappé skorar með annaðhvort Real Madrid eða franska landsliðinu. Mbappé bað um skiptingu undir lok leiksins og ákveðið var að franska stjarnan myndi fara aftur heim til Madrídar þar sem hann fór í nánari skoðun. Didier Deschamps, þjálfari franska liðsins, var spurður út í meiðsli Mbappé eftir leikinn. „Hann fékk aftur högg á sama ökkla. Verkurinn minnkar þegar hann hvílir sig. Í leik verða auðvitað snertingar. Við skoðum þetta síðar. Hann finnur fyrir óþægindum sem eru ekki heppileg fyrir hann,“ sagði Deschamps um ökklameiðsli Mbappé.Fótboltablaðamaðurinn Fabrizio Romano skrifar á X í morgun að ökklameiðsli Mbappé séu ekki alvarleg. Frakkinn fór í skoðun í morgun og er búist við að hann verði klár í slaginn í næstu viku, skrifar Romano. Mbappé er nú bara fjórum mörkum frá markameti Olivier Giroud með franska landsliðinu en Giroud skoraði 57 mörk fyrir landsliðið. Mbappé er nú kominn með 53 mörk í aðeins 93 leikjum. Þrjú af þessum mörkum hafa komið í þremur landsleikjum á móti Íslandi þar af í 2-1 sigrinum í leik þjóðanna í september. Mbappé hefur einnig lagt upp fjögur mörk í leikjunum þremur og því komið að sjö frönskum mörkum í þremur leikjum á móti Íslandi. Mbappé hefur einnig skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu nema einum sem var í 2-1 sigri Real Madrid á móti Mallorca í spænsku deildinni 30. ágúst síðastliðinn. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé completed tests this morning and his ankle injury’s not seen as serious/worrying.Real Madrid staff expect Mbappé to be available for the upcoming week. 🔙🤍 pic.twitter.com/WQLIfv76P1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2025
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira