Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 12:07 Á augnabliki skapaðist stórhætta í Reynisfjöru. Hybaj na Island Enn eitt myndskeiðið af ferðafólki koma sér í klandur í Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli undanfarna daga á samfélagsmiðlum. Enginn virðist sem betur fer hafa slasast alvarlega. Slóvakar sem sækja Ísland reglulega heim og halda úti Facebook-síðu vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Marek frá Slóvakíu tók myndskeiðið þriðjudaginn 7. október. Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum. Marek segir ferðamennina hafa verið frá Kína og ekki orðið meint af. „Maðurinn var í nákvæmlega sömu stöðu eftir ölduna, nema rennandi blautur,“ segir Marek. Gul, appelsínugul og rauð viðvörunarljós eru notuð til að meta stöðuna í fjörunni hverju sinni. Marek segir að þennan dag hafi appelsínugulaljósið logað til marks um að töluverð hætta sé á ferðum og fólk beðið um að halda sig langt frá briminu. Marek segir að þennan dag hafi verið gott veður, sólríkur dagur en öldurnar alltaf jafnhættulegar. Hann bjó um tíma á Íslandi og reynir að koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári. Hann hreinlega elski íslenska náttúru. Hann heldur heim til Slóvakíu á morgun og segir þessa heimsókn hafa verið í blautari kantinum enda töluvert rignt undanfarna daga. Atvikið er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Banaslys varð í Reynisfjöru í byrjun ágúst þegar að níu ára stúlka frá Þýskalandi varð öldunni að bráð. Faðir hennar og systir voru einnig hætt komin. Banaslysið var það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Borið hefur á því að ferðamenn í Reynisfjöru hunsi einfaldlega ljósin í fjörunni og setji sig í mjög meðvitaða hættu. Að neðan má sjá myndbönd frá Reynisfjöru í lok ágúst þar sem fólk virðir rautt viðvörunarljós að vettugi. Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Slóvakar sem sækja Ísland reglulega heim og halda úti Facebook-síðu vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Marek frá Slóvakíu tók myndskeiðið þriðjudaginn 7. október. Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum. Marek segir ferðamennina hafa verið frá Kína og ekki orðið meint af. „Maðurinn var í nákvæmlega sömu stöðu eftir ölduna, nema rennandi blautur,“ segir Marek. Gul, appelsínugul og rauð viðvörunarljós eru notuð til að meta stöðuna í fjörunni hverju sinni. Marek segir að þennan dag hafi appelsínugulaljósið logað til marks um að töluverð hætta sé á ferðum og fólk beðið um að halda sig langt frá briminu. Marek segir að þennan dag hafi verið gott veður, sólríkur dagur en öldurnar alltaf jafnhættulegar. Hann bjó um tíma á Íslandi og reynir að koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári. Hann hreinlega elski íslenska náttúru. Hann heldur heim til Slóvakíu á morgun og segir þessa heimsókn hafa verið í blautari kantinum enda töluvert rignt undanfarna daga. Atvikið er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Banaslys varð í Reynisfjöru í byrjun ágúst þegar að níu ára stúlka frá Þýskalandi varð öldunni að bráð. Faðir hennar og systir voru einnig hætt komin. Banaslysið var það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Borið hefur á því að ferðamenn í Reynisfjöru hunsi einfaldlega ljósin í fjörunni og setji sig í mjög meðvitaða hættu. Að neðan má sjá myndbönd frá Reynisfjöru í lok ágúst þar sem fólk virðir rautt viðvörunarljós að vettugi.
Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira