„Ekitiké er ekki slæmur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 14:02 Hákon vonast til að íslenska liðið geri enn betur en í París og geti sótt meira á Frakkana en þá. vísir / anton brink Hákon Arnar Haraldsson vonast til að fjarvera sterkra leikmanna hjá franska landsliðinu komi sér vel fyrir Ísland er liðin eigast við á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Engir aukvisar koma hins vegar inn í staðinn. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Klippa: Hákon vongóður fyrir leikinn við Frakkland Staða Íslands í riðlinum versnaði töluvert vegna taps fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. Úkraína vann 5-3 en átti aðeins sex skot í leiknum. Hákon segir menn hafa verið þunga eftir tapið á föstudag en hafi haft skamman tíma til að svekkja sig á því. „Það var þungt. Við tókum bara 24 tíma í að vera svekktir og fara yfir leikinn og fara yfir hvað fór úrskeiðis og hvað við gerðum vel. Auðvitað er maður þungur og svekktur eftir svona leik – en það er næsti leikur og við þurfum að vera klárir,“ segir Hákon sem segir helgina hafa verið hefðbundna. „Þetta er bara búið að vera fínt. Þetta líður svo hratt, áður en maður veit af er leikur á morgun. Maður hefur eiginlega ekki tíma í að pæla í neinu öðru. Það er endurheimt, borða vel og sofa vel, það kemst ekkert annað að.“ Það sé þá gott að fá leik við stórlið Frakka. Menn þurfi ekki að hafa mikið fyrir því að finna hvatningu að gera vel í slíkum leik. „Alls ekki. Að spila á móti bestu leikmönnum í heimi og einu besta liði í heimi. Það er ekki flókið að gíra sig í það. Við erum klárir í það,“ segir Hákon. Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. „Auðvitað hefur það áhrif, einn besti leikmaður í heimi. Það kemur maður í manns stað. Ekitiké er ekki slæmur. Það vantar alveg stóra prófíla hjá þeim sem hjálpar okkur. En aðrir vilja sýna sig til að vera með í HM-hópnum. Það kemur góður leikmaður í manns stað,“ segir Hákon. Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. Hákon býst við því að Ísland nálgist leik morgundagsins með svipuðum hætti og þeir gerðu ytra. „Vonandi verðum við aðeins meira með boltann en úti. Þetta verður svipuð leikmynd, við meira að verjast og þeir að sækja. Vonandi getum við pressað þá meira og haldið meira í boltann og sótt meira á þá. Ég býst við hörkuleik, það verður fullt á vellinum og það hjálpar okkur helling,“ segir Hákon. Hvað þarf helst að laga frá leik föstudagsins? „Aulamistök. Við megum ekki tapa stöðunni einn á móti einum. Þeir refsa svo grimmilega. Ef við ætlum að pressa þá þurufm við að fara saman í það og ef við ætlum að verjast þurfum við að vera all-in í því. Svona góðar þjóðir refsa bara, eins og Úkraína gerði. Smáatriðin þurfa að vera alveg á hreinu ef við ætlum að gera eitthvað í þessum leik,“ segir Hákon. Viðtalið má sjá í spilaranum. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Klippa: Hákon vongóður fyrir leikinn við Frakkland Staða Íslands í riðlinum versnaði töluvert vegna taps fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. Úkraína vann 5-3 en átti aðeins sex skot í leiknum. Hákon segir menn hafa verið þunga eftir tapið á föstudag en hafi haft skamman tíma til að svekkja sig á því. „Það var þungt. Við tókum bara 24 tíma í að vera svekktir og fara yfir leikinn og fara yfir hvað fór úrskeiðis og hvað við gerðum vel. Auðvitað er maður þungur og svekktur eftir svona leik – en það er næsti leikur og við þurfum að vera klárir,“ segir Hákon sem segir helgina hafa verið hefðbundna. „Þetta er bara búið að vera fínt. Þetta líður svo hratt, áður en maður veit af er leikur á morgun. Maður hefur eiginlega ekki tíma í að pæla í neinu öðru. Það er endurheimt, borða vel og sofa vel, það kemst ekkert annað að.“ Það sé þá gott að fá leik við stórlið Frakka. Menn þurfi ekki að hafa mikið fyrir því að finna hvatningu að gera vel í slíkum leik. „Alls ekki. Að spila á móti bestu leikmönnum í heimi og einu besta liði í heimi. Það er ekki flókið að gíra sig í það. Við erum klárir í það,“ segir Hákon. Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. „Auðvitað hefur það áhrif, einn besti leikmaður í heimi. Það kemur maður í manns stað. Ekitiké er ekki slæmur. Það vantar alveg stóra prófíla hjá þeim sem hjálpar okkur. En aðrir vilja sýna sig til að vera með í HM-hópnum. Það kemur góður leikmaður í manns stað,“ segir Hákon. Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. Hákon býst við því að Ísland nálgist leik morgundagsins með svipuðum hætti og þeir gerðu ytra. „Vonandi verðum við aðeins meira með boltann en úti. Þetta verður svipuð leikmynd, við meira að verjast og þeir að sækja. Vonandi getum við pressað þá meira og haldið meira í boltann og sótt meira á þá. Ég býst við hörkuleik, það verður fullt á vellinum og það hjálpar okkur helling,“ segir Hákon. Hvað þarf helst að laga frá leik föstudagsins? „Aulamistök. Við megum ekki tapa stöðunni einn á móti einum. Þeir refsa svo grimmilega. Ef við ætlum að pressa þá þurufm við að fara saman í það og ef við ætlum að verjast þurfum við að vera all-in í því. Svona góðar þjóðir refsa bara, eins og Úkraína gerði. Smáatriðin þurfa að vera alveg á hreinu ef við ætlum að gera eitthvað í þessum leik,“ segir Hákon. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira