Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2025 07:32 Strákarnir okkar þökkuðu vel fyrir magnaðan stuðning í Laugardalnum í gærkvöld. vísir/Anton Stigið sem Ísland vann sér inn gegn næstbesta landsliði heims í gær, með 2-2 jafnteflinu við Frakka, gæti skipt sköpum í baráttunni um að komast á HM í fótbolta næsta sumar. Eftir tapið gegn Úkraínu á föstudag er ekki lengur raunhæfur möguleiki á að Ísland vinni D-riðil og komist beint á HM. Baráttan er hins vegar hörð við Úkraínu um 2. sæti riðilsins og að komast þannig í umspil í mars á næsta ári. Frakkland er efst í riðlinum með 10 stig, Úkraína er með 7, Ísland 4 og Aserbaísjan 1, þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland mætir Aserum á útivelli 13. nóvember og svo Úkraínu 16. nóvember en vegna stríðsins við Rússa spilar Úkraína heimaleiki sína í Póllandi. Úkraína fer fyrst til Parísar og spilar við Frakka 13. nóvember, þar sem Íslendingar ættu líklega að halda með Frökkum. Enn með betri markatölu en Úkraína Þrátt fyrir að vera neðar en Úkraína þá er Ísland enn með betri markatölu (+2 gegn +1 hjá Úkraínu) og er mikilvægt að hafa í huga að verði lið jöfn að stigum þá ræður heildarmarkatala lokastöðunni (ekki innbyrðis úrslit eins og í UEFA-keppnum). Þess vegna eru spennandi möguleikar í stöðunni fyrir mögulegan úrslitaleik Úkraínu og Íslands um 2. sæti þann 16. nóvember. Tveir möguleikar leiða hins vegar til þess að Ísland eigi enga von fyrir þann leik. Möguleikarnir fyrir leik Úkraínu og Íslands í lokaumferðinni: Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Úkraína tapar gegn Frakklandi: Þá verða Ísland og Úkraína jöfn að stigum en Ísland með betri markatölu. Jafntefli gegn Úkraínu myndi þá duga Íslandi til að ná 2. sæti. Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Frakkland og Úkraína gera jafntefli: Þá þyrfti Ísland að vinna Úkraínu til að ná 2. sæti. Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Úkraína vinnur Frakkland: Þá er enn möguleiki á efsta sæti fyrir Ísland en til þess þyrfti Frakkland svo að tapa í Aserbaísjan. Ísland þyrfti sigur, annað hvort til að ná 2. sæti af Úkraínu eða til að ná upp fyrir bæði Frakkland og Úkraínu. Ef Ísland gerir jafntefli við Aserbaísjan og Úkraína vinnur Frakkland: Þá yrðu möguleikar Íslands úr sögunni. Ef Ísland gerir jafntefli við Aserbaísjan og Úkraína vinnur ekki Frakkland: Þá þyrfti Ísland að vinna Úkraínu til að ná 2. sæti. Ef Ísland tapar fyrir Aserbaísjan og Úkraína tapar ekki gegn Frakklandi: Þá yrðu möguleikar Íslands úr sögunni. Ef Ísland tapar fyrir Aserbaísjan og Úkraína tapar gegn Frakklandi: Þá þarf Ísland sigur gegn Úkraínu til að ná 2. sæti. Aserar ættu fræðilega von um að blanda sér í baráttuna en eru með skelfilega markatölu. Það bíður svo vonandi betri tíma að velta því fyrir sér hvernig umspilið í mars mun líta út en þar þarf að slá út tvo andstæðinga til að komast á HM. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. 13. október 2025 21:13 X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. 13. október 2025 20:58 Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli. 13. október 2025 19:41 „Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. 13. október 2025 21:37 „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Daníel Leó Grétarsson stóð í ströngu í miðri vörn Íslands í leiknum gegn Frakklandi í kvöld. Lokatölur 2-2 og Daníel var að vonum sáttur í leikslok. 13. október 2025 22:11 Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Rúnar Kristinsson og Kjartan Henry Finnbogason gáfu sitt álit á því hverjir hefðu verið bestu leikmenn Íslands í 2-2 jafnteflinu við Frakkland í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Rúnar sagði tvo varnarmenn hafa staðið upp úr en Kjartan leit aðeins framar á völlinn. 13. október 2025 23:02 „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna. 13. október 2025 22:26 „Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 13. október 2025 20:55 „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn. 13. október 2025 21:39 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Eftir tapið gegn Úkraínu á föstudag er ekki lengur raunhæfur möguleiki á að Ísland vinni D-riðil og komist beint á HM. Baráttan er hins vegar hörð við Úkraínu um 2. sæti riðilsins og að komast þannig í umspil í mars á næsta ári. Frakkland er efst í riðlinum með 10 stig, Úkraína er með 7, Ísland 4 og Aserbaísjan 1, þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland mætir Aserum á útivelli 13. nóvember og svo Úkraínu 16. nóvember en vegna stríðsins við Rússa spilar Úkraína heimaleiki sína í Póllandi. Úkraína fer fyrst til Parísar og spilar við Frakka 13. nóvember, þar sem Íslendingar ættu líklega að halda með Frökkum. Enn með betri markatölu en Úkraína Þrátt fyrir að vera neðar en Úkraína þá er Ísland enn með betri markatölu (+2 gegn +1 hjá Úkraínu) og er mikilvægt að hafa í huga að verði lið jöfn að stigum þá ræður heildarmarkatala lokastöðunni (ekki innbyrðis úrslit eins og í UEFA-keppnum). Þess vegna eru spennandi möguleikar í stöðunni fyrir mögulegan úrslitaleik Úkraínu og Íslands um 2. sæti þann 16. nóvember. Tveir möguleikar leiða hins vegar til þess að Ísland eigi enga von fyrir þann leik. Möguleikarnir fyrir leik Úkraínu og Íslands í lokaumferðinni: Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Úkraína tapar gegn Frakklandi: Þá verða Ísland og Úkraína jöfn að stigum en Ísland með betri markatölu. Jafntefli gegn Úkraínu myndi þá duga Íslandi til að ná 2. sæti. Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Frakkland og Úkraína gera jafntefli: Þá þyrfti Ísland að vinna Úkraínu til að ná 2. sæti. Ef Ísland vinnur Aserbaísjan og Úkraína vinnur Frakkland: Þá er enn möguleiki á efsta sæti fyrir Ísland en til þess þyrfti Frakkland svo að tapa í Aserbaísjan. Ísland þyrfti sigur, annað hvort til að ná 2. sæti af Úkraínu eða til að ná upp fyrir bæði Frakkland og Úkraínu. Ef Ísland gerir jafntefli við Aserbaísjan og Úkraína vinnur Frakkland: Þá yrðu möguleikar Íslands úr sögunni. Ef Ísland gerir jafntefli við Aserbaísjan og Úkraína vinnur ekki Frakkland: Þá þyrfti Ísland að vinna Úkraínu til að ná 2. sæti. Ef Ísland tapar fyrir Aserbaísjan og Úkraína tapar ekki gegn Frakklandi: Þá yrðu möguleikar Íslands úr sögunni. Ef Ísland tapar fyrir Aserbaísjan og Úkraína tapar gegn Frakklandi: Þá þarf Ísland sigur gegn Úkraínu til að ná 2. sæti. Aserar ættu fræðilega von um að blanda sér í baráttuna en eru með skelfilega markatölu. Það bíður svo vonandi betri tíma að velta því fyrir sér hvernig umspilið í mars mun líta út en þar þarf að slá út tvo andstæðinga til að komast á HM.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. 13. október 2025 21:13 X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. 13. október 2025 20:58 Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli. 13. október 2025 19:41 „Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. 13. október 2025 21:37 „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Daníel Leó Grétarsson stóð í ströngu í miðri vörn Íslands í leiknum gegn Frakklandi í kvöld. Lokatölur 2-2 og Daníel var að vonum sáttur í leikslok. 13. október 2025 22:11 Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Rúnar Kristinsson og Kjartan Henry Finnbogason gáfu sitt álit á því hverjir hefðu verið bestu leikmenn Íslands í 2-2 jafnteflinu við Frakkland í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Rúnar sagði tvo varnarmenn hafa staðið upp úr en Kjartan leit aðeins framar á völlinn. 13. október 2025 23:02 „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna. 13. október 2025 22:26 „Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 13. október 2025 20:55 „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn. 13. október 2025 21:39 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. 13. október 2025 21:13
X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. 13. október 2025 20:58
Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli. 13. október 2025 19:41
„Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. 13. október 2025 21:37
„Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Daníel Leó Grétarsson stóð í ströngu í miðri vörn Íslands í leiknum gegn Frakklandi í kvöld. Lokatölur 2-2 og Daníel var að vonum sáttur í leikslok. 13. október 2025 22:11
Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Rúnar Kristinsson og Kjartan Henry Finnbogason gáfu sitt álit á því hverjir hefðu verið bestu leikmenn Íslands í 2-2 jafnteflinu við Frakkland í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Rúnar sagði tvo varnarmenn hafa staðið upp úr en Kjartan leit aðeins framar á völlinn. 13. október 2025 23:02
„Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna. 13. október 2025 22:26
„Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 13. október 2025 20:55
„Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn. 13. október 2025 21:39