Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2025 11:00 Árásirnar voru framdar utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Vísir/Anton Brink Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til fimmtán mánaða skilorðsbundins fangelsi fyrir líkamsárás og sérlega hættulega líkamsárás. Í þeirri seinni stakk hann mann í síðuna með þeim afleiðingum að hann hlaut „langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa.“ Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 8. október síðastliðinn, segir að maðurinn, sem nú er 22 ára, hafi verið ákærður fyrir tvö brot, framin aðfaranótt sunnudags í ágúst árið 2021, utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Sló annan og stakk hinn Annars vegar hafi hann veist að ofbeldi að manni, slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að hann féll aftur fyrir sig í götuna, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á fjarlæga hluta sveifarbeins vinstri handar, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi. Hins vegar hafi hann í kjölfarið veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann hnefahöggi í höfuð og stungið hann einu sinni með hnífi í vinstri síðu, með þeim afleiðingum að hann hlaut langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa með seytlandi blæðingu út frá skornum bakbreiðavöðva og einhliða lungnamar. Fyrra brotið varði ákvæði hegningarlaga um líkamsárás en það síðara ákvæði um sérlega hættulega líkamsárás. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi skýlaust játað brota sín og að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans séu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hafi maðurinn í ágúst árið 2021 verið dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til þriggja ára. Þá hafi hann með dómi í nóvember 2022 verið dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga fyrir líkamsárás, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til tveggja ára. Um hegningarauka hafi verið að ræða við hinn fyrri dóm. Brot þau sem maðurinn væri sakfelldur fyrir nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar féllu og verði honum því dæmdur hegningarauki við þá. Fimmtán mánuðir og 2,1 milljón Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess maðurinn væri sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og að við aðra þeirra hafi hættulegu vopni verið beitt. „Á hinn bóginn hefur ákærði játað skýlaust háttsemi sína. Þá er langt um liðið síðan brot ákærða var framið og verður honum ekki kennt um drátt málsins. Var hann einungis 18 ára þegar brotið var framið en er nú orðinn 22 ára og hefur í millitíðinni lokið námi.“ Loks sé um að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Þegar litið er til alls þessa sé það niðurstaða dómsins að dæma beri manninn til að sæta fangelsi í fimmtán mánuði. Þyki eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði. Þá segir í dóminum að maðurinn greiði þeim sem varð fyrir árásinni 600 þúsund krónur og þeim sem varð fyrir sérstaklega hættulegu árásinni 1,5 milljónir króna. Loks greiði hann allan sakarkostnað, tæplega 800 þúsund krónur. Dómsmál Seltjarnarnes Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 8. október síðastliðinn, segir að maðurinn, sem nú er 22 ára, hafi verið ákærður fyrir tvö brot, framin aðfaranótt sunnudags í ágúst árið 2021, utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Sló annan og stakk hinn Annars vegar hafi hann veist að ofbeldi að manni, slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að hann féll aftur fyrir sig í götuna, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á fjarlæga hluta sveifarbeins vinstri handar, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi. Hins vegar hafi hann í kjölfarið veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann hnefahöggi í höfuð og stungið hann einu sinni með hnífi í vinstri síðu, með þeim afleiðingum að hann hlaut langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa með seytlandi blæðingu út frá skornum bakbreiðavöðva og einhliða lungnamar. Fyrra brotið varði ákvæði hegningarlaga um líkamsárás en það síðara ákvæði um sérlega hættulega líkamsárás. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi skýlaust játað brota sín og að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans séu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hafi maðurinn í ágúst árið 2021 verið dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til þriggja ára. Þá hafi hann með dómi í nóvember 2022 verið dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga fyrir líkamsárás, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til tveggja ára. Um hegningarauka hafi verið að ræða við hinn fyrri dóm. Brot þau sem maðurinn væri sakfelldur fyrir nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar féllu og verði honum því dæmdur hegningarauki við þá. Fimmtán mánuðir og 2,1 milljón Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess maðurinn væri sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og að við aðra þeirra hafi hættulegu vopni verið beitt. „Á hinn bóginn hefur ákærði játað skýlaust háttsemi sína. Þá er langt um liðið síðan brot ákærða var framið og verður honum ekki kennt um drátt málsins. Var hann einungis 18 ára þegar brotið var framið en er nú orðinn 22 ára og hefur í millitíðinni lokið námi.“ Loks sé um að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Þegar litið er til alls þessa sé það niðurstaða dómsins að dæma beri manninn til að sæta fangelsi í fimmtán mánuði. Þyki eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði. Þá segir í dóminum að maðurinn greiði þeim sem varð fyrir árásinni 600 þúsund krónur og þeim sem varð fyrir sérstaklega hættulegu árásinni 1,5 milljónir króna. Loks greiði hann allan sakarkostnað, tæplega 800 þúsund krónur.
Dómsmál Seltjarnarnes Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent