Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2025 12:46 Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir stjórnina ekki flýta sér að finna eftirmann Nik Chamberlain. Samsett/Vísir Forráðamenn Breiðabliks flýta sér hægt í þjálfaraleit vegna brotthvarfs Englendingsins Nik Chamberlain. Blikakonur hafa átt frábært tímabil enda vörðu þær Íslandsmeistaratitil sinn og unnu bikarinn í fyrsta sinn frá árinu 2021. Auk þess komust þær áfram í 16-liða úrslit í nýjum Evrópubikar UEFA þar sem liðið mætir Fortuna Hjörring frá Danmörku. Hvað skilar svona góði sumri? „Það er náttúrulega frábært lið, góður þjálfari og við reynum að halda sæmilega utan um þetta. Það hafa verið að stíga upp hjá okkur margir ungir leikmenn. Við sáum það gegn Val um síðustu helgi hvað margar ungar og efnilegar stelpur spiluðu. Framtíðin er björt en við byggjum á traustum grunni,“ Þjálfarinn er hins vegar á förum. Nik Chamberlain tekur við Kristianstad í Svíþjóð um áramótin. Það er væntanlega erfitt að kveðja Nik? „Það er mjög erfitt. Hann er búinn að vera hjá okkur í tvö ár og skila tveimur Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistartitli. Það gerist ekki betra. En um leið erum við mjög stolt af því að hann sé að fara frá okkur í stór verkefni erlendis. Við teljum það vera rós í hnappagatið hjá Breiðabliki líka. Við óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta í því. Við munum fylgjast spennt með honum,“ Lætur lítið uppi Nik getur að líkindum klárað komandi Evrópuleiki en leit að eftirmanni stendur yfir. Breiðablik mætir Fortuna Hjörring í 16-liða úrslitum um miðjan nóvember. „Við erum að flýta okkur hægt. Við ætlum að vanda okkur verulega við það. Auðvitað er erfitt að finna mann sem getur þjálfað meistaralið Breiðabliks. Hann fer núna eftir tímabilið, hvort sem það verður eftir Evrópuleikina, en hvernig það verður nákvæmlega – við höfum ekki fest það í hendi. Það verður gert í fínu samkomulagi, ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Flosi. Hvernig gengur leitin að eftirmanni? „Hún gengur ágætlega.“ Hafið þið haft samband við marga? „Við höfum heyrt í einhverjum.“ Hafið þið tekið einhverja í starfsviðtöl eða slíkt? „Ég ætla ekkert að fara nákvæmlega inn í það hvernig við erum að gera þetta. En við munum ráða góðan þjálfara,“ segir Flosi sem heldur spilunum þétt að sér. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Blikakonur hafa átt frábært tímabil enda vörðu þær Íslandsmeistaratitil sinn og unnu bikarinn í fyrsta sinn frá árinu 2021. Auk þess komust þær áfram í 16-liða úrslit í nýjum Evrópubikar UEFA þar sem liðið mætir Fortuna Hjörring frá Danmörku. Hvað skilar svona góði sumri? „Það er náttúrulega frábært lið, góður þjálfari og við reynum að halda sæmilega utan um þetta. Það hafa verið að stíga upp hjá okkur margir ungir leikmenn. Við sáum það gegn Val um síðustu helgi hvað margar ungar og efnilegar stelpur spiluðu. Framtíðin er björt en við byggjum á traustum grunni,“ Þjálfarinn er hins vegar á förum. Nik Chamberlain tekur við Kristianstad í Svíþjóð um áramótin. Það er væntanlega erfitt að kveðja Nik? „Það er mjög erfitt. Hann er búinn að vera hjá okkur í tvö ár og skila tveimur Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistartitli. Það gerist ekki betra. En um leið erum við mjög stolt af því að hann sé að fara frá okkur í stór verkefni erlendis. Við teljum það vera rós í hnappagatið hjá Breiðabliki líka. Við óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta í því. Við munum fylgjast spennt með honum,“ Lætur lítið uppi Nik getur að líkindum klárað komandi Evrópuleiki en leit að eftirmanni stendur yfir. Breiðablik mætir Fortuna Hjörring í 16-liða úrslitum um miðjan nóvember. „Við erum að flýta okkur hægt. Við ætlum að vanda okkur verulega við það. Auðvitað er erfitt að finna mann sem getur þjálfað meistaralið Breiðabliks. Hann fer núna eftir tímabilið, hvort sem það verður eftir Evrópuleikina, en hvernig það verður nákvæmlega – við höfum ekki fest það í hendi. Það verður gert í fínu samkomulagi, ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Flosi. Hvernig gengur leitin að eftirmanni? „Hún gengur ágætlega.“ Hafið þið haft samband við marga? „Við höfum heyrt í einhverjum.“ Hafið þið tekið einhverja í starfsviðtöl eða slíkt? „Ég ætla ekkert að fara nákvæmlega inn í það hvernig við erum að gera þetta. En við munum ráða góðan þjálfara,“ segir Flosi sem heldur spilunum þétt að sér.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira