Fótbolti

Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úr­slitum

Sindri Sverrisson skrifar
Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks spila í 16-liða úrslitum nýju Evrópukeppninnar; Evrópubikars UEFA.
Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks spila í 16-liða úrslitum nýju Evrópukeppninnar; Evrópubikars UEFA. vísir/Ernir

Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks drógust gegn dönsku meisturunum í Fortuna Hjörring í dag, þegar dregið var í 16-liða úrslit nýju Evrópukeppninnar í fótbolta kvenna; Evrópubikarsins.

Dregið var í dag og var Breiðablik efsta liðið í neðri styrkleikaflokki en Fortuna Hjörring neðsta liðið í efri styrkleikaflokki. Blikar byrja á heimavelli en spila svo á útivelli.

Drátturinn í 16-liða úrslit Evrópubikars kvenna.UEFA

Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram 11. og 12. nóvember, og 19. og 20. nóvember.

Komist Breiðablik áfram í 8-liða úrslit er ljóst að liðið myndi mæta Íslendingaliði þar. Lið landsliðsmarkvarða mætast nefnilega þegar Häcken, sem Fanney Inga Birkisdóttir leikur með, mætir Inter með Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs.

Greinin er í vinnslu...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×