Fótbolti

Jafnt í Víkinni í loka­um­ferðinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og Fram fyrr í haust. Markaskorari dagsins, Arna Dís Arnþórsdóttir, er lengst til hægri á myndinni
Úr leik Stjörnunnar og Fram fyrr í haust. Markaskorari dagsins, Arna Dís Arnþórsdóttir, er lengst til hægri á myndinni vísir/Ernir

Víkingur og Stjarnan skildu jöfn 1-1 í lokaleik liðanna í dag í síðustu umferð Bestu deild kvenna. 

Efri hluti deildarinnar varð mjög tvískiptur í lokin en Víkingskonur sátu í 6. og neðsta sæti efri hlutans fyrir lokaumferðina. Stjarnan þar tveimur sætum fyrir ofan og bæði lið höfðu því í raun að litlu að keppa í dag ef stoltið er frátalið.

Arna Dís Arnþórsdóttir kom gestunum yfir á 21. mínu með afar laglegu marki þar sem skot hennar úr teignum endaði í vinstra horninu í markinu. Sigurborg Sveinsbjörnsdóttir í marki Víkings var nálægt því að verja en náði ekki að teygja sig nógu langt.

Bergdís Sveinsdóttir jafnaði metin á 59. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan 1-1 jafntefli sem þýðir að Víkingur jafnar Val að stigum og fer upp í 5. sætið á markamun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×