„Virkilega góður dagur fyrir KA“ Árni Gísli Magnússon skrifar 19. október 2025 19:10 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með stórsigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum í dag. Lokatölur 5-1 fyrir KA. „Mér líður bara mjög vel. Góður leikur, skoruðum fimm mörk og hefðum getað skorað fleiri þannig bara virkilega sterkur sigur og mér fannst við spila vel. Vorum aðeins fyrstu mínúturnar að finna út úr því hvernig við ætluðum að spila framhjá Skaganum, hvernig þeir pressa, þeir fara mikið maður á mann aggressívir og hafa gert mjög vel og unnið fimm leiki í röð. Mér fannst við aðeins svona ekki alveg gera þetta rétt í byrjun en síðan svona þegar við áttuðum okkur á því þá litum við mjög vel út.“ Gekk ekki leikplanið ykkar fullkomnlega upp eftir að hafa lent undir og getað leyst vel pressu Skagamanna? „Þeir náttúrulega skora hérna draumark, og svo sem við líka hérna fyrir aftan miðju, þetta var mjög skemmtilegur leikur að horfa á og gaman fyrir áhorfendur en jú mér fannst við gera það vel eftir það. Þeir fara mikið maður á mann og þá verðurðu að spila í svæði og hlaupa inn í þau, ekki vera alltaf að spila í lappirnar á mönnum, þá éta þeir okkur, og svo líka þetta að vinna stöðuna einn á einn, þegar þú gerir það á móti svona vörn þá getur allt opnast því það er ekki jafn mikil hjálp á bak við þegar hinir eru líka maður á mann. Það er auðvelt að segja þetta en erfiðara að gera þetta. Skaginn er búinn að vinna fimm í röð þannig ég er bara virkilega ánægður með að hafa unnið sanngjarnan og stóran sigur.“ Mark Hallgríms Mar kom ekki á óvart Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði frábært mark með skoti frá eigin vallarhelmingi og segir Hallgrímur að það komið honum lítið á óvart lengur hjá nafna sínum. „Bara kemur lítið á óvart, hann er með góða yfirsýn og sér leikinn rosa vel og þegar hann snéri sér við og ég sá að boltinn lá vel fyrir hann að þá fannst mér þetta vera bara 80 prósent líkur á að hann færi inn og hann fór inn og bara frábært mark og líka bara gaman að sjá að þetta er síðasti leikurinn okkar heima og kannski ekkert mikið að spila upp á en fullt af fólki mætir og góð stemning og svo fannst mér þeir standa sig vel líka sem koma inn á.“ „Við setjum hérna Snorra (Kristinsson) inn á fæddan 2009 og hann leggur upp mark. Markús (Máni Pétursson) spilar seinni hálfleikinn í hægri bakverði og bara frábær þannig ótrúlega margt gott í dag og enn og aftur á móti góðu Skagaliði sem er búið að vinna fimm leiki í röð þannig að virkilega góður dagur fyrir KA í dag.“ Hallgrímur var sérstaklega sáttur með innkomu ungu leikmannanna í dag. „Við þurfum að taka skrefið, æðislegt að sjá Snorra en Snorri er náttúrulega mjög ungur. Að hann hafi lagt upp mark er æðislegt en þeir sem eru svona aðeins aldrei þá vill maður fara fá líka framlag frá þeim en maður verður að vera sanngjarn og mér fannst þeir bara standa sig vel í dag. Bara vel gert hjá þeim og vel gert hjá strákunum í kringum þá líka að koma þeim vel inn í leikinn og niðurstaðan góður sigur á móti öflugu liði Skagans.“ Segir Þorlák Árnason vera þjálfara ársins KA mætir ÍBV í lokaumferðinni úti í Eyjum og tryggir sér forsetabikarinn með sigri eða jafntefli en ÍBV er þremur stigum á eftir KA en með hagstæðara markahlutfall. „Já klárt mál, það er alltaf skemmtilega að enda á að vinna og þetta er eini leikurinn á næstu mánuðum sem skiptir einhverju máli í deild þannig þetta er skemmtilegasti leikurinn næstu marga mánuðina þannig við ætlum bara fara til Eyja og heilsa upp á þá og heilsa upp á mínu mati þjálfara ársins, þjálfari ÍBV er búinn að gera virkilega virkilega vel. Hann er með lið úti á landi, fær menn örugglega seint inn og ferðast mikið og lenda í meiðslum á lykilmönnum en mér finnst hann hafa höndlað það rosalega vel og já bara koma inn á það að mér finnst Láki (Þorlákur Árnason) búinn að gera rosalega vel og auðvitað getur verið að einhver annar verði valinn þjálfari ársins, Sölvi (Geir Ottesen) eða einhver fyrir að vinna en mér finnst Láki sá þjálfari sem er búinn að fá mest úr úr því sem hann hefur.“ Besta deild karla Fótbolti KA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Góður leikur, skoruðum fimm mörk og hefðum getað skorað fleiri þannig bara virkilega sterkur sigur og mér fannst við spila vel. Vorum aðeins fyrstu mínúturnar að finna út úr því hvernig við ætluðum að spila framhjá Skaganum, hvernig þeir pressa, þeir fara mikið maður á mann aggressívir og hafa gert mjög vel og unnið fimm leiki í röð. Mér fannst við aðeins svona ekki alveg gera þetta rétt í byrjun en síðan svona þegar við áttuðum okkur á því þá litum við mjög vel út.“ Gekk ekki leikplanið ykkar fullkomnlega upp eftir að hafa lent undir og getað leyst vel pressu Skagamanna? „Þeir náttúrulega skora hérna draumark, og svo sem við líka hérna fyrir aftan miðju, þetta var mjög skemmtilegur leikur að horfa á og gaman fyrir áhorfendur en jú mér fannst við gera það vel eftir það. Þeir fara mikið maður á mann og þá verðurðu að spila í svæði og hlaupa inn í þau, ekki vera alltaf að spila í lappirnar á mönnum, þá éta þeir okkur, og svo líka þetta að vinna stöðuna einn á einn, þegar þú gerir það á móti svona vörn þá getur allt opnast því það er ekki jafn mikil hjálp á bak við þegar hinir eru líka maður á mann. Það er auðvelt að segja þetta en erfiðara að gera þetta. Skaginn er búinn að vinna fimm í röð þannig ég er bara virkilega ánægður með að hafa unnið sanngjarnan og stóran sigur.“ Mark Hallgríms Mar kom ekki á óvart Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði frábært mark með skoti frá eigin vallarhelmingi og segir Hallgrímur að það komið honum lítið á óvart lengur hjá nafna sínum. „Bara kemur lítið á óvart, hann er með góða yfirsýn og sér leikinn rosa vel og þegar hann snéri sér við og ég sá að boltinn lá vel fyrir hann að þá fannst mér þetta vera bara 80 prósent líkur á að hann færi inn og hann fór inn og bara frábært mark og líka bara gaman að sjá að þetta er síðasti leikurinn okkar heima og kannski ekkert mikið að spila upp á en fullt af fólki mætir og góð stemning og svo fannst mér þeir standa sig vel líka sem koma inn á.“ „Við setjum hérna Snorra (Kristinsson) inn á fæddan 2009 og hann leggur upp mark. Markús (Máni Pétursson) spilar seinni hálfleikinn í hægri bakverði og bara frábær þannig ótrúlega margt gott í dag og enn og aftur á móti góðu Skagaliði sem er búið að vinna fimm leiki í röð þannig að virkilega góður dagur fyrir KA í dag.“ Hallgrímur var sérstaklega sáttur með innkomu ungu leikmannanna í dag. „Við þurfum að taka skrefið, æðislegt að sjá Snorra en Snorri er náttúrulega mjög ungur. Að hann hafi lagt upp mark er æðislegt en þeir sem eru svona aðeins aldrei þá vill maður fara fá líka framlag frá þeim en maður verður að vera sanngjarn og mér fannst þeir bara standa sig vel í dag. Bara vel gert hjá þeim og vel gert hjá strákunum í kringum þá líka að koma þeim vel inn í leikinn og niðurstaðan góður sigur á móti öflugu liði Skagans.“ Segir Þorlák Árnason vera þjálfara ársins KA mætir ÍBV í lokaumferðinni úti í Eyjum og tryggir sér forsetabikarinn með sigri eða jafntefli en ÍBV er þremur stigum á eftir KA en með hagstæðara markahlutfall. „Já klárt mál, það er alltaf skemmtilega að enda á að vinna og þetta er eini leikurinn á næstu mánuðum sem skiptir einhverju máli í deild þannig þetta er skemmtilegasti leikurinn næstu marga mánuðina þannig við ætlum bara fara til Eyja og heilsa upp á þá og heilsa upp á mínu mati þjálfara ársins, þjálfari ÍBV er búinn að gera virkilega virkilega vel. Hann er með lið úti á landi, fær menn örugglega seint inn og ferðast mikið og lenda í meiðslum á lykilmönnum en mér finnst hann hafa höndlað það rosalega vel og já bara koma inn á það að mér finnst Láki (Þorlákur Árnason) búinn að gera rosalega vel og auðvitað getur verið að einhver annar verði valinn þjálfari ársins, Sölvi (Geir Ottesen) eða einhver fyrir að vinna en mér finnst Láki sá þjálfari sem er búinn að fá mest úr úr því sem hann hefur.“
Besta deild karla Fótbolti KA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Sjá meira