Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 08:32 Arne Slot þurfti að horfa upp á miðjumann sinn meiðast á höfði og Manchester United komast yfir, með nokkurra sekúndna millibili. EPA/ADAM VAUGHAN Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. United komst í 1-0 snemma leiks með marki Bryan Mbeumo. Mac Allister lá þá óvígur á grasinu eftir árekstur við liðsfélaga sinn, Virgil van Dijk. Mac Allister þurfti svo að klára leikinn með eins konar sundhettu á höfðinu, eftir skurðinn sem hann fékk, og Slot segir ljóst að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn vegna meiðslanna. Ummæli hans á blaðamannafundi má sjá hér að neðan. „Við hefðum átt að gera mun betur eftir að Macca var kominn í grasið. En heilsa leikmanna er mikilvæg og ef það þarf að sauma fjögur spor í leikmann þá auðvitað vonast maður til þess að allir skilji að það þarf strax að hlúa að honum. Það gerðist ekki,“ segir Slot og bætir við: „En ég ítreka að við hefðum getað gert betur og þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag. Ástæðan er sú að það voru allt of mörg færi sem við nýttum ekki.“ Mörkin úr 2-1 sigri United, og þar á meðal þegar Mac Allister meiðist, má sjá hér að neðan. Slot er vel meðvitaður um að stundum þykjast leikmenn hafa meitt sig í höfðinu, til að nýta sér það að dómurum er uppálagt að stöðva leik þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Hvorki afsökun fyrir markinu né tapinu „Ég vona bara að allir skilji að við erum ekki svona lið, eins og ég sé mikið um í fótbolta, þar sem menn þykjast hafa meitt sig í höfðinu til að stöðva skyndisókn. Þannig erum við ekki. Við leggjumst aldrei niður og erum alltaf heiðarlegir. Svo ef að okkar leikmaður fer niður þá myndi maður vona að allir hugsi: Þetta er Liverpool, þeir gera ekki svona lagað, blásum í flautuna. En ég endurtek að þetta er ekki afsökun fyrir því að við skyldum fá á okkur mark og ekki afsökun fyrir því að við töpuðum,“ segir Slot. Enski boltinn Tengdar fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
United komst í 1-0 snemma leiks með marki Bryan Mbeumo. Mac Allister lá þá óvígur á grasinu eftir árekstur við liðsfélaga sinn, Virgil van Dijk. Mac Allister þurfti svo að klára leikinn með eins konar sundhettu á höfðinu, eftir skurðinn sem hann fékk, og Slot segir ljóst að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn vegna meiðslanna. Ummæli hans á blaðamannafundi má sjá hér að neðan. „Við hefðum átt að gera mun betur eftir að Macca var kominn í grasið. En heilsa leikmanna er mikilvæg og ef það þarf að sauma fjögur spor í leikmann þá auðvitað vonast maður til þess að allir skilji að það þarf strax að hlúa að honum. Það gerðist ekki,“ segir Slot og bætir við: „En ég ítreka að við hefðum getað gert betur og þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag. Ástæðan er sú að það voru allt of mörg færi sem við nýttum ekki.“ Mörkin úr 2-1 sigri United, og þar á meðal þegar Mac Allister meiðist, má sjá hér að neðan. Slot er vel meðvitaður um að stundum þykjast leikmenn hafa meitt sig í höfðinu, til að nýta sér það að dómurum er uppálagt að stöðva leik þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Hvorki afsökun fyrir markinu né tapinu „Ég vona bara að allir skilji að við erum ekki svona lið, eins og ég sé mikið um í fótbolta, þar sem menn þykjast hafa meitt sig í höfðinu til að stöðva skyndisókn. Þannig erum við ekki. Við leggjumst aldrei niður og erum alltaf heiðarlegir. Svo ef að okkar leikmaður fer niður þá myndi maður vona að allir hugsi: Þetta er Liverpool, þeir gera ekki svona lagað, blásum í flautuna. En ég endurtek að þetta er ekki afsökun fyrir því að við skyldum fá á okkur mark og ekki afsökun fyrir því að við töpuðum,“ segir Slot.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
„Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48
Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02
Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01