Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2025 10:31 Samherjar Sennes Lammens fagna með honum eftir sigur Manchester United á Liverpool á Anfield. getty/Robbie Jay Barratt Sérfræðingar Sunndagsmessunnar hrósuðu Senne Lammens, nýjum markverði Manchester United, fyrir það hvernig hann hefur komið inn í lið Rauðu djöflana. Lammens þreytti frumraun sína með United í 2-0 sigri gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahlé og spilaði svo vel þegar United lagði Liverpool að velli, 1-2, í gær. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield í níu ár. „Þetta eru tveir leikir. Hann var mjög flottur á móti Sunderland og hélt hreinu þar. Í þessum leik virkaði hann nokkuð öruggur og aftasta línan líka. Það er oft gott merki um hversu góður markvörður er,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni. Klippa: Messan - umræða um Lammens Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, henti Lammens ekki strax í byrjunarliðið eftir að belgíski markvörðurinn var keyptur frá Antwerp. „Miðað við fyrstu tvo leikina, hvort Amorim hafi verið að velja rétta augnablikið. Sunderland heima er fínn leikur. Ég skil alveg United-stuðningsmenn að hafa áhyggjur af því hvort hann væri ekki betri en [Altay] Bayindir en ég held að Amorim hafi bara verið að finna rétta augnablikið til að koma honum inn,“ sagði Albert. „Hann er með góða áru og virkilega öruggur í fyrirgjöfum og föstum leikatriðum. Þetta er eitthvað sem United-menn eru búnir að bíða eftir,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir um Lammens. Eftir sigurinn á Anfield í gær er United í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Arsenal. Næsti leikur United er gegn Brighton á Old Trafford á laugardaginn kemur. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. 20. október 2025 08:32 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Sjá meira
Lammens þreytti frumraun sína með United í 2-0 sigri gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahlé og spilaði svo vel þegar United lagði Liverpool að velli, 1-2, í gær. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield í níu ár. „Þetta eru tveir leikir. Hann var mjög flottur á móti Sunderland og hélt hreinu þar. Í þessum leik virkaði hann nokkuð öruggur og aftasta línan líka. Það er oft gott merki um hversu góður markvörður er,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni. Klippa: Messan - umræða um Lammens Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, henti Lammens ekki strax í byrjunarliðið eftir að belgíski markvörðurinn var keyptur frá Antwerp. „Miðað við fyrstu tvo leikina, hvort Amorim hafi verið að velja rétta augnablikið. Sunderland heima er fínn leikur. Ég skil alveg United-stuðningsmenn að hafa áhyggjur af því hvort hann væri ekki betri en [Altay] Bayindir en ég held að Amorim hafi bara verið að finna rétta augnablikið til að koma honum inn,“ sagði Albert. „Hann er með góða áru og virkilega öruggur í fyrirgjöfum og föstum leikatriðum. Þetta er eitthvað sem United-menn eru búnir að bíða eftir,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir um Lammens. Eftir sigurinn á Anfield í gær er United í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Arsenal. Næsti leikur United er gegn Brighton á Old Trafford á laugardaginn kemur. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. 20. október 2025 08:32 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Sjá meira
Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. 20. október 2025 08:32
Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02
„Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48
Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01