„Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2025 08:31 Dagur Kári verður fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum. Fimleikasamband Íslands Dagur Kári Ólafsson beið stressaður eftir niðurstöðum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum og gleðin varð því mikil þegar hann komst áfram í úrslit, fyrstur Íslendinga. Hann bíður nú spenntur eftir því að keppa við menn sem hann er vanur að sjá bara í sjónvarpinu. Dagur átti frábæran keppnisdag á sunnudag og sat í 14. sæti en þá áttu tveir hópar áttu enn eftir að keppa og spennan var því gríðarleg þegar Dagur mætti að fylgjast með keppninni í gær og komast að því hvort hann kæmist áfram í úrslit. „Það var dálítið erfitt að fara að sofa og bíða eftir úrslitunum. Ég horfði á keppnina mjög stressaður“ sagði Dagur í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Á endanum varð Dagur í 24. sæti, 0,66 stigum fyrir ofan næsta mann, sem kom honum áfram í úrslitin á morgun, miðvikudag, og stimplaði hann sem einn af 24 bestu fjölþrauta fimleikamönnum heims. „Eitt smá skref eða mistök hefði kostað þarna, sem segir manni bara hversu tæpt þetta er í þessari íþrótt, en það var geggjuð tilfinning [þegar lokaúrslit urðu ljós], ég get ekki lýst henni. Mér hefur aldrei liðið svona áður, trúi þessu eiginlega ekki. Maður hefur oft séð svona í sjónvarpi, þessa 24 bestu, en þegar þetta gerist fyrir mann sjálfan, það er bara mjög skrítið“ sagði Dagur. Dagur Kári á tvíslánni.Fimleikasamband Íslands Árangur Dags Inga kom honum sjálfum skemmtilega á óvart og þó landsliðsþjálfarinn hafi haft fulla trú á sínum manni átti hann heldur ekki endilega von á þessu. „Ég meina, þetta hefur aldrei gerst áður“ sagði Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari. „Stóru markmiðin eru að komast í 24 bestu, fjölþrautarúrslitin, en ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að það myndi kannski gerast á Evrópumóti fyrst. Að gera það hér á stóra sviðinu, á heimsmeistaramóti, er algjörlega sturlað. Og að keppa svo á miðvikudaginn með þessum gæjum frá Japan og Kína, þessum stóru þjóðum, það er bara ólýsanlegt. Við höfum ekki gert þetta áður þannig að við þurfum bara að halda fókus, ekki gleyma okkur í gleðinni. Við eigum fullt inni og getum alveg gert betur en 24. sæti“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig. Dagur ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu, Ágústi Inga Davíðssyni og Valgarð Reinharðssyni, og þjálfaranum Róberti. Fimleikar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Dagur átti frábæran keppnisdag á sunnudag og sat í 14. sæti en þá áttu tveir hópar áttu enn eftir að keppa og spennan var því gríðarleg þegar Dagur mætti að fylgjast með keppninni í gær og komast að því hvort hann kæmist áfram í úrslit. „Það var dálítið erfitt að fara að sofa og bíða eftir úrslitunum. Ég horfði á keppnina mjög stressaður“ sagði Dagur í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Á endanum varð Dagur í 24. sæti, 0,66 stigum fyrir ofan næsta mann, sem kom honum áfram í úrslitin á morgun, miðvikudag, og stimplaði hann sem einn af 24 bestu fjölþrauta fimleikamönnum heims. „Eitt smá skref eða mistök hefði kostað þarna, sem segir manni bara hversu tæpt þetta er í þessari íþrótt, en það var geggjuð tilfinning [þegar lokaúrslit urðu ljós], ég get ekki lýst henni. Mér hefur aldrei liðið svona áður, trúi þessu eiginlega ekki. Maður hefur oft séð svona í sjónvarpi, þessa 24 bestu, en þegar þetta gerist fyrir mann sjálfan, það er bara mjög skrítið“ sagði Dagur. Dagur Kári á tvíslánni.Fimleikasamband Íslands Árangur Dags Inga kom honum sjálfum skemmtilega á óvart og þó landsliðsþjálfarinn hafi haft fulla trú á sínum manni átti hann heldur ekki endilega von á þessu. „Ég meina, þetta hefur aldrei gerst áður“ sagði Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari. „Stóru markmiðin eru að komast í 24 bestu, fjölþrautarúrslitin, en ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að það myndi kannski gerast á Evrópumóti fyrst. Að gera það hér á stóra sviðinu, á heimsmeistaramóti, er algjörlega sturlað. Og að keppa svo á miðvikudaginn með þessum gæjum frá Japan og Kína, þessum stóru þjóðum, það er bara ólýsanlegt. Við höfum ekki gert þetta áður þannig að við þurfum bara að halda fókus, ekki gleyma okkur í gleðinni. Við eigum fullt inni og getum alveg gert betur en 24. sæti“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig. Dagur ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu, Ágústi Inga Davíðssyni og Valgarð Reinharðssyni, og þjálfaranum Róberti.
Fimleikar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira