Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Árni Sæberg skrifar 21. október 2025 14:12 Reikna má með því að maðurinn hafi tekið þátt í fjölmennum baráttufundi á Arnarhóli 24. október árið 2023. Vísir/Vilhelm Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að maðurinn hafi í apríl í fyrra kært synjun Ísor á því að veita honum laun fyrir 4,2 klukkustunda fjarveru úr starfi til stuðnings kvennaverkfalli hinn 24. október 2023. Atvik málsins hafi verið þau að hópur stéttarfélaga, hagsmunasamtaka og félaga hafi boðað til kvennaverkfalls sem fram færi hinn 24. október 2023. Þann dag hafi 48 ár verið liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Tilkynnt forföll og spurði hvort tryggt væri að ekki yrði mismunað Forstjóri Ísor hafi sent tölvubréf til starfsfólks nokkrum dögum fyrir boðað verkfall um að hann tæki undir hvatningu til kvenna og kvára um þátttöku í kvennafrídeginum 24. október 2023. Ekki yrði gerð krafa um vinnuframlag þeirra sem vildu taka þátt en óskað hafi verið eftir að sviðsstjórar stofnunarinnar yrðu upplýstir um væntanlega fjarveru eftir því sem kostur væri. Maðurinn hafi sent tölvubréf á forstjórann að morgni verkfallsdagsins og upplýst að hann þyrfti að vera frá vinnu eftir hádegi þann dag til að styðja við kröfur um jafnrétti kynjanna og þá ekki síst þar sem hallaði á konur og kvár. „Spurði kærandi hvort ekki væri tryggt að kynjum yrði ekki mismunað vegna launaðrar fjarveru til stuðnings við málstaðinn. Vísaði hann til jafnlaunastefnu og -vottunar kærða og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna máli sínu til stuðnings.“ Bara fyrir konur og kvár Forstjórinn hafi svarað honum skömmu áður en verkfallið hófst eftir að hafa kannað málið frekar. Hann hafi sagt að kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefði sent forstöðumönnum ríkisstofnana leiðbeiningar vegna kvennaverkfallsins þar sem fram hefði komið að ekki yrði litið á fjarvistir kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá, með samþykki stjórnenda, sem óréttmætar né yrði dregið af launum vegna þeirra. Að mati forstjórans væri skýrt að í leiðbeiningunum væri einungis vísað til fjarveru kvenna og kvára en ekki karla. Manninum væri hins vegar frjálst að vinna heima það sem eftir væri dags, nýta sér styttingu vinnuviku, nýta unnar umframvinnustundir gegn leyfi eða vinna tímana síðar upp. Maðurinn hafi til bráðabirgða nýtt uppsafnaðar ólaunaðar umframvinnustundir á móti fjarveru þann dag en gert fyrirvara um að bera synjunina undir kærunefndina. Sértæk aðgerð Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að að mati nefndarinnar sé engum vafa til að dreifa um það að kvennaverkfallið 24. október 2023 hafi verið sértæk aðgerð í skilningi laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem uppfylli þau skilyrði sem mælt er fyrir um í lögunum. Hún hafi verið tímabundin og afmörkuð, það er takmörkuð við að konur og kvár legðu niður störf í einn dag og beinst að misrétti sem aðstandendur verkfallsins hafi bent á að væri enn til staðar og þörf væri á að bregðast við. „Sú samstaða, vitundarvakning, fræðsla og mótmæli gegn vanmati á störfum kvenna, kynbundnum launamun og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum var aðgerð á ákveðnu sviði þar sem enn hallar á annað kynið. Þá var hún til þess fallin að bæta stöðu kvenna og kynsegin fólks í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna og jafnri meðferð. Aðgerðin telst því innan þess svigrúms sem atvinnurekandi hefur á grundvelli laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna]. Sjónarmið kæranda um annað hagga ekki þessari niðurstöðu.“ Ekki yrði fallist á að synjun um launað leyfi mannsins hluta verkfallsdagsins hafi falið í sér íþyngjandi réttindaskerðingu gagnvart honum eða að hann hafi verið sérstaklega útsettur fyrir neikvæðum áhrifum vegna hennar. Þá verði ekki tekið undir það með manninum að aðgerðir sem snúi að misrétti gegn einu kyni eða kynsegin fólki teljist í eðli sínu almennar. Að mati nefndarinnar sé engum vafa til að dreifa um það að aðgerðirnar beindust að misrétti á ákveðnu sviði, það er vanmati á störfum kvenna, launamun og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum. Jafnlaunavottun skipti ekki máli Loks segir að sú ákvörðun Ísor að veita konum og kynsegin fólki launað leyfi til þátttöku í kvennaverkfalli hafi verið samrýmanleg ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Aðrar röksemdir og sjónarmið mannsins í málinu hafi ekki áhrif á þessa niðurstöðu. Þannig hafi jafnlaunavottun Ísor, jafnlaunastefna eða staða kynja sem starfa hjá stofnuninni engin áhrif á heimild eða svigrúm hennar eins og hér stóð á. Þá liggi fyrir í gögnum málsins að forstjóri Ísor hafi boðið manninum ýmsa valkosti til þess að koma til móts við óskir hans um leyfi að því undanskildu að hann nyti sérstaklega launa vegna þess. „Gengu athafnir kærða því ekki lengra en nauðsyn stóð til eða voru andstæðar meðalhófi.“ Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mannauðsmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar segir að maðurinn hafi í apríl í fyrra kært synjun Ísor á því að veita honum laun fyrir 4,2 klukkustunda fjarveru úr starfi til stuðnings kvennaverkfalli hinn 24. október 2023. Atvik málsins hafi verið þau að hópur stéttarfélaga, hagsmunasamtaka og félaga hafi boðað til kvennaverkfalls sem fram færi hinn 24. október 2023. Þann dag hafi 48 ár verið liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Tilkynnt forföll og spurði hvort tryggt væri að ekki yrði mismunað Forstjóri Ísor hafi sent tölvubréf til starfsfólks nokkrum dögum fyrir boðað verkfall um að hann tæki undir hvatningu til kvenna og kvára um þátttöku í kvennafrídeginum 24. október 2023. Ekki yrði gerð krafa um vinnuframlag þeirra sem vildu taka þátt en óskað hafi verið eftir að sviðsstjórar stofnunarinnar yrðu upplýstir um væntanlega fjarveru eftir því sem kostur væri. Maðurinn hafi sent tölvubréf á forstjórann að morgni verkfallsdagsins og upplýst að hann þyrfti að vera frá vinnu eftir hádegi þann dag til að styðja við kröfur um jafnrétti kynjanna og þá ekki síst þar sem hallaði á konur og kvár. „Spurði kærandi hvort ekki væri tryggt að kynjum yrði ekki mismunað vegna launaðrar fjarveru til stuðnings við málstaðinn. Vísaði hann til jafnlaunastefnu og -vottunar kærða og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna máli sínu til stuðnings.“ Bara fyrir konur og kvár Forstjórinn hafi svarað honum skömmu áður en verkfallið hófst eftir að hafa kannað málið frekar. Hann hafi sagt að kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefði sent forstöðumönnum ríkisstofnana leiðbeiningar vegna kvennaverkfallsins þar sem fram hefði komið að ekki yrði litið á fjarvistir kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá, með samþykki stjórnenda, sem óréttmætar né yrði dregið af launum vegna þeirra. Að mati forstjórans væri skýrt að í leiðbeiningunum væri einungis vísað til fjarveru kvenna og kvára en ekki karla. Manninum væri hins vegar frjálst að vinna heima það sem eftir væri dags, nýta sér styttingu vinnuviku, nýta unnar umframvinnustundir gegn leyfi eða vinna tímana síðar upp. Maðurinn hafi til bráðabirgða nýtt uppsafnaðar ólaunaðar umframvinnustundir á móti fjarveru þann dag en gert fyrirvara um að bera synjunina undir kærunefndina. Sértæk aðgerð Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að að mati nefndarinnar sé engum vafa til að dreifa um það að kvennaverkfallið 24. október 2023 hafi verið sértæk aðgerð í skilningi laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem uppfylli þau skilyrði sem mælt er fyrir um í lögunum. Hún hafi verið tímabundin og afmörkuð, það er takmörkuð við að konur og kvár legðu niður störf í einn dag og beinst að misrétti sem aðstandendur verkfallsins hafi bent á að væri enn til staðar og þörf væri á að bregðast við. „Sú samstaða, vitundarvakning, fræðsla og mótmæli gegn vanmati á störfum kvenna, kynbundnum launamun og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum var aðgerð á ákveðnu sviði þar sem enn hallar á annað kynið. Þá var hún til þess fallin að bæta stöðu kvenna og kynsegin fólks í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna og jafnri meðferð. Aðgerðin telst því innan þess svigrúms sem atvinnurekandi hefur á grundvelli laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna]. Sjónarmið kæranda um annað hagga ekki þessari niðurstöðu.“ Ekki yrði fallist á að synjun um launað leyfi mannsins hluta verkfallsdagsins hafi falið í sér íþyngjandi réttindaskerðingu gagnvart honum eða að hann hafi verið sérstaklega útsettur fyrir neikvæðum áhrifum vegna hennar. Þá verði ekki tekið undir það með manninum að aðgerðir sem snúi að misrétti gegn einu kyni eða kynsegin fólki teljist í eðli sínu almennar. Að mati nefndarinnar sé engum vafa til að dreifa um það að aðgerðirnar beindust að misrétti á ákveðnu sviði, það er vanmati á störfum kvenna, launamun og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum. Jafnlaunavottun skipti ekki máli Loks segir að sú ákvörðun Ísor að veita konum og kynsegin fólki launað leyfi til þátttöku í kvennaverkfalli hafi verið samrýmanleg ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Aðrar röksemdir og sjónarmið mannsins í málinu hafi ekki áhrif á þessa niðurstöðu. Þannig hafi jafnlaunavottun Ísor, jafnlaunastefna eða staða kynja sem starfa hjá stofnuninni engin áhrif á heimild eða svigrúm hennar eins og hér stóð á. Þá liggi fyrir í gögnum málsins að forstjóri Ísor hafi boðið manninum ýmsa valkosti til þess að koma til móts við óskir hans um leyfi að því undanskildu að hann nyti sérstaklega launa vegna þess. „Gengu athafnir kærða því ekki lengra en nauðsyn stóð til eða voru andstæðar meðalhófi.“
Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mannauðsmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira