Barist upp á líf og dauða Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. október 2025 14:01 Stemmingin var töluverð. Gunnar Bjarki Danskeppnin Street Dans Einvígið var haldin í Iðnó fyrr í mánuðinum og var mikið um dýrðir. Keppt var í bæði flokki unglinga og fullorðinna í ýmsum dansstílum. Danshöfundurinn Brynja Pétursdóttir, sem rekur Dans Brynju Péturs, hefur haldið Street Dans-Einvígið árlega síðan 2012. Danskeppnin er sú einar sinnar tegundar á Íslandi þar sem dansarar, sextán ára og eldri, á framhaldsstigi keppa sín á milli óháð skólum og landamærum. Adidas rendurnar flöksuðu þegar dansarar börðust.Gunnar Bjarki Keppt var í ýmsum flokkum.Gunnar Bjarki „Street dans er regnhlífarhugtak yfir dansstílana Hiphop, Breaking, House, Popping, Locking, Waacking, Vogueing ofl. stíla sem verða til í hverfum svartra og brúnra í Bandaríkjunum,“ segir Brynja um dansinn. Stúlkurnar stigu á svið.Gunnar Bjarki Í ár flugu þeir DJ Stew frá París og DJ Bizzy frá New York flugu til landsins til að spila í keppninni. Tónlistin í dansbardögunum er ekki ákveðin fyrirfram heldur þurfa plötusnúðarnir að vera í flæði. „Dansarar mætast einn á móti einum eða tveir á móti tveimur, flæða frjálst og treysta einungis á sína eigin þekkingu á dansinum og túlkun á tónlistinni. Listfengið er algjört og skeður alfarið í augnablikinu,“ segir Brynja um fyrirkomulagið. Ljósadýrð og gríðarleg stemming einkenndi kvöldið.Gunnar Bjarki Sigurvegarar kvöldsins Keppt var í hinum ýmsu flokkum í einvíginu. 1 on 1 Hiphop Battle Emilía Björt Böðvarsdóttir tók stóra einstaklings-hiphop-dansinn. Hún hefur æft hiphop-dans í rúm tíu ár hjá Brynju Péturs, sýnt með afrekshópum skólans og keppt árlega erlendis í Svíþjóð og Portúgal. 2 on 2 'All Street Styles' Battle Kristín Hallbera Þórhallsdóttir og Viktor Máni Baldursson báru sigur úr hólmi í tvíeykis-bardaganum. Kristín hefur æft í rúm tíu ár hjá Brynju Péturs, sýnt á stærstu sviðum landsins og kennt hipphopp bæði hérlendis og erlendis. Viktor hefur æft ýmsa stíla, keppt erlendis og kennir Top Rock hjá Dansi Brynju Péturs. 7 to Smoke 'All Street Styles' Battle Aleksandra Ola Getka tók stóra fjölstíla-bardagann í ár. Hún á langan dansferil að baki, menntuð í Póllandi og hefur keppt víða um heim, þ.m.t. í Róm, Bratislava, Los Angeles, Pila og Poznan. Hérlendis hefur hún dansað með íslenska dansflokknum og kennir Waacking og House á Íslandi. 1 on 1 Rookie Hiphop Battle (fyrir 12-15 ára) Halldóra Ósk Arnarsdóttir bar sigur úr býtum í unglingaflokki í hipphopp-bardaganum. Hún hefur æft ýmsa dansstíla hjá Dansi Brynju Péturs undanfarin fimm ár. Sigurvegarar kvöldsins með dómurum.Gunnar Bjarki Dans Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Sjá meira
Danshöfundurinn Brynja Pétursdóttir, sem rekur Dans Brynju Péturs, hefur haldið Street Dans-Einvígið árlega síðan 2012. Danskeppnin er sú einar sinnar tegundar á Íslandi þar sem dansarar, sextán ára og eldri, á framhaldsstigi keppa sín á milli óháð skólum og landamærum. Adidas rendurnar flöksuðu þegar dansarar börðust.Gunnar Bjarki Keppt var í ýmsum flokkum.Gunnar Bjarki „Street dans er regnhlífarhugtak yfir dansstílana Hiphop, Breaking, House, Popping, Locking, Waacking, Vogueing ofl. stíla sem verða til í hverfum svartra og brúnra í Bandaríkjunum,“ segir Brynja um dansinn. Stúlkurnar stigu á svið.Gunnar Bjarki Í ár flugu þeir DJ Stew frá París og DJ Bizzy frá New York flugu til landsins til að spila í keppninni. Tónlistin í dansbardögunum er ekki ákveðin fyrirfram heldur þurfa plötusnúðarnir að vera í flæði. „Dansarar mætast einn á móti einum eða tveir á móti tveimur, flæða frjálst og treysta einungis á sína eigin þekkingu á dansinum og túlkun á tónlistinni. Listfengið er algjört og skeður alfarið í augnablikinu,“ segir Brynja um fyrirkomulagið. Ljósadýrð og gríðarleg stemming einkenndi kvöldið.Gunnar Bjarki Sigurvegarar kvöldsins Keppt var í hinum ýmsu flokkum í einvíginu. 1 on 1 Hiphop Battle Emilía Björt Böðvarsdóttir tók stóra einstaklings-hiphop-dansinn. Hún hefur æft hiphop-dans í rúm tíu ár hjá Brynju Péturs, sýnt með afrekshópum skólans og keppt árlega erlendis í Svíþjóð og Portúgal. 2 on 2 'All Street Styles' Battle Kristín Hallbera Þórhallsdóttir og Viktor Máni Baldursson báru sigur úr hólmi í tvíeykis-bardaganum. Kristín hefur æft í rúm tíu ár hjá Brynju Péturs, sýnt á stærstu sviðum landsins og kennt hipphopp bæði hérlendis og erlendis. Viktor hefur æft ýmsa stíla, keppt erlendis og kennir Top Rock hjá Dansi Brynju Péturs. 7 to Smoke 'All Street Styles' Battle Aleksandra Ola Getka tók stóra fjölstíla-bardagann í ár. Hún á langan dansferil að baki, menntuð í Póllandi og hefur keppt víða um heim, þ.m.t. í Róm, Bratislava, Los Angeles, Pila og Poznan. Hérlendis hefur hún dansað með íslenska dansflokknum og kennir Waacking og House á Íslandi. 1 on 1 Rookie Hiphop Battle (fyrir 12-15 ára) Halldóra Ósk Arnarsdóttir bar sigur úr býtum í unglingaflokki í hipphopp-bardaganum. Hún hefur æft ýmsa dansstíla hjá Dansi Brynju Péturs undanfarin fimm ár. Sigurvegarar kvöldsins með dómurum.Gunnar Bjarki
Dans Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Sjá meira