Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 08:44 Langflestir svarenda telja að meira halli á konur í íslensku samfélagi en athylgi vekur að yngra fólk, bæði karlar og konur, eru langtum líklegri en fólk í öðrum aldurshópum til að finnast meira hallað á karla. Vísir/Vilhelm Segja má að þjóðin skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort fullu kynjajafnrétti hafi verið náð á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Gallup. Nær 47% svarenda segja jafnrétti milli karla og kvenna hafa verið náð en 44% telja svo ekki vera. Töluverður munur er á afstöðu kynjanna til þessa en þannig telja ríflega 60% karla að jafnrétti hafi verið náð en aðeins rúm 30% kvenna. Þá er yngra fólk og þau sem eru tekjuhærri líklegra til að finnast jafnrétti hafa verið náð. Í tilkynningu frá Gallup um könnunina kemur einnig fram að kjósendur Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð öfugt við kjósendur Flokks fólksins sem eru ekki eins sannfærðir um að svo sé. Þeir sem segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi eru með svipað viðhorf til þessa og kjósendur Flokks fólksins, en 68% þeirra segjast ósammála því að jafnrétti hafi verið náð á meðan 82% kjósenda Framsóknar og Miðflokksins telja jafnrétti náð. Svona skiptust svörin þegar spurt var hvort fólk væri sammála eða ósammála því að það ríki fullt jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.Gallup Spurt var einnig hvort svarendum þætti halla meira á karla eða konur þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi. Langflestir, eða 87% svarenda telja halla meira á konur en 13% segja halla meira á karla. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem telja að meira halli á karla er hæst meðal fólks í aldurshópnum 18 til 29 ára af báðum kynjum. Þannig telja 36% karla og 37% kvenna undir þrítugu að það halli á karla, en í öllum öðrum aldurshópum er hlutfallið undir 20%, og í flestum tilfellum undir 10%. „Bæði karlar og konur sem eru ósammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð telja mun frekar að það halli á konur en karla. Fleiri karlar en konur telja þó að það halli frekar á karla, eða 21% karla á móti 8% kvenna,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Svona dreifðust svörin þegar innt var eftir því hvort fólk telji halla meira á konur eða karla.Gallup Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október og voru 1.688 í úrtaki en svarhlutfall var 43,4%. Jafnréttismál Skoðanakannanir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Í tilkynningu frá Gallup um könnunina kemur einnig fram að kjósendur Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð öfugt við kjósendur Flokks fólksins sem eru ekki eins sannfærðir um að svo sé. Þeir sem segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi eru með svipað viðhorf til þessa og kjósendur Flokks fólksins, en 68% þeirra segjast ósammála því að jafnrétti hafi verið náð á meðan 82% kjósenda Framsóknar og Miðflokksins telja jafnrétti náð. Svona skiptust svörin þegar spurt var hvort fólk væri sammála eða ósammála því að það ríki fullt jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.Gallup Spurt var einnig hvort svarendum þætti halla meira á karla eða konur þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi. Langflestir, eða 87% svarenda telja halla meira á konur en 13% segja halla meira á karla. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem telja að meira halli á karla er hæst meðal fólks í aldurshópnum 18 til 29 ára af báðum kynjum. Þannig telja 36% karla og 37% kvenna undir þrítugu að það halli á karla, en í öllum öðrum aldurshópum er hlutfallið undir 20%, og í flestum tilfellum undir 10%. „Bæði karlar og konur sem eru ósammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð telja mun frekar að það halli á konur en karla. Fleiri karlar en konur telja þó að það halli frekar á karla, eða 21% karla á móti 8% kvenna,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Svona dreifðust svörin þegar innt var eftir því hvort fólk telji halla meira á konur eða karla.Gallup Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október og voru 1.688 í úrtaki en svarhlutfall var 43,4%.
Jafnréttismál Skoðanakannanir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira