Tíu stellingar sem örva G-blettinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. nóvember 2025 20:02 Til þess að finna g-blettinn er best að prófa sig áfram með sjálfsskoðun og sjálfsfróun. Getty Talið er að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu við samfarir án örvunar á sníp. Með sjálfskoðun og markvissri örvun á G-blettinum má auka líkurnar á fullnægingu í gegnum leggöng, þar á meðal er hægt að prófa mismunandi kynlífsstellingar. Í umfjöllun bandaríska miðilsins Health line segir algengast að konur fái fullnægingu við örvun snípsins. Hins vegar má auka líkur á leggangafullnægingu við örvun á G-blettinum sem staðsettur er í leggöngunum og getur veitt unaðslega og djúpa fullnægingu. Hvernig finnur maður G-blettinn? Samkvæmt Shannon Chavez, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa í Beverly Hills, í viðtali við Women’s Health, er G-bletturinn fremur unaðssvæði en nákvæmur punktur. Svæðið er yfirleitt staðsett um fimm sentímetra inn í leggöngunum á framveggnum, en staðsetning og næmni eru einstaklingsbundin. Til að finna G-blettinn er æskilegt að hefja sjálfsskoðun. Með notkun sleipiefnis má kanna framvegg legganga og leita að vefsvæði sem er stinnara eða ólíkt nærliggjandi vef í áferð. Ef erfitt reynist að staðsetja svæðið, getur verið gagnlegt að beygja fingurinn lítillega fram og aftur í svokallaðri „komdu-hingað“-hreyfingu. Getty Þegar þú hefur fundið svæðið er mælt með að örva það með því að nudda með hringlaga fingrahreyfingum eða með sérhönnuðum kynlífstækjum, svo sem sveigðum titrurum, sem henta sérstaklega fyrir G-blettsörvun. Chavez bendir á að stundum taki það tíma og krefjist þjálfunar áður en örvun G-blettsins leiðir til fullnægjandi viðbragða. Sumir upplifa þá sterka fullnægingu og jafnvel vökvalosun, en aðrir finna lítið sem ekkert, og slíkt er eðlilegt vegna einstaklingsbundins munar á líkamsviðbrögðum. „Þó að þú finnir unaðssvæðið þýðir það ekki sjálfkrafa að það muni bregðast strax við örvun. Stundum þarf að þjálfa þennan hluta líkamans til að auka næmni fyrir örvun,“ útskýrir Chavez. Getty Stellingar sem örva G-blettinn Til að hámarka ánægju getur verið gagnlegt að prófa mismunandi kynlífsstellingar sem henta sérstaklega fyrir örvun G-blettsins. Skeiðin Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni, þétt saman í faðmlögum. Svokölluð „spooning“ þarf þó ekki endilega að vera kynferðisleg athöfn – það má einfaldlega liggja og kúra saman. Þetta er afslappandi staða sem er jafnframt yndisleg, því hún felur í sér stórt og hlýlegt faðmlag. Skæri á hlið Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni þar sem annar aðilinn liggur framar og hinn fyrir aftan. Sá sem er aftar dregur hinn að sér þannig að líkamarnir falli þétt saman. Þetta er afslappandi og notaleg stelling sem líkist stóru faðmlagi. Hún getur bæði skapað rómantíska og kynferðislega upplifun, allt eftir því hvað hentar parinu. Nándina má auka með því að kyssa hálsinn, strjúka yfir líkamann eða hvísla í eyrað – sem gerir augnablikið enn heitara og fallegra. Skelin Annar aðilinn liggur á bakinu með fætur í sundur og lyftir upp að höfði. Sá sem er ofan á fer ofan á hinn eins og í klassískri trúboðastöðu. Þessi staða hentar þeim sem eru mjög liðugir. Hún býður upp á djúpa nánd og augnsamband, auk þess sem báðir geta snert hvorn annan og sjálfan sig auðveldlega. Snákurinn Þessi stelling er svipuð hundastellingunni (e. doggy-style), en hinn liggur á maganum á hnjánum með bringuna og höfuðið í dýnunni, stundum með púða undir fyrir aukin þægindi. Sá sem er ofan á styður sig á höndum til að halda jafnvægi, en getur einnig lagst ofan á makann ef hentar. Stellingin eykur nánd, þar sem líkamarnir eru í mjög náinni snertingu, líkt og í skeiðinni. Lotusblómið Í lótus-stellingunni situr annar aðilinn í svokallaðri lotus-stöðu, með krosslagða fætur og beint bak. Hinn aðilinn sest í fangið á honum og vefur fótunum utan um mitti hans. Útkoman er nánast eins og faðmlag. Þetta er ekki stelling sem snýst um hraða eða erfiða hreyfingu, heldur rólegt og samstillt flæði. Hún hentar þeim sem vilja dýpka tengslin í samförum, hægja á og upplifa kynlíf sem samverustund fremur en átak. Stellingin á rætur að rekja til tantrískrar hefðar og er gjarnan tengd hugmyndum um jafnvægi, samhljóm og vitund í nánum samskiptum. Öfuga kúrekastelpan Annar aðilinn leggst á bakið á meðan hinn sest yfir mjaðmirnar á honum og snýr sér þannig að bakið snýr frá honum. Sá sem er ofan á getur hallað sér fram og aftur, sem gefur mismunandi upplifun og unað. Sá sem liggur neðar fær á sama tíma kynæsandi sjónarhorn á rassinn á þeim sem er ofan á sem gerir upplifunina enn heitari. Hundurinn Með því að stunda samfarir í hundinum örvar þú G-blettinn mjög vel. Sá sem tekur á móti er á fjórum fótum á meðan hinn aðilinn er á hnjám fyrir aftan og stjórnar hreyfingunni. Hjólbörurnar Hjólbörurnar er góð örvun á G-blettinn. Bæði er hægt að styðja sig við rúm eða borð. Sá sem tekur á móti stendur á höndum, á meðan hinn lyftir mjöðmum og heldur um mitti, sem skapar stjórn á hreyfingunni og gerir samfarirnar þægilegri og örvandi. Stóra dýfan Stóra dýfan sameinar djúpa innsetningu, augnsamband, örvun á brjóstum og sníp sem ýkir unaðinn enn frekar. Sá sem tekur á móti liggur á hægri hlið, á meðan hinn aðilinn er á hnjám og heldur öðrum fæti uppi til að auka innsetningu og stjórn á hreyfingunni. Skjaldbakan Í þessari stellingu er grunn innsetning sem beinist beint að G-blettinum og hentar vel þeim sem vilja mildari örvun. Sá sem tekur á móti liggur á bakinu og lyftir fótunum eins hátt og þægilegt er, á meðan hinn aðilinn er í trúboðastöðu og stjórnar hreyfingunni. Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Í umfjöllun bandaríska miðilsins Health line segir algengast að konur fái fullnægingu við örvun snípsins. Hins vegar má auka líkur á leggangafullnægingu við örvun á G-blettinum sem staðsettur er í leggöngunum og getur veitt unaðslega og djúpa fullnægingu. Hvernig finnur maður G-blettinn? Samkvæmt Shannon Chavez, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa í Beverly Hills, í viðtali við Women’s Health, er G-bletturinn fremur unaðssvæði en nákvæmur punktur. Svæðið er yfirleitt staðsett um fimm sentímetra inn í leggöngunum á framveggnum, en staðsetning og næmni eru einstaklingsbundin. Til að finna G-blettinn er æskilegt að hefja sjálfsskoðun. Með notkun sleipiefnis má kanna framvegg legganga og leita að vefsvæði sem er stinnara eða ólíkt nærliggjandi vef í áferð. Ef erfitt reynist að staðsetja svæðið, getur verið gagnlegt að beygja fingurinn lítillega fram og aftur í svokallaðri „komdu-hingað“-hreyfingu. Getty Þegar þú hefur fundið svæðið er mælt með að örva það með því að nudda með hringlaga fingrahreyfingum eða með sérhönnuðum kynlífstækjum, svo sem sveigðum titrurum, sem henta sérstaklega fyrir G-blettsörvun. Chavez bendir á að stundum taki það tíma og krefjist þjálfunar áður en örvun G-blettsins leiðir til fullnægjandi viðbragða. Sumir upplifa þá sterka fullnægingu og jafnvel vökvalosun, en aðrir finna lítið sem ekkert, og slíkt er eðlilegt vegna einstaklingsbundins munar á líkamsviðbrögðum. „Þó að þú finnir unaðssvæðið þýðir það ekki sjálfkrafa að það muni bregðast strax við örvun. Stundum þarf að þjálfa þennan hluta líkamans til að auka næmni fyrir örvun,“ útskýrir Chavez. Getty Stellingar sem örva G-blettinn Til að hámarka ánægju getur verið gagnlegt að prófa mismunandi kynlífsstellingar sem henta sérstaklega fyrir örvun G-blettsins. Skeiðin Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni, þétt saman í faðmlögum. Svokölluð „spooning“ þarf þó ekki endilega að vera kynferðisleg athöfn – það má einfaldlega liggja og kúra saman. Þetta er afslappandi staða sem er jafnframt yndisleg, því hún felur í sér stórt og hlýlegt faðmlag. Skæri á hlið Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni þar sem annar aðilinn liggur framar og hinn fyrir aftan. Sá sem er aftar dregur hinn að sér þannig að líkamarnir falli þétt saman. Þetta er afslappandi og notaleg stelling sem líkist stóru faðmlagi. Hún getur bæði skapað rómantíska og kynferðislega upplifun, allt eftir því hvað hentar parinu. Nándina má auka með því að kyssa hálsinn, strjúka yfir líkamann eða hvísla í eyrað – sem gerir augnablikið enn heitara og fallegra. Skelin Annar aðilinn liggur á bakinu með fætur í sundur og lyftir upp að höfði. Sá sem er ofan á fer ofan á hinn eins og í klassískri trúboðastöðu. Þessi staða hentar þeim sem eru mjög liðugir. Hún býður upp á djúpa nánd og augnsamband, auk þess sem báðir geta snert hvorn annan og sjálfan sig auðveldlega. Snákurinn Þessi stelling er svipuð hundastellingunni (e. doggy-style), en hinn liggur á maganum á hnjánum með bringuna og höfuðið í dýnunni, stundum með púða undir fyrir aukin þægindi. Sá sem er ofan á styður sig á höndum til að halda jafnvægi, en getur einnig lagst ofan á makann ef hentar. Stellingin eykur nánd, þar sem líkamarnir eru í mjög náinni snertingu, líkt og í skeiðinni. Lotusblómið Í lótus-stellingunni situr annar aðilinn í svokallaðri lotus-stöðu, með krosslagða fætur og beint bak. Hinn aðilinn sest í fangið á honum og vefur fótunum utan um mitti hans. Útkoman er nánast eins og faðmlag. Þetta er ekki stelling sem snýst um hraða eða erfiða hreyfingu, heldur rólegt og samstillt flæði. Hún hentar þeim sem vilja dýpka tengslin í samförum, hægja á og upplifa kynlíf sem samverustund fremur en átak. Stellingin á rætur að rekja til tantrískrar hefðar og er gjarnan tengd hugmyndum um jafnvægi, samhljóm og vitund í nánum samskiptum. Öfuga kúrekastelpan Annar aðilinn leggst á bakið á meðan hinn sest yfir mjaðmirnar á honum og snýr sér þannig að bakið snýr frá honum. Sá sem er ofan á getur hallað sér fram og aftur, sem gefur mismunandi upplifun og unað. Sá sem liggur neðar fær á sama tíma kynæsandi sjónarhorn á rassinn á þeim sem er ofan á sem gerir upplifunina enn heitari. Hundurinn Með því að stunda samfarir í hundinum örvar þú G-blettinn mjög vel. Sá sem tekur á móti er á fjórum fótum á meðan hinn aðilinn er á hnjám fyrir aftan og stjórnar hreyfingunni. Hjólbörurnar Hjólbörurnar er góð örvun á G-blettinn. Bæði er hægt að styðja sig við rúm eða borð. Sá sem tekur á móti stendur á höndum, á meðan hinn lyftir mjöðmum og heldur um mitti, sem skapar stjórn á hreyfingunni og gerir samfarirnar þægilegri og örvandi. Stóra dýfan Stóra dýfan sameinar djúpa innsetningu, augnsamband, örvun á brjóstum og sníp sem ýkir unaðinn enn frekar. Sá sem tekur á móti liggur á hægri hlið, á meðan hinn aðilinn er á hnjám og heldur öðrum fæti uppi til að auka innsetningu og stjórn á hreyfingunni. Skjaldbakan Í þessari stellingu er grunn innsetning sem beinist beint að G-blettinum og hentar vel þeim sem vilja mildari örvun. Sá sem tekur á móti liggur á bakinu og lyftir fótunum eins hátt og þægilegt er, á meðan hinn aðilinn er í trúboðastöðu og stjórnar hreyfingunni.
Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“