Innlent

Heitavatnslaust á Suður­nesjum og raf­magns­laust víða um land

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Rafmagnsleysi er einnig í Grindavík.
Rafmagnsleysi er einnig í Grindavík. Vísir/Vilhelm

Heitavatnslaust er víða á Suðurnesjum eins og stendur eftir að dælustöð fyrir heita vatnið sló út vegna rafmagnstruflunar. Truflunin varð þegar tenging HS Veitna við Landsnet sló út nú í kvöld sem jafnframt hefur valdið rafmagnsleysi í Grindavík.

Þetta kemur fram í færslu frá HS Veitum á Facebook en heitavatnsleysið á við í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, á Keflavíkurflugvelli og í Vogum.

Unnið sé að því að koma dælustöðinni aftur í gang og þess vænst að í framhaldinu muni heita vatnið aftur koma á hjá öllum notendum svæðisins sem bilunin hefur áhrif á.

Í stuttri tilkynningu á vef Landsnets segir að um sé að ræða stóra truflun í landskerfinu. „Truflun varð í raforkukerfinu og landskerfið skiptist upp í tvær eyjar. Rafmagnslaust er víða um land,“ segir á vef Landsnets.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×