Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 08:32 Lutz Pfannenstiel er mikil týpa og mikill ævintýramaður. Getty/Bill Barrett Lutz Pfannenstiel átti litríkan feril sem knattspyrnuleikmaður en nú er hann tekinn við starfi íþróttastjóra hjá Íslendingaliði í Skotlandi. Pfannenstiel er nýr íþróttastjóri Aberdeen en með liðinu spilar íslenski miðjumaðurinn Kjartan Már Kjartansson sem kom þangað frá Stjörnunni í sumar. Breska ríkisútvarpið segir frá ráðningu Pfannenstiel og rifjar upp skrautlegar sögur af honum. Player who ‘died’ and once was jailed in Singapore joins club as sporting director https://t.co/25gJ8ikWVl pic.twitter.com/t0r50EHh5u— The Independent (@Independent) October 27, 2025 Þessi 52 ára gamli Þjóðverji eyddi 101 degi í fangelsi í Singapúr, var sakaður um hagræðingu úrslita og vann sem fyrirsæta hjá Armani svo eitthvað sé nefnt. 25 félög í 13 löndum Pfannenstiel var þekktur sem „markvörður heimsins“ eftir að hafa spilað með 25 félögum í þrettán löndum. Hann varð fyrsti atvinnumaðurinn til að spila fyrir félög í öllum sex álfunum eftir að hafa hafnað samningi við Bayern München nítján ára gamall til að ferðast um heiminn. Nú fer hann í þetta stóra starf hjá Aberdeen á sama tíma og heitt er undir knattspyrnustjóranum Jimmy Thelin eftir aðeins þrjá sigra í fimmtán leikjum á þessu tímabili. Formaðurinn Dave Cormack vonast til að nýta sér „víðtæka þjálfunar-, njósnara-, þróunar- og leiðtogaþekkingu Pfannenstiels sem hann hefur aflað sér í mismunandi hlutverkum og menningu“. Sönn fótboltasál Pfannenstiel, sem mun bera ábyrgð á öllum sviðum fótboltans og frammistöðu, hlakkar til að ganga til liðs við félag með „ríka hefð, sögulega sögu og sanna fótboltasál“, frá og með 10. nóvember. „Eftir að hafa eytt tíma í að kynnast félaginu undanfarin tvö ár erfi ég mjög sterka innviði og starfsfólk,“ sagði hann. Pfannenstiel mun hafa lagt fram litríka ferilskrá fyrir skoska úrvalsdeildarfélagið. Meðal félaga sem hann spilaði með sem leikmaður voru Nottingham Forest, Wimbledon, Huddersfield Town og Vancouver Whitecaps. Skortur á sönnunargögnum Þegar hann spilaði fyrir Geyland United í Singapúr árið 2001 var hann fangelsaður eftir að hafa verið sakaður um að hagræða úrslitum leikja en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann var lánaður til Bradford Park Avenue og var þrisvar sinnum lýstur látinn á vellinum eftir að lungu hans féllu saman eftir árekstur í leik. Geymdi hana í baðkarinu Á meðan hann var á Nýja-Sjálandi rændi hann mörgæs og geymdi hana í baðkarinu sínu, en sendi hana svo til baka þegar forseti Otago United varaði hann við því að hann gæti átt yfir höfði sér brottvísun úr landi ef hann yrði gripinn. Já, Pfannenstiel hefur víðtæka reynslu af ótrúlegustu hlutum og nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Aberdeen upp úr þessari lægð. We are delighted to announce Lutz Pfannenstiel as our new Sporting Director.Everyone at Aberdeen FC looks forward to welcoming Lutz to the North-east when he officially starts with the Dons next month. // https://t.co/JcMF86WSO0 pic.twitter.com/GP7tD2fiCD— Aberdeen FC (@AberdeenFC) October 27, 2025 Skoski boltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Pfannenstiel er nýr íþróttastjóri Aberdeen en með liðinu spilar íslenski miðjumaðurinn Kjartan Már Kjartansson sem kom þangað frá Stjörnunni í sumar. Breska ríkisútvarpið segir frá ráðningu Pfannenstiel og rifjar upp skrautlegar sögur af honum. Player who ‘died’ and once was jailed in Singapore joins club as sporting director https://t.co/25gJ8ikWVl pic.twitter.com/t0r50EHh5u— The Independent (@Independent) October 27, 2025 Þessi 52 ára gamli Þjóðverji eyddi 101 degi í fangelsi í Singapúr, var sakaður um hagræðingu úrslita og vann sem fyrirsæta hjá Armani svo eitthvað sé nefnt. 25 félög í 13 löndum Pfannenstiel var þekktur sem „markvörður heimsins“ eftir að hafa spilað með 25 félögum í þrettán löndum. Hann varð fyrsti atvinnumaðurinn til að spila fyrir félög í öllum sex álfunum eftir að hafa hafnað samningi við Bayern München nítján ára gamall til að ferðast um heiminn. Nú fer hann í þetta stóra starf hjá Aberdeen á sama tíma og heitt er undir knattspyrnustjóranum Jimmy Thelin eftir aðeins þrjá sigra í fimmtán leikjum á þessu tímabili. Formaðurinn Dave Cormack vonast til að nýta sér „víðtæka þjálfunar-, njósnara-, þróunar- og leiðtogaþekkingu Pfannenstiels sem hann hefur aflað sér í mismunandi hlutverkum og menningu“. Sönn fótboltasál Pfannenstiel, sem mun bera ábyrgð á öllum sviðum fótboltans og frammistöðu, hlakkar til að ganga til liðs við félag með „ríka hefð, sögulega sögu og sanna fótboltasál“, frá og með 10. nóvember. „Eftir að hafa eytt tíma í að kynnast félaginu undanfarin tvö ár erfi ég mjög sterka innviði og starfsfólk,“ sagði hann. Pfannenstiel mun hafa lagt fram litríka ferilskrá fyrir skoska úrvalsdeildarfélagið. Meðal félaga sem hann spilaði með sem leikmaður voru Nottingham Forest, Wimbledon, Huddersfield Town og Vancouver Whitecaps. Skortur á sönnunargögnum Þegar hann spilaði fyrir Geyland United í Singapúr árið 2001 var hann fangelsaður eftir að hafa verið sakaður um að hagræða úrslitum leikja en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann var lánaður til Bradford Park Avenue og var þrisvar sinnum lýstur látinn á vellinum eftir að lungu hans féllu saman eftir árekstur í leik. Geymdi hana í baðkarinu Á meðan hann var á Nýja-Sjálandi rændi hann mörgæs og geymdi hana í baðkarinu sínu, en sendi hana svo til baka þegar forseti Otago United varaði hann við því að hann gæti átt yfir höfði sér brottvísun úr landi ef hann yrði gripinn. Já, Pfannenstiel hefur víðtæka reynslu af ótrúlegustu hlutum og nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Aberdeen upp úr þessari lægð. We are delighted to announce Lutz Pfannenstiel as our new Sporting Director.Everyone at Aberdeen FC looks forward to welcoming Lutz to the North-east when he officially starts with the Dons next month. // https://t.co/JcMF86WSO0 pic.twitter.com/GP7tD2fiCD— Aberdeen FC (@AberdeenFC) October 27, 2025
Skoski boltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira