Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 13:34 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, með særðum hermönnum í morgun. AP/Kristina Kormilitsyna, Sputnik Vladimír Pútín, forseti Rússlands, opinberaði í morgun að Rússar hefðu gert aðra tilraun með kjarnorkuknúið vopn. Það gerði hann í heimsókn til særðra hermanna á sjúkrahúsi í Moskvu í morgun en umrætt vopn er eins konar tundurskeyti sem á að geta siglt endalaust og borið kjarnorkuvopn að ströndum óvinveittra ríkja. Tundurskeytið ber nafnið Poseidon, eftir gríska guði hafsins, og voru samkvæmt Pútín gerðar tilraunir með það í gær. Pútín sagði særðum hermönnum að tilraunirnar hefðu heppnast einkar vel. Hann sagði tundurskeytinu hafa verið skotið af stað úr kafbáti og að vísindamönnum hefði tekist að ræsa kjarnaklúf tundurskeytisins. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS sagði Pútín að ekkert annað sambærilegt vopn væri til í heiminum og yrði ekki til um langt skeið. Hann hélt því einnig fram að ómögulegt væri að granda Poseidon þar sem tundurskeytið færi mjög hratt og gæti verið á miklu dýpi. Rússar hafa haldið því fram að Poseidon gæti framkallað geislavirkar flóðbylgjur sem myndu gera heilu strandlengjurnar óbyggilegar. Raunverulegar upplýsingar um vopnið og hvernig eða hvort það virkar eru þó enn mjög takmarkaðar. Fréttaveitan RIA segir að Poseidon sé tuttugu metrar að lengd, 1,8 metrar að breidd og um hundrað tonn að þyngd. Talar oft um kjarnorkuvopn Pútín og málpípur hans hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna eða gefið hana í skyn vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Pútín stærði sig einnig af nýrri skotflaug sem ku geta borið kjarnorkuvopn og sagði að hún yrði brátt tekin í almenna notkun. Sú tegund eldflauga kallast Sarmat og sagði Pútín einnig að ekkert annað sambærilegt vopn væri til í heiminum. Stutt er síðan Rússar gerðu tilraun með kjarnorkuknúna stýriflaug, sem þeir segja að hafi flogið fjórtán þúsund kílómetra á fimmtán klukkustundum og sýnt fram á getu til að komast hjá loftvarnarkerfum. Við það tilefni sagði Pútín að um einstakt vopn væri að ræða. Sjá einnig: Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Forsetinn rússneski sagði hermönnum í morgun að þeir og aðrir Rússar mættu vera stoltir af afrekum vísindamanna og verkfræðinga í Rússlandi. Vísaði hann sérstaklega til stýriflaugarinnar kjarnorkuknúnu og sagði að kjarnaklúfur hennar væri einstaklega merkilegur. Hann væri sambærilega öflugur og kjarnaklúfur kafbáts en „þúsund sinnum minni“. Þessa tækni sagði Pútín að Rússar gætu notað víða. Hana yrði hægt að nota við orkuöflun innanlands, á tunglinu og til að knýja og kynda bækistöðvar á norðurslóðum. Rússland Vladimír Pútín Hernaður Kjarnorka Kjarnorkuvopn Norðurslóðir Tunglið Geimurinn Tengdar fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09 Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. 28. október 2025 07:43 Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. 24. október 2025 08:01 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Tundurskeytið ber nafnið Poseidon, eftir gríska guði hafsins, og voru samkvæmt Pútín gerðar tilraunir með það í gær. Pútín sagði særðum hermönnum að tilraunirnar hefðu heppnast einkar vel. Hann sagði tundurskeytinu hafa verið skotið af stað úr kafbáti og að vísindamönnum hefði tekist að ræsa kjarnaklúf tundurskeytisins. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS sagði Pútín að ekkert annað sambærilegt vopn væri til í heiminum og yrði ekki til um langt skeið. Hann hélt því einnig fram að ómögulegt væri að granda Poseidon þar sem tundurskeytið færi mjög hratt og gæti verið á miklu dýpi. Rússar hafa haldið því fram að Poseidon gæti framkallað geislavirkar flóðbylgjur sem myndu gera heilu strandlengjurnar óbyggilegar. Raunverulegar upplýsingar um vopnið og hvernig eða hvort það virkar eru þó enn mjög takmarkaðar. Fréttaveitan RIA segir að Poseidon sé tuttugu metrar að lengd, 1,8 metrar að breidd og um hundrað tonn að þyngd. Talar oft um kjarnorkuvopn Pútín og málpípur hans hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna eða gefið hana í skyn vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Pútín stærði sig einnig af nýrri skotflaug sem ku geta borið kjarnorkuvopn og sagði að hún yrði brátt tekin í almenna notkun. Sú tegund eldflauga kallast Sarmat og sagði Pútín einnig að ekkert annað sambærilegt vopn væri til í heiminum. Stutt er síðan Rússar gerðu tilraun með kjarnorkuknúna stýriflaug, sem þeir segja að hafi flogið fjórtán þúsund kílómetra á fimmtán klukkustundum og sýnt fram á getu til að komast hjá loftvarnarkerfum. Við það tilefni sagði Pútín að um einstakt vopn væri að ræða. Sjá einnig: Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Forsetinn rússneski sagði hermönnum í morgun að þeir og aðrir Rússar mættu vera stoltir af afrekum vísindamanna og verkfræðinga í Rússlandi. Vísaði hann sérstaklega til stýriflaugarinnar kjarnorkuknúnu og sagði að kjarnaklúfur hennar væri einstaklega merkilegur. Hann væri sambærilega öflugur og kjarnaklúfur kafbáts en „þúsund sinnum minni“. Þessa tækni sagði Pútín að Rússar gætu notað víða. Hana yrði hægt að nota við orkuöflun innanlands, á tunglinu og til að knýja og kynda bækistöðvar á norðurslóðum.
Rússland Vladimír Pútín Hernaður Kjarnorka Kjarnorkuvopn Norðurslóðir Tunglið Geimurinn Tengdar fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09 Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. 28. október 2025 07:43 Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. 24. október 2025 08:01 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09
Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. 28. október 2025 07:43
Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. 24. október 2025 08:01