Enski boltinn

Lofar frekari fjár­festingum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ruben Amorim og Jason Wilcox saman á Formúlu 1 viðburði.
Ruben Amorim og Jason Wilcox saman á Formúlu 1 viðburði. EPA/PETER POWELL

Jason Wilcox, yfirmaður knattspyrnu mála hjá Manchester United, hefur lofað því að félagið muni halda áfram að fjárfesta í réttum leikmönnum. Framtíðarsýn félagsins var opinberuð og eru frekari styrking hluti af því.

Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils hafa lærisveinar Ruben Amorim snúið blaðinu við og virðist liðið á réttri braut. Bryan Mbeumo, Matheus Cunha og Senne Lammens hafa allir átt stóran þátt í góðu gengi liðsins. Allir þrír voru keyptir síðasta sumar.

Sky Sports greinir frá að Man United sé á höttunum á eftir nýjum miðjumanni. Félagið verður ekki virkt á leikmannamarkaðinum í janúar eftir að hafa eytt fúlgum fjár síðasta sumar. En liðið horfir á næsta sumar sem tækifæri til að styrkja liðið enn frekar.

Wilcox telur að árangur á leikmannamarkaðinum gefi góð fyrirheit. Með fleiri slíkum kaupum gæti liðið farið að berjast á toppi deildarinnar sem og í Evrópu.

„Við erum með skýrt plan. Við vitum hvað við þurfum að gera og við vitum hvaða svæði liðsins þarf að bæta.“

„Við verðum að kaupa réttu leikmennina. Réttir leikmenn sem búa bæði yfir hæfileikum sem og hugarfari til að höndla pressuna,“ bætti Wilcox við.

Man United hefur keypt aragrúa leikmanna á undanförnum árum sem hafa ekki höndlað pressuna sem fylgir því að spila fyrir Man Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×