Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 13:30 Virgil van Dijk er fyrirliði Liverpool og er einn af leiðtogum liðsins sem þurfa að rífa liðið upp úr þessari lægð. Getty/Crystal Pix Liverpool tekur á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Aston Villa er á miklu skriði en sömu sögu er ekki hægt að segja af Englandsmeisturnum. Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og sex af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum. Svo slæmt er gengið að tapist leikurinn í kvöld eru það aðeins stuðningsmenn Liverpool á áttræðisaldri sem hafa upplifað annað eins hörmungargengi. Liverpool hefur nefnilega ekki tapað fimm deildarleikjum í röð í meira en sjötíu ár eða síðan haustið 1953. Tímabiið 1953-54 tapaði Liverpool fimm deildarleikjum í röð frá 29. ágúst til 12. september 1953. Það endaði með 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Úlfunum. Áður hafði liðið tapað fyrir Bolton, Newcastle, Preston, Wolves og Tottenham. Liverpool vann aðeins 9 af 42 leikjum sínum og féll úr deildinni vorið eftir. Liverpool var í B-deildinni næstu átta tímabil en hefur alltaf spilað í efstu deild síðan að liðið komst aftur upp vorið 1962. Á þessu tímabili hefur Liverpool tapað fjórum deildarleikjum í röð en öllum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni frá og með 27. september síðastliðnum. Mótherjarnir hafa verið Crystal Palace, Chelsea, Manchester United og Brentford. Liverpool vann fimm fyrstu deildarleiki sína og er því með fimmtán stig en liðið er dottið niður í sjöunda sæti og gæti dottið enn neðar tapist leikurinn á Anfield í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Sýn Sport. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Fans (@lfcfvns) Enski boltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira
Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og sex af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum. Svo slæmt er gengið að tapist leikurinn í kvöld eru það aðeins stuðningsmenn Liverpool á áttræðisaldri sem hafa upplifað annað eins hörmungargengi. Liverpool hefur nefnilega ekki tapað fimm deildarleikjum í röð í meira en sjötíu ár eða síðan haustið 1953. Tímabiið 1953-54 tapaði Liverpool fimm deildarleikjum í röð frá 29. ágúst til 12. september 1953. Það endaði með 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Úlfunum. Áður hafði liðið tapað fyrir Bolton, Newcastle, Preston, Wolves og Tottenham. Liverpool vann aðeins 9 af 42 leikjum sínum og féll úr deildinni vorið eftir. Liverpool var í B-deildinni næstu átta tímabil en hefur alltaf spilað í efstu deild síðan að liðið komst aftur upp vorið 1962. Á þessu tímabili hefur Liverpool tapað fjórum deildarleikjum í röð en öllum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni frá og með 27. september síðastliðnum. Mótherjarnir hafa verið Crystal Palace, Chelsea, Manchester United og Brentford. Liverpool vann fimm fyrstu deildarleiki sína og er því með fimmtán stig en liðið er dottið niður í sjöunda sæti og gæti dottið enn neðar tapist leikurinn á Anfield í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Sýn Sport. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Fans (@lfcfvns)
Enski boltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira