Enski boltinn

Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Það fór vel á með þeim félögum, Andra, Andra og Hjörvari í Doc Zone.
Það fór vel á með þeim félögum, Andra, Andra og Hjörvari í Doc Zone. Skjáskot/Sýn Sport

Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen var hetja Blackburn Rovers í 2-0 sigri á Leicester City í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Hann var í beinni frá King Power-vellinum í Doc Zone á Sýn Sport eftir leik.

Eftir að hafa farið í gegnum fyrstu sex leiki sína hjá Blackburn án þess að skora hefur Andri Lucas skoraði þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins og tryggt sínum mönnum sigur í báðum leikjum. Blackburn er eftir sigrana tvo komið af fallsvæðinu eftir erfiða byrjun.

Klippa: Andri Lucas í beinni í Doc Zone eftir leik

Andri var rétt kominn út sturtu og beið eftir því að fara í liðsrútuna við King Power-völlinn í Leicester í dag þegar menn í Doc Zone á Sýn Sport slógu á þráðinn.

Andri Már Eggertsson og Hjörvar Hafliðason tóku Andra Lucas tali í beinni útsendingu líkt og sjá má í spilaranum.

Auk Andra og Hjörvars eru þeir Theódór Ingi Pálmason, Albert Brynjar Ingason og Hjálmar Örn Jóhannsson gestir Doc Zone dagsins en bein útsending stendur yfir á Sýn Sport til klukkan 17:15 í dag.

Mörk Andra Lucasar má sjá í tenglinum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×