Innlent

Lög­reglu­menn á­kærðir fyrir upp­flettingar og hlerun

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Miklar vendingar hafa verið á fasteignamarkaði í kjölfar vaxtadómsins svokallaða og hefur óvissunni verið lýst sem sögulegri. Fjármálaráðherra mætir í myndver og fer yfir stöðuna í beinni.

Þá hittum við móður drengs sem lést eftir áralanga baráttu við krabbamein. Hún segir mikilvægt að grípa foreldra langveikra barna betur og fyrr. Foreldrarnir séu undir miklu álagi og séu margir hverjir að bugast.

Við hittum einnig skemmtilega krakka sem tóku í dag þátt í stærðfræðikeppni, verðum í beinni frá Borgarleikhúsinu þar sem eitt undanúrslitakvöld Skrekks fer fram í kvöld og kíkjum á listasýningu manns sem missti allan mátt á hægri hlið líkamans eftir heilablóðfall. Hann málar nú með vinstri en var áður rétthentur.

Í Sportpakkanum verður rætt við handboltasérfræðing sem hefur áhyggjur af leiðtogaleysi í landsliðshópnum og í Íslandi í dag förum við í siglingu í Ísafjarðardjúpi og fylgjumst með hvalafjölskyldu að leik.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×